Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.09.2016, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 24.09.2016, Blaðsíða 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 24. september 2016 Skólamál Veikindi hjá grunn- og leikskólakennur- um hefur aukist verulega á síðustu þremur árum. Reykjavíkurborg hefur ákveðið að rannsaka málið sérstaklega, en formaður Kennarafélags Reykjavíkur segir hluta af vandanum mega rekja til mikils álags. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Mikil aukning hefur verið á skamm- og langtímaveikindum kennara í Reykjavík en langtíma- veikindi leikskólakennara hafa far- ið upp um nær helming á þremur árum. 45% aukning hefur verið á veik- indum leikskólakennara frá árinu 2012 og 37% aukning hefur orðið á langtímaveikindum kennara á sama tímabili, samkvæmt upplýs- ingum frá Reykjavíkurborg. Í krón- um talið jókst kostnaður borgar- innar vegna langtímaveikinda grunnskólakennara um 70 millj- ónir króna á aðeins þremur árum. Kostnaður borgarinnar vegna þessa hleypur því á hundruðum milljóna, en borgin setti meðal annars 270 milljónir króna í skóla- kerfið þegar þeir tilkynntu um myndarlega innspýtingu í síðustu viku til þess að mæta auknum halla í rekstri skólanna sem hafa mátt þola langt og strangt aðhald. Þessi mikla aukning á veikindum á skömmum tíma er sérkennileg. Svo sérkennileg að Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundarráðs Reykjavíkurborgar, segir tilefni til þess að rannsaka hverju þetta sæt- ir. Rósa Ingvarsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, segir fréttirnar koma sér á óvart, tölurn- ar séu háar. „Án þess að ég geti stuðst við einhver vísindaleg gögn, þá veit maður samt þetta: Það er gífurlegt álag á kennurum auk þess sem stoðkerfisvandamál, eins og bak- meiðsl og annað í þeim dúr, eru algeng.“ Hún segir veikindin hugsanlega sjúkleikamerki á vinnuaðstæðum kennara, sem einkennast af gífur- legu og langvarandi álagi. „Samfélagið er orðið mun flóknara og skólarnir endurspegla það auðvitað. Skólarnir eru með mörg þjóðerni og eru án aðgrein- ingar, og svo lífleg flóra kallar á mikla peninga ef við ætlum að sinna starfinu vel. Án þessara pen- inga verður mikið álag í skólun- um,“ segir Rósa. Hún segir kennara almennt þreytta auk þess sem meðalaldur fer hækkandi og er nú nær fimmtíu árum. Álagið hefur verið slíkt að þeir eru orðnir langþreyttir. „Svo er einnig nokkuð rætt um kulnun,“ segir Rósa og á þá við þegar starfs- menn brenna hreinlega út. Þá geta þeir farið í Virk sem er nokkurs- konar endurhæfingarúrræði. Hún segir Kennarafélag Reykja- víkur ekki hafa rætt stöðu mála sérstaklega þegar kemur að veik- indum kennara, „en við förum nú samt oft yfir stöðuna. Og það er samdóma allra að verkefnin séu að þyngjast allverulega,“ segir Rósa. Álag á kennurum er orðið slíkt að það getur verið ein skýringin á mikilli aukningu langtímaveikinda sem kostar útsvarsgreiðendur hundruð milljóna á ári hverju. Mynd | Getty Veikindi kennara hafa stóraukist á þremur árum Rósa Ingvarsdóttir, formaður kennara- félags Reykjavíkur, segir kennara þurfa að þola mikið álag í starfi sínu. Ekki er gert ráð fyrir framboði til formanns í dagskrá þótt Sveinbjörn Eyj- ólfsson hafi staðfest framboð sitt. fjallaði um jarðarkaupin í síðustu viku en Ingimar vann með skuld- settar bújarðir í starfi sínu í ráðu- neytinu. Kaupverðið var 85 milljón- ir og er jörðin veðbandalaus. Í þeirri umfjöllun kom fram að jörðin hefði verið skráð og seld í gegnum fasteignasala í Borgarnesi. Í vinnureglum um sölu fasteigna hjá Arion banka segir meðal annars: „Þegar fasteignasölur hafa fengið eign til sölu ber þeim að auglýsa eignina á heimasíðu sinni og á út- breiddum fasteignavef.“ Fréttatím- inn hefur ekki náð í fasteignasal- ann í Borgarnesi, Inga Tryggvason, til að spyrja hann um sölu eignar- innar. Ingi hefur í gegnum árin unnið oft fyrir Arion banka við sölu fasteigna. Vel kann að vera að jörðin hafi verið auglýst til sölu, líkt og regl- ur bankans gera ráð fyrir, en Arion hefur ekki sýnt fram á það. Fasteignir sem Arion banki tekur yfir á að auglýsa. Bankinn hefur ekki getað sýnt fram á að Grímstunga í Vatnsdal hafi verið auglýst áður en hún var seld til Ingimars Jóhannssonar árið 2012. Auglýsing um jörðina í Vatnsdal finnst ekki Viðskipti Grímstunga í Vatnsdal var seld til skrif- stofustjóra í landbúnað- arráðuneytinu á 85 milljónir króna 2012. Arion banki hef- ur ekki fundið auglýsinguna um jörðina. