Fréttatíminn - 17.09.2016, Side 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. september 2016
25 ár frá
tónlistarsprengju
Það var líf í tónlistarút-
gáfunni fyrir 25 árum. Þá
streymdu á markað plötur
sem hafa síðan talist
sígildar.
Septembermánuður árið 1991
var ótrúlega gjöfull þegar kom
að tónlistarútgáfu í Bretlandi
og Bandaríkjunum. Margar sí-
gildar og áhrifamiklar plötur
heimsfrægra tónlistarmanna litu
dagsins ljós. Sumt er vel heppnað
vinsældapopp sem enn virkar,
annað framsækin tónlist sem
mótað hefur tónlistarfólk og
tónlistaráhugamenn sem nú eru
að ná miðjum aldri. Yngra fólk,
sem ekki þekkir til verkanna,
gæti gert margt vitlausara en að
tékka á einhverju af þessari tón-
list, sem öll kom út í september
1991. | gt
Sjálfsmeðvitund
leikarans og þjóðarkrísa
Helga Dögg Ólafsdóttir
helgadogg@frettatiminn.is
Verkið er eftir Marius von Mayenburg og er frá 2010. Ég vann það með hljómsveitinni Evu og fjórum leikurum. Verk-
ið var upprunarlega unnið með
leikurum sem unnu með sjálfa sig í
ferlinu. Við sprengdum það upp og
tókum inn okkur sjálf,“ segir Gréta
Kristín.
Sjálfsmeðvitund leikarans
Í sýningunni er unnið með blekk-
ingu leikhússins og sjálfsmeðvit-
und leikara gagnvart áhorfendum.
Sýningin í heild sinni er meðvituð
um eigin sviðsetningu og leita leik-
arar við að ná stjórn á aðstæðum
og eigin birtingamynd. „Það verða
á köflum svolítið súrar aðstæður
og alveg viðbjóðslega fyndnar og
misheppnaðar. Ferlið hefur snúist
um að ganga alltaf lengra inn í
klisjurnar og ganga nær okkur
sjálfum og hugmyndum okkar um
okkur sjálf, bæði sem manneskjur
og sem Íslendinga.“
Krísa þjóðarsálarinnar
Verkið er innblásið að atburð-
um síðasta vors, Panamaskjöl-
in og stöðu stjórnmálamanna í
samfélaginu. „Leikararnir eru
alltaf að reyna að vera vinsæl-
astir í sýningunni eða vera mesta
fórnarlambið eins og stjórnmála-
mennirnir okkar. Við vildum
með þessu verki ávarpa það hvað
keppnin í samfélaginu í dag er
skökk. Við tölum beint inn í krís-
una sem íslenska þjóðarsálin
lendir í. Misskiptingin er alltaf að
aukast og við erum alltaf að horfa
á stærri þversagnir. Við erum
stolt af náttúrunni, samt viljum
við virkja hana. Við prísum okk-
ur af menningu sem þjóðararfi
en sveltum svo listir og menn-
ingu. Við hendum hælisleitend-
um heim en tökum alltaf af móti
fleiri ferðamönnum. Við erum að
spyrja hvort við getum enn sagt
að við séum best í heimi. Við not-
um myndlíkingu leikhússins til að
ávarpa þetta.“
Hvernig er að vera nýútskrifuð og
strax komin með verk í leikhúsið?
„Allt hefur gerst svo hratt að það
er ekki alveg tími til að hugsa en
þetta er allt saman smá svakalegt.
Ég er að fást við verkefni og sett
inn í hlutverk sem eru ekki beint
kennd í skólanum. Mér er bara
hent beint í djúpu laugina og það
er bara kominn tími til að byrja að
synda.“Grétu er hent beint út í djúpu laugina. Mynd | Rut
Gréta Kristín Ómarsdóttir útskrifaðist af sviðshöfundabraut
Listaháskóla Íslands nú í haust. Útskriftarverk hennar Stertabenda
er strax komið á svið Þjóðleikhúsins.
Kormákur Örn Axelsson leyfði
Fréttatímanum að skyggnast í
draslskúffuna sína og útskýrir til-
gang hennar. „Skúffan er geymsla
fyrir dót og drasl sem maður finn-
ur þegar maður arkar um götur og
búðir Reykjavíkur og finnst vera
algjör fjársjóður. En þegar maður
kemur heim fattar maður að fjár-
sjóðurinn hefur sennilega engan
almennilegan tilgang á heimilinu.
Í stað þess að henda slíku er gott
að eiga hirslu sem verður bara
skemmtilegra að róta í þegar fram
líða stundir.“
Dót af öllum toga finnst í skúff-
unni hans Kormáks og frá hinum
og þessum áfangastöðum: „Í skúff-
unni minni er bensínkveikjari sem
merktur er herstöðinni í Keflavík.
Draslskúffa Kormáks Við mamma fund-um hann í göngutúr
um hávetur, fros-
inn í klaka skammt
frá heimili okkar.
Slíkum fjár-
sjóði fer mað-
ur nú ekki að
henda. þó hann
sé ekki endi-
lega stofustáss.
Í skúffunni minni er einnig
samansafn penna sem enginn veit
hvaðan raunverulega koma. Þeir
einfaldlega dúkka upp í vösum eða
töskum og enda flestir í draslskúff-
unni. Svo er í henni yddari merkt-
ur MTV, ansi skrautlegur, en ég
get ekki fyrir mitt litla líf munað
hvernig ég komst yfir hann.“ | hdó
Flestir eiga eina skúffu sem allt drasl
heimilisins lendir í. Allskonar gersemar
geta leynst í skúffunni.
Draslskúffa Kormáks. Mynd | Hari
Kormákur með gersemar sínar. Mynd | Hari
Nirvana
Nevermind
Red Hot Chili Peppers
Blood Sugar Sex Magik
Hole
Pretty on the Inside
Talk Talk
Laughing Stock
Guns N’ Roses
Use your Illusion I & II
Mariah Carey
Emotions
Orbital
Orbital
Saint Etienne
Foxbase Alpha
A Tribe Called Quest
The Low End Theory
MC Lyte
Act Like You KnowSEPTEMBER
TILBOÐ