Fréttatíminn - 24.09.2016, Side 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 24. september 2016
vélum og reiðbuxum tók undir
með honum. En sá sem þýðist að-
eins eigin rödd var líka mættur og
með gali sínu yfirgnæfði hann út-
færslu litla kórsins í kringum fjall-
kónginn á þessu vinsæla lagi. En
hver í ósköpum er þessi María?
Galsafengin hestamennska
„Það eru fáir sem ná að lifa af
hrossarækt eingöngu. Þetta er
ákaflega tímafrek atvinnugrein og
að mestu er það óbilandi áhugi á
hrossum og ástríðan sem rekur
fólk áfram. Allflestir hér í sveitinni
eru með þetta sem hliðarbúgrein
og starfa við annað meðfram.
Hjónin Guðlaug og Jón Ragnar,
eða Gulla og Nonni eins og allir
þekkja, eru þó undantekning og
reka hestaleiguna Galsa á Blöndu-
ósi. „Við riðum fyrsta daginn með
hópi af íslenskum ferðamönnum
frá Húnaveri og upp í Þverárdal og
þaðan yfir í Gautsdal. Frá Gautsdal
riðum við síðan yfir í Kirkjuskarðs-
rétt þar sem við sameinuðumst
öðrum ferðalöngum og gangna-
mönnum,“ segja þau hjón okkur
og halda áfram. „Þetta er vinna og
mikil fjárfesting, t.d. í hnökkum
og reiðtygjum. Svo þarf auðvitað
að járna öll þessi hross. En þetta
er mjög skemmtilegt og við erum
ákaflega ánægð með að aðsóknin
í hestaleiguna okkar (aðallega á
sumrin) hefur aukist um 100% frá
því í fyrra. Það er gefandi að standa
í þessu öllu og þetta skilar sér í
ákaflega glöðum viðskiptavinum
sem hreinlega bara knúsa mann í
bak og fyrir eftir reiðtúrana,“ segja
þau Gulla og Nonni og eru rokin af
stað í að sinna hópnum sínum.
Sumarhýran
Tveir ungir menn vappa í kring-
um hestinn Svala sem er orðinn
25 ára og er bundinn í múl. Þeir
setjast á hann berbakt til skiptis
og klappa honum og mæra gott
geðslagið. Fleiri karlar blanda sér
í hópinn og virða Svala fyrir sér
og skiptast á lýsingarorðum um
útlit og karakter. Svali er frekar
hissa eftir öll þessi ár að fá skyndi-
lega svona ómælda athygli, en
hann hefur varla þurft að ganga
við skeifu síðan hann skildi við
eiganda sinn fyrir 22 árum. Svali
var bara folald og Brynjólfur ung-
lingur þegar sá síðarnefndi fékk
hann í vinnulaun um haustið eftir
gott sumar á Geitaskarði. Svali fór
hinsvegar hvergi og varð eftir í um-
sjá Sigurðar frænda Ágústssonar
á Geitaskarði á meðan Brynjólfur
Stefánsson, eða Bryn eins og hann
er kallaður í New York af kollegum
sínum hjá Stanley Morgan, fór út í
heim að mennta sig og vinna í við-
skiptageiranum á Manhattan.
Svalur hafði notið sumarsins
í Laxárdal þetta árið eins og svo
mörg önnur hross og kom því með
stóðinu niður í Kirkjuskarðsrétt.
Siggi frændi tók sig til og járnaði
hestinn á staðnum. Það mátti lesa
úr andliti Brynjólfs að hann var
ekki alveg jafn yfirmáta ánægður
með þetta ráðslag og Siggi frændi,
en það var augljóst að Brynjólfur
hafði ekki annað val en að taka
upp þráðinn við Sval og ríða hon-
„Hestahvíslarinn“ Una Ósk Guðmundsdóttir fermdist á síðasta ári og er þegar
byrjuð að temja hestana í sveitinni.
15 smalamenn ráku 350 hross niður í Kirkjuskarðsrétt um síðustu helgi, sem höfðu notið sumarsins í Laxárdal.
Stelpurnar í anddyrinu búa sig undir að stíga á dansgólfið í félagsheimilinu á
Blönduósi í lok annasams dags í réttunum.
um niður í Skrapatungurétt. Í
Skrapatungurétt, þegar allt var yf-
irstaðið, brosti Brynjólfur hringinn
og reiðin á Svala gamla gekk vel,
„eins og í sögu“.
