Fréttatíminn - 17.09.2016, Qupperneq 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. september 2016
Guðrún Vilmundardóttir er
staðin upp úr stóli útgáfu-
stjóra Bjarts og ætlar að
stofna forlag. Nýju bókaút-
gáfuna kallar hún Benedikt
eftir Fjalla-Bensa Gunnars
Gunnarssonar og bróður
sínum. Fyrstu nöfnin á út-
gáfulistanum eru ekkert slor.
Þau Jón Kalman og Auður
Ava fylgja henni á vit ævin-
týranna.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Við Guðrún Vilmundardóttir mælum
okkur mót í Vesturbænum, þar sem
bækistöðvar tveggja stærstu bóka-
útgáfa landsins hafa verið að undan-
förnu. hvort á sínu horninu við
Bræðraborgarstíginn. Forlagið við
Ránargötuna en Bjartur og Veröld
við Bárugötuna. Hér banka skáldin
berskjölduð uppá og mæta örlög-
um sínum, handrit fara í ruslið eða
samningar eru undirritaðir. Hurðum
er skellt og kampavín drukkið.
Nú bergmálar á skrifstofu Guðrún-
ar, þar sem hún hefur starfað sem
útgáfustjóri bókaútgáfunnar Bjarts,
en á liðnum vikum hafa orðið hressi-
legar hrókeringar á horninu. Hólm-
fríður Úa Matthíasdóttir mun taka
við Forlaginu af Jóhanni Páli Valdi-
marssyni um áramótin, Bjartur og
Veröld hafa flutt yfir Hringbrautina
og Guðrún er…
-Já, hvar eigum við að byrja? Á að-
dragandanum?
„Þú ræður hvar þú vilt byrja,“ seg-
ir Guðrún.
-En þú veist hvernig maður raðar brot-
unum saman í svona sögum.
„Allt í lagi, byrjum þá á því að ég
sitji á minni nýju gömlu skrifstofu,
og hér sé ég að stofna bókaútgáfu.“
Gott og vel. Guðrún Vilmundar-
dóttir hefur tekið sig til og látið verða
af því sem hana hefur lengi dreymt
um að gera. Að opna sitt eigið for-
lag. Andspænis mér situr því stoltur
eigandi bókaútgáfunnar Benedikts.
Guðrún er menntaður leikhús-
fræðingur frá Frakklandi og Belgíu
og áður en hún gerðist útgáfustjóri
Bjarts, var hún dramatúrg í Borg-
arleikhúsinu í sjö ár. Dramatúrg er
sá sem les yfir handrit og ber skyn-
bragð á uppbyggingu sögunnar.
Hann er listrænn ráðunautur leik-
hússtjóra en er líka margslunginn
ráðgjafi þýðenda og leikstjóra við
uppsetningar einstaka verka.
„Skáldskapur og leikhús eru mitt
uppáhald og árin í leikhúsinu voru
góður tími. Veturnir voru anna-
samir en sumarfríin löng og ég fór
að þýða skáldverk fyrir Bjart á milli
anna. Þannig kynntist ég bókaútgáf-
unni.“
Snæbjörn Arngrímsson stofnaði
Bjart árið 1989 og réði Guðrúnu
til sín árið 2006. Þegar Pétur Már
Ólafsson, eigandi bókaútgáfunnar
Veraldar, keypti fyrirtækið tveimur
árum síðar, hélt Guðrún áfram sem
útgáfustjóri Bjarts. Saman mynduðu
Bjartur og Veröld aðra stærstu bóka-
útgáfu landsins og því hafa ákvarð-
anir Guðrúnar haft mikil áhrif á ís-
lenska bókaflóru. Það var hennar að
ákveða hvaða skáldverk yrðu gefin
út. Hún gaf nýjum höfundum tæki-
færi og leyfði reyndum refum þrosk-
ast. Eflaust hefur hún þurft að hafna
þeim nokkrum líka.
„Þegar ég fer yfir árin hjá Bjarti
finnst mér ánægjuleg viðkynni og
samstarf við höfunda standa upp-
úr. Auðvitað á maður í nánasta sam-
bandinu við íslensku höfundana.