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Auglýsing um jörðina Grímstungu í Vatnsdal sem Arion banki seldi til Ingimars Jóhannssonar, þáverandi skrifstofustjóra í landbúnaðarráðu- neytinu, finnst ekki samkvæmt svari frá bankanum. Fréttatíminn Sakamál Þolandi hrotta- legrar árásar í Vestmanna- eyjum birti myndskeið af áverkum sínum á Facebook á fimmtudag. Ekki hefur verið farið fram á áfram- haldandi gæsluvarðhald yfir grunuðum manni vegna árásarinnar. Konan sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás í Vestmanneyjum um síðustu helgi hefur birt stutt mynd- brot af áverkum sínum á Facebook. Þar má sjá að konan er afmynduð eftir árásina sem átti sér stað að- faranótt sunnudags. 23 ára gamall Vestmannaeyingur situr í gæsluvarðahaldi sökum máls- ins en sá hefur neitað sök. Mann- inum er gefið að sök að hafa mis- þyrmt konunni með hrottafengnum hætti, meðal annars sparkað í and- lit hennar. Grunur leikur á að hann hafi einnig beitt hana kynferðis- legur ofbeldi Konan fannst við illan leik skammt frá skemmtistaðnum nokk- ur eftir að honum hafði verið lok- að. Þá hafði verið tilkynnt um málið til lögreglu, en hún sinnti því ekki fyrr en nokkru síðar. Nágranni kom auga á konuna, þar sem hún lá nak- in í sárum sínum, og kom henni til aðstoðar. Lögreglan í Vestmannaeyjum staðfestir að konunni hafi verið skipaður réttargæslumaður og að henni hafi verið boðin margvísleg aðstoð sem hún hafi ekki þegið. Þá hefur ekki verið tekin ákvörðun hvort farið verði fram á lengra varð- hald yfir manninum, en gæsluvarð- haldið rennur út síðdegis í dag. Mikil reiði er á meðal Vestmanna- eyinga vegna málsins, en fram kom í samtali við þá í Fréttatímanum í gær að þeir teldu árásina afar ófyr- irleitna, þá helst vegna þess að kon- an stendur höllum fæti félagslega og á erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér. | vg Líkamsárásin virðist hafa byrjað á Lundanum, þar sem maðurinn á meðal annars að hafa dýft andliti hennar ofan í öskubakka. Afmynduð eftir hrottalegt ofbeldi í Vestmannaeyjum Krísufundur um stöðu flokks og formanns Sigurður Ingi Jóhannsson hraðar sér úr þinghúsinu. Mynd | Rut Stjórnmál Sigurður Ingi Jóhannsson býður sig fram í fyrsta sæti Framsóknar- flokksins í Suðurkjördæmi á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í dag, laugardag. Fastlega er búist við því að skorað verði á hann að bjóða sig fram til formennsku á flokksþinginu í byrjun október. Þingflokk- urinn lýsti yfir stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugs- son í gær. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Samkvæmt heimildum Fréttatím- ans hefur Sigurður Ingi rætt við stuðningsmenn sína að undan- förnu. Þeir segjast bjartsýnir á að hann muni fara fram. Frammistaða Sigmundar Davíðs í leiðtogaumræð- um á RÚV, þar sem Wintris-málið var fyrirferðarmikið, þykir fremur ýta undir framboð Sigurðar Inga. Staða Sigmundar Davíðs og flokksins var rædd á þingflokks- fundi Framsóknarflokksins í gær, föstudag, daginn eftir umræðurnar. Fundurinn var þungur og erfiður, samkvæmt heimildum Fréttatím- ans. Sigurður Ingi yfirgaf fundinn laust eftir klukkan þrjú en aðrir þingmenn sátu áfram í tvo tíma til viðbótar. Sigurður Ingi hraðaði sér úr þinghúsinu og gaf ekki færi á spurningum og vék sér undan spurningum fréttamanna en eftir fundinn var því lýst yfir að sam- þykkt hefði verið að lýsa yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sveinbjörn Eyjólfsson á Nauteyr- um í Borgarfirði hefur boðið sig fram til formanns gegn Sigmundi Davíð en hann segist hafa rekið aug- un í að ekki væri gert ráð fyrir for- mannskjöri í dagskrá fundarins og gert athugasemd við það við skrif- stofu flokksins á þriðjudag. Skrif- stofan hefur þó ekki enn breytt dag- skránni. „Ég ímynda mér að þetta hafi sé fljótfærni fremur en her- fræði,“ segir hann.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.