Fréttatíminn - 24.09.2016, Page 24
Saga Andra Snæs Magna-sonar af viltu og frjálsu geimbörnunum, sem lifa á bláum hnetti langt úti í geimnum, ratar nú aftur á
leiksvið. Ný uppsetning á Sögunni
af bláa hnettinum verður frum-
sýnd í Borgarleikhúsinu í dag.
Uppfærslan er mikil litasprengja
en litríkir búningar leika stórt
hlutverk í uppfærslunni.
„Þetta er heillandi heimur sem
ég fæ að vinna með og taka þátt í
að upplifa,“ segir María Th. Ólafs-
dóttir búningahönnuður sem
fékk það spennandi verkefni að
hanna búninga í sýninguna, meðal
annars á þau tuttugu og tvö börn
sem taka þátt í sýningunni. „Þess-
ir krakkar eru allir fullir af lífi og
fjöri, frábært ungt hæfileikafólk og
það eru mikil forréttindi að vinna
með þeim.“
Margir þekkja vel til Sögunnar
af bláa hnettinum, sem sló í gegn
um síðustu aldamót og hefur ratað
víða um lönd. „Ég hef auðvitað
lesið bókina fyrir börnin mín,“
segir María. „Mér finnst hún alveg
frábær og hún hefur skilaboð sem
eru svo mikilvæg í dag. Áherslan á
náungakærleikann er dýrmæt og
það að fara vel með þetta heimili
okkar, hnöttinn. Þetta hittir beint
í mark og við þurfum að hlusta og
taka þetta alvarlega.“
Það er gleðin sem María leggur
mesta áherslu á í litríkum bún-
ingum sýningarinnar. „Þó að
ógn steðji að þá kemur hún að
utan inn í heim sem er algóður
og bjartur. Ég vildi því hafa þetta
ljóst og bjart. Í vor hafði ég verið
að lesa um sjaldgæfa fugla sem
fundust á eyju í suðurhöfum. Hver
einasti þeirra var sérstakur og
þetta kveikti eitthvað í mér. Ég sá
fyrir mér að börnin væru eins og
einstakir geimfuglar, hvert með
sitt sérkenni.“
Þegar kom að hönnun bún-
ingana kom endurvinnsla upp í
huga Maríu, í takt við náttúru-
verndarboðskap verksins. „Hér í
Borgarleikhúsinu eru auðvitað til
ógrynni af afgöngum af fallegum
efnum. Ég fór í gegnum þá og tók
mér til handargagns það sem greip
augað og flokkaði niður í hrúgur.
Þetta varð bráðskemmtileg fjár-
sjóðsleit sem ég fór í og teiknaði
svo búningana út frá hrúgunum.
Á endanum verður hver karakter
til úr einni hrúgu. Þetta var ekki
auðvelt en saumastofan hér í hús-
inu gerði náttúrulega kraftaverk í
að koma þessu saman. Úr verð-
ur undraheimur sem er í takt við
verkið og söguna.“ | gt.
24 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 24. september 2016
Suðrænir fuglar
mótuðu búninga
á bláa hnettinum
Sýningin á Sögunni af Bláa hnettinum í Borgarleikhúsinu er mikil litasprengja.
Ljós og litríkir búningar setja mikinn svip á sýninguna. Mynd | Grímur Bjarnason
María Th. Ólafsdóttir, búningahönnuð-
ur, tekur þátt í að skapa litríkan heim í
sýningunni um börnin á bláa hnettin-
um. Hún leitaði til suðurhafa eftir
innblæstri. Mynd | Rut
Hvað fólk spyr um á stefnumót-
um veltur á ýmsu, til dæmis aldri
og reynslu þeirra sem tala saman
og vilja kanna rómantískan áhuga
hins aðilans. Það er ekki óalgengt
að spurningarnar byrji á orðun-
um: Hvert er uppáhalds X þitt? Þá
er oft spurt um kvikmyndir, leik-
ara, liti og ekki síst tónlist. Það er
gömul saga og ný að tónlistin getur
brætt saman hjörtun.
