Fréttatíminn - 24.09.2016, Page 39
„Þegar ég lygni aftur augunum og
hugsa: „Hvernig gæti Reykjavík orði
enn þá betri,“ er bara eitt sem kem-
ur upp í hugann: Bar með ónýtri
þvottavél út á miðju gólfi.
Ég er búin að vera að horfa svo
mikið á bresku sjónvarpsþættina
Peep show. Vinur minn reyndi lengi
að fá mig til að horfa á þá en ég
hélt, út af nafninu, að þeir væru um
strípisýningar og ég er löngu búin
að fá minn æviskammt af þeim. En
svo ákvað ég loksins að gefa þeim
séns og vá hvað ég hef skemmt
mér mikið yfir þeim. Ein vinkona
mín hefur verið að suða í mér að
horfa aftur á Friends þættina en
mér leiðast svona þættir um fallegt,
vel innrætt fólk sem er að böggl-
ast með öll ástarsamböndin sín og
starfsframann. Ekkert í mínu lífi
lætur mig tengja við þessi um-
fjöllunarefni. En í Peep show, hins
vegar, finnst mér bara verið að fjalla
um mig og mínar tilfinningar, ég
meina: misheppnaðar viðreynslur,
ömurlegar ferðir út á land og reyna
að taka þátt í 3-some-i en í staðinn
fyrir að finnast það gaman langar
þig bara að fara að gráta? Það
hljómar nú bara nokkurn veginn
eins og síðasta vika hjá mér.
Ég mæli með því að þið horfið á
þá um helgina. Á meðan ætla ég að
drösla ónýtu þvottavélinni minni út
á mitt stofugólf. Ég er viss um að
þá verður enn þá skemmtilegra að
detta í það á mánudaginn.“
Sófakartaflan
Kamilla einarsdóttir
Peep show fjallar um mig og mínar tilfinningar
Gestur spjallar við
gesti
N4 þriðjudag kl. 19.30 Hvítir
mávar
Hinn kunni fjölmiðlamaður
Gestur Einar Jónasson fær til sín
skemmtilegt fólk í spjall.
Bridget með tvo
í takinu og barn í
maganum
Sambíóin og Laugarásbíó
Bridget Jones's Baby
Bridget Jones siglir inn í fimm-
tugsaldurinn í glænýjum kafla,
nú orðin einhleyp, á fullu í rækt-
inni og vinnur sem framleið-
andi hjá sjónvarpsstöð. Hlutirnir
ganga vel og heldur hún ágætu
sambandi við fyrrverandi, Mark
Darcy, en vinnan og félagslíf-
ið hefur forgang hjá henni fram
yfir karlmenn. Það tekur þó ekki
langan tíma fyrir hana að falla
fyrir myndarlegum Ameríkana að
nafni Jack sem er allt það sem
henni þykir Darcy ekki vera. Lífið
hjá Bridget umbyltist enn meira
þegar hún kemst að því að hún er
ófrísk, en ekki alveg viss um hvor
sé faðirinn, nýi kærastinn eða
Mark.
Garnið tengir okkur
Bíó Paradís laugardag kl. 18
Yarn/Garn
Hið gamalgróna prjón og hekl er
orðið partur af vinsælli bylgju í
nútíma og götulist. Við fylgjumst
með alþjóðlegu lista- og hand-
verksfólki útfæra þetta listform
hvert á sinn hátt. Þetta litríka
og alþjóðlega ferðalag byrjar á
Íslandi og varpar meðal annars
ljósi á það hvernig garn tengir
okkur öll á einn eða annan hátt.
Leikstjóri: Una Lorenzen, Heather
Millard, Þórður Bragi Jónsson.
Leiðist Friends Kamilla vill frekar horfa á þætti þar sem hún tengir við umfjöllunarefnið.
Við ferðuðumst heimshorna á milli í
leit að baunum í nýjustu kaffiblönduna
okkar. Mikið brennt og kröftugt kaffi
sem vekur bragðlaukana.
leggur heiminn að vörum þér
EXPRESSÓ
Dökkur
kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bol
la
k
aff
itá
R
f
rá
bý
li
í b
ol
la
ka
ff
itá
r
f
rá
býli
í boll
a
NÝTT
…sjónvarp11 | amk… LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2016