Margir þeirra eru vinir mínir og í
gegnum þá hef ég eignast litríkt og
öflugt tengslanet þýðenda og útgef-
enda í útlöndum.“
Veigamikill hluti af starfi Guðrún-
ar var einnig að leita að erlendum
skáldsögum til þýðingar og útgáfu
á Íslandi. Neon-bókalúbbnum var
komið á koppinn á upphafsárum
Bjarts og við honum tók Guðrún
sem útgáfustjóri. „Klúbburinn hef-
ur um það bil þúsund áskrifendur og
gefur út fjórar til sex þýddar skáld-
sögur á ári. Áskriftarfyrirkomulagið
veitir forlaginu ákveðið frelsi til að
velja inn öðruvísi litteratúr en ella,
þar leituðum við alltaf að ákveðn-
um frumleika. Það þurfa ekki allar
bækur að vera metsölubækur. Ef þú
hinsvegar ætlar að reka útgáfu réttu
megin við núllið, þarf að hafa stóru
reyfarana með.“
Leitin að góðri sögu
Í áratug lagði Guðrún mikla natni
við að velja Neon-bækurnar enda
bókaklúbburinn rómaður fyrir
ferskar og góðar skáldsögur. Áskrif-
endurnir treystu valinu vel og oft-
ar en ekki voru bækurnar eftir höf-
unda sem höfðu slegið í gegn í sín-
um heimalöndum. „Ég lagði mikla
alúð í að finna réttu sögurnar. Fyrir
hverja bók sem ég valdi, hafði ég les-
ið að minnsta kosti tuttugu bækur –
og byrjað á margfalt fleiri! Ég reyndi
að veita allskonar hlutum athygli og
velja fjölbreyttar bækur sem hefðu
eitthvað sérstakt við sig. Hugsaðu
þér forréttindin að fá að lesa svona
margar spennandi bækur, það er al-
veg magnað.“
Guðrún segist nýta allan lausan
tíma í að lesa. „Ef ég á laust korter
hér eða þar þá reyni ég að nýta það í
lestur. Ég þarf ekkert mikið næði til
þess og get lesið hvar sem er. Ég er
með öll handrit í símanum eða ipad-
inum og gríp í þau þegar ég get. Mér
finnst þetta stórtkostleg vinnutæki
þótt ég tæki prentaða bók alltaf fram
yfir rafbók.“
Þegar það kvissaðist út að Guð-
rún hygðist róa á ný mið, fóru kjafta-
sögurnar á flug. Ein sagan var að
Snæbjörn Arngrímsson hefði lagt
þér lið við stofnun bókaútgáfunnar,
er það rétt? „Nei, hann er ekki með
mér í þessu.“
Eru fjársterkir aðilar á bakvið þig?
„Ég er minn eigin herra í þessari
útgáfu. Fyrirtækið er fjármagnað að
fullu og öll plön líta glimrandi vel út.
Ég get lifað í meira en ár þótt ég selji
ekki eina einustu bók!“
Hrókeringar víðar
Guðrún ítrekar að viðskilnaðurinn
við gamla vinnustaðinn hafi ekki
verið dramatískur. „Ég naut fulls
sjálfstæðis sem útgáfustjóri Bjarts
og bar aldrei skugga þar á. Eftir ákaf-
lega ánægjulegan áratug var orðið
tímabært að breyta til. Kannski má
segja að það sé mesta furða að ég
hafi ekki gert það miklu fyrr.“
Miklar hrókeringar hafa orðið
á íslenskum bókabransa á undan-
förnum vikum. „Mér finnst sterkur
leikur hjá Forlaginu að fá Úu til að
taka við stjórninni. Það vita allir sem
hana þekkja að þar fer stórkostleg
kona. Hún hefur unnið við að selja
erlend réttindi undanfarin ár og mér
finnst eitthvað módern við það að
setja slíka manneskju í stjórnunar-
stöðu. Ég hafði einmitt hugsað mér
að setja meiri þunga í réttindamál-
in. Svo fagna ég því að fleiri konur
séu farnar af stað. Mín gamla sam-
starfskona hjá Bjarti, Þorgerður Agla
Magnúsdóttir og María Rán Guðjóns-
dóttir sem áður var hjá Crymogeu,
ætla af stað með nýtt forlag í haust.
Það var greinilega kominn tími á
breytingar. Það er algengt að þegar
einn jökull snýst í vatninu fer fleira
á hreyfingu.”
Hún segir fítonskraft fylgja
því að fara af stað með sitt eig-
ið fyrirtæki. Tíminn hafi augljós-
lega verið réttur. „Ég finn fyrir
meiri krafti og meira fjöri og það
er eins og klukkutímunum í sól-
arhringnum hafi fjölgað. Verk-
efnin eru mörg en þau eru líka fá-
ránlega skemmtileg. Þetta er lifandi
bransi sem fólk endist oft mjög lengi
í. Maður er stöðugt að fást við ný-
sköpun og hluti sem sjarmera mann
upp úr skónum. Samt lærast ákveðin
handtök, svo maður getur líka vax-
ið og orðið betri í því sem maður er
að gera.“
Hún fer ítarlega yfir það sem heill-
ar hana við starf sitt. Spennuna sem
fylgir því að lesa glænýtt efni, ganga
frá því til prentunar og kynna það.