Hestahvíslarinn
„Hestahvíslarinn“ Una Ósk Guð-
mundsdóttir, sem fermdist í fyrra
og stundar nám við Grunnskólann
á Blönduósi, gæti vel verið systir
Sölku Völku ef hún væri skáldsaga.
„Una er mögnuð segir Edda Vig-
dís, stöðvarstjórinn á N1 á Blöndu-
ósi. „Una hefur einstakt lag á hest-
um og er þegar byrjuð að temja.
Hún hefur alltaf verið á hesti, ég
man eftir henni sem litlu barni
ríðandi berbakt en hún er mikið
„talent“ og á þetta milliliðalausa
samband við hestinn sinn.
Una geislar af himneskri ham-
ingju og það er dagsatt að það dró
frá sólu í fyrsta sinn á þessum degi
þegar Una birtist í Skrapatungu
eftir reið dagsins með Guðmundi,
pápa sínum, sem nælir sér í flís af
hákarli. En það eru hjónin í Skrapa-
tungu, þau Benedikt og Guðrún,
sem eru svona gestrisin og hafa
alltaf opið hús fyrir reiðmennina á
þessum síðasta áfangastaða dags-
ins. Bolla og hárkarl í boði hjón-
anna í Skrapatungu.
Brjóstagjöfin í miðri reið
Fjölmiðlafólkið frá Kaupmanna-
höfn, þau Dagný Kristjánsdóttir
ættuð frá Breiðavaði og Kristian
Jensen frá Árhúsum, tóku þátt í
réttunum með hálfs árs gamlan son
sinn. Að vísu hossuðust feðgarnir í
bíl á eftir Dagnýju sem reið á eftir
stóðinu í gegnum þetta hrjóstruga
landslag sem er ekki sjálfgefið að
nokkrum þyki fallegt nema hinn
sami hafi alist hérna upp og bund-
ist þessum þúfum af samúð og
væntumþykju yfir tryggð þeirra
um að láta kyrrt liggja þrátt fyrir
að sveitastúlkan komi æ sjaldnar
að vitja þeirra.
Foreldrarnir og „lillemand“, sem
búa á Nörrebro í Kaupmannahöfn,
skruppu heim í haustið til þess
að sýna íslensku fjölskyldunni á
Breiðavaði nýja manninn og þá
var ákveðið að skella sér í rétt-
irnar. Dagný reið á hestinum sín-
um og Kristian keyrði á eftir með
„lillemand“. Fjölskyldan sameinað-
ist á áningarstöðum og Dagný fann
næstu laut og skellti „lillemand“ á
brjóst.
Systurnar
Reiðtúrinn sjálfur endar í Skrapa-
tungurétt þar sem hrossin bíða yfir
nótt þar til réttað verður að morgni
sunnudags. „Það er nauðsynlegt að
mæta á ballið í kvöld, það er hluti
af stóðréttarstemningunni,“ segja
systurnar í kór, þær Sara og Ragn-
heiður Kristjánsdætur frá Blöndu-
ósi.
Sara en nýflutt aftur heim eftir
nám fyrir sunnan og er nýtekin við
stöðu félagsmálastjóra sýslunnar
og Ragnheiður býr með sjómanni
og börnum í Grundarfirði. „Það er
líkt og óklárað verk að mæta ekki
á ballið í Félagsheimilinu í kvöld.“
Lýkur dagsverkinu með trukki
Trukkarnir standa á sviðinu í
gamla félagsheimilinu á Blöndu-
ósi. Allt eru þetta bændasynir úr
sveitinni, utan einn sem er frá
Blönduósi og spilar á harmónikku
og hljómborð. „Sveitarfélögin fjög-
ur í sýslunni ættu að taka sér þessa
drengi til fyrirmyndar og samein-
ast. Það yrði meira trukk í því fyrir
íbúa svæðisins,“ segir einn aðdá-
andi hljómsveitarinnar.
„Komdu sæll og blessaður“
Lagið „Mustang Sally“ hljómar
frá Trukkunum og fólk flykkist á
„Það er líkt og óklárað
verk að mæta ekki á ballið
í Félagsheimilinu í kvöld.“
Munndreifitöflur
250 mg
Pinex®
Smelt
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
A
ct
av
is
5
1
1
0
7
2