Nú hefur stefnumótaappið
Tinder, sem leynist í símum fjöl-
margra nú til dags, tengt sig við
tónlistina og þar með mögulega
komið í veg fyrir slatta af vand-
ræðalegum samtölum þegar not-
endur þess hittast í raunheimum.
Um er að ræða samstarf Tinder
og Spotify tónlistarveitunnar, þar
sem notendum er leyft að bæta
uppáhalds laginu sínu við prófíl-
inn sinn í appinu. Notendur þurfa
ekki að vera áskrifendur tónlist-
arveitunnar til að geta spilað sín
einkennislög fyrir vonbiðlana. Á
Tinder eru um 50 milljón virkir
notendur, þannig að víst er að tón-
listarsmekkurinn hjá öllum þeim
fjölda er nokkuð breiður.
Tónlist hefur í gegnum tíðina
reynst mörgum ágæt leið til að
brjóta ísinn og þarna er því komin
ný leið til að sigta út vitleysing-
ana. | gt
Fimm lög sem gætu
unnið gegn manni
á Tinder
I Was Made For Loving You
Kiss
Slakaðu aðeins á félagi.
I Put a Spell on You
Nina Simone
Ertu norn?
I Will Always Love You
Whitney Houston
Full ákaft val. Ertu alveg viss?
I Wanna Sex You Up
Color Me Badd
Ok, alveg rólegur félagi!
Every Breath You Take
The Police
Jæja. Þetta er verulega krípí!
Tónlistin
á Tinder
Allir vita að tónlistar
smekkur getur skipt
sköpum við makaleit.
Nú hefur nútíma tólið við
þá leit, tilhuga lífsappið
Tinder, tekið þessa stað
reynd til skoðunar og bætt
þjónustuna. Þar ætti því að
vera auðveldara að sigta út
í framtíðinni.
Tónlistarsmekkur getur haft áhrif á rómantíkina. Nú kemur Tinder til hjálpar eða
flækir þetta bara enn frekar.
Erfitt getur verið að finna
réttu myndina í hinu enda
lausa og frábæra úrvali Riff
kvikmyndahátíðarinnar
og vill því Fréttatíminn
auðvelda þér valið. Í boði
er fjöldinn allur af róman
tískum kvikmyndum frá
öllum heimshornum sem
mælt er með til að ylja köldu
hausthjarta.
Kvikmyndirnar sem gætu glatt
rómantíkerinn á Riff eru til dæm-
is norska myndin Allt hið fagra/
Alt det vakre, eftir Aasne Vaa
Greibrokk um par sem hittist á ný
eftir 10 ár og erfið sambandsslit
og Sundáhrifin/L’effet aguatique,
eftir Sólveigu Anspach og Jean-Luc
Gaget. Hún er um Samir sem skrá-
ir sig á sundnámskeið, vel syndur,
til að heilla konuna sem hann er
skotinn í.
Fréttatíminn er helst spenntur
að sjá myndina Dýrafræði/
Zoology, eftir Ivan I. Tverdovsky.
Myndin fjallar um miðaldra starfs-
mann dýragarðs sem býr enn með
móður sinni, henni Natöshu sem
óvænt vex á hali. Natasha nýtir
hinn nýja líkamspart til þess að
endurskilgreina sig sem mann-
eskju, sem konu. Hún ákveður að
skammast sín ekki fyrir halann og
ákveður að byrja í sambandi með
manni sem finnst hún vera aðlað-
andi og skoðar hvernig er að vera
kynþokkafull með þennan nýja
líkamspart. Hvernig hagar kona
sér með hala ástarlífi sínu?
Rómantískt Riff:
Hvernig hagar kona sér
með hala ástarlífi sínu?
Natöshu vex óvænt hali í
myndinni Zoology