Fylgja því eftir. Samvinnan við ís-
lensku höfundana. Og erlendu höf-
undana. Leitin að réttu höfundun-
um. Vinnan með þýðendunum. „Svo
hef ég hef mjög gaman af erlendu
samskiptunum. Það eru tvær stór-
ar bókamessur, í London á vorin
og Frankfurt á haustin, og þangað
fer maður til að kynna íslenska höf-
unda og koma þeim á framfæri úti,
en líka til að finna erlendar bækur
til að þýða og kynna hér á landi. Það
verða mikil tengsl til á þessum mess-
um. Undanfarin ár hef ég verið svo
heppin að fá boð á útgefendaþing, í
Istanbul í vor og Antwerpen í Belgíu
í fyrra. Þangað er 10-20 útgefendum
boðið að dvelja í vikutíma, og þetta
er mikið tækifæri til þess að kynnast
nýjum bókmennta- og útgáfuheim-
um. Við eigum það öll sameiginlegt
að vera að leita að góðum sögum.“
Orðið útgáfulisti kemur endur-
tekið fyrir í máli Guðrúnar og hann
virðist vera einhverskonar lykilhug-
tak í bókaútgáfu. Listinn sem sýn-
ir hvaða höfunda þú hefur á sínum
snærum. Út frá honum ertu dæmd-
ur.
Fann Ferrante í Abu Dhabi
„Það er ekki amalegt að vera með
Auði Övu og Jón Kalman á sínum
snærum og vera nýbúin að kaupa
Ferrante,“ segir Guðrún stolt. Ítalska
stórstjarnan Elena Ferrante verður
reyndar eftir hjá Bjarti eftir viðskiln-
aðinn en Guðrún getur státað sig af
því að hafa krækt í hana og kom-
ið bókum hennar í íslenska þýð-
ingu. Ferrante hefur meðal annars
skrifað vinkonu-fjórleikinn eða
Napólísögurnar eins og þær eru kall-
aðar, sem nú eru að gera allt brjálað.
„Við vorum með bás á bókamess-
unni í Abu Dhabi fyrir nokkrum
árum og þar var lítill evrópskur
gangur. Við hlið okkar voru ítalskir
útgefendur Elenu Ferrante með bás.
Við vorum örfáir evrópskir útgef-
endur í þessu fjarlæga landi og við
létum eins og við værum öll úr sömu
sveitinni og höfðum mikil samskipti.
Þau gáfu mér The Days of Abandon-
ment að skilnaði og ég féll strax fyrir
Ferrante. Þar segir af ungri tveggja
barna móður sem eiginmaðurinn yf-
irgefur – hún nánast missir vitið og
nær svo aftur sönsum. Ég veit ekki
hver getur gert svona einfaldri, en
djúpri, sögu skil betur en Ferrante.
Það er einhver tónn þarna sem mað-
ur hefur ekki heyrt áður.“
Á þeim tíma var fjórleikurinn um
vinkonurnar Lilu og Elenu að slá í
gegn úti í heimi svo Guðrún ákvað
að byrja á að fá þær þýddar. Fram-
úrskarandi vinkona kom út í fyrra
og Saga af nýju ættarnafni á þessu
ári, í þýðingu Brynju Cortes Andrés-
dóttur.
Fréttatíminn hafði eftir heim-
ildum fyrir skömmu að ósætti hafi
orðið milli Guðrúnar og Péturs Más
hjá Bjarti og Veröld þegar Guðrún
neitaði að gefa út bókina Endurkom-
una eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Bók-
in var á endanum gefin út hjá Veröld.
„Þetta er sagnaglaður bransi með
auga fyrir hinu dramatíska. Ég hef
heyrt margar sögur um starfslok
mín hjá Bjarti og þessa oftar en aðr-
ar. Ég veit ekki til þess að ágreining-
ur um einstaka höfunda hafi haft
nokkuð með starfslok mín að
„Ég finn fyrir meiri krafti og meira fjöri og það er eins og
klukkutímunum í sólarhringnum hafi fjölgað. Verkefnin
eru mörg en þau eru líka fáránlega skemmtileg. Þetta er
lifandi bransi sem fólk endist oft mjög lengi í.
Þegar einn jökull
snýst í vatninu fer
fleira á hreyfingu
„Þetta er sagnaglaður
bransi með auga fyrir
hinu dramatíska. Ég
hef heyrt margar
sögur um starfslok
mín hjá Bjarti.“
M
yn
di
r |
R
ut