Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 25.11.2016, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 25.11.2016, Blaðsíða 32
Sólveig Jónsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Við förum um borð. Það er kalt.“ Þannig hljóð-ar fyrsta Twitter-fær-slan á notendanafninu @TwoWomenTravel frá því í ágúst. Meðfylgjandi er mynd af flugvél á flugvellinum í Dublin. Forsætisráðherra Írlands, Enda Kenny, er taggaður í færsluna og í þær sem á eftir koma. Eins og notendanafnið gefur til kynna er tilgangurinn að segja frá ferðalagi tveggja kvenna. Þær eru á leiðinni frá heimalandi sínu, Írlandi, yfir til Englands. Þar er önnur þeirra að fara að gangast undir fóstur- eyðingu. Hin er henni til halds og trausts. Þær nýta sér nafnleysi á meðan þær miðla reynslu sinni, eru andlitslausir fulltrúar þúsunda írskra kvenna sem hafa lagt upp í þessa sömu för á undan þeim. Kvíðinn í orðunum er áþreif- anlegur, aðstæðurnar allt annað en hversdagslegar. Ferðalagið er skrásett, allt frá strætóskýlum, bið- stofum og spítalagöngum. Leigu- bíllinn á gistiheimilið eftir að að- gerðin hefur verið framkvæmd. Blóðugt lak í rúminu morguninn 32 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 25. nóvember 2016 „Einmana konan á biðstofunni er sennilega írsk“ Áttunda viðbót írsku stjórnarskrárinnar var lögfest í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1983. Hún kveður á um að líf fósturs skuli lagt að jöfnu við líf móður en fóstureyðing er bönnuð á Írlandi, utan afar sjaldgæfra undantekningartilvika. Frá árinu 1980 hafa meira en 167.000 írskar konur og stúlkur farið í fóstureyðingu utan landsins. Krafan um að fella áttundu viðbótina úr gildi verður sífellt háværari. Mótmælendur safnast saman í Dublin í kjölfar dauða Savitu Halappanavar. Savitu var meinað um fóstureyðingu eftir að ljóst var að barnið sem hún bar undir belti myndi ekki geta lifað utan líkama hennar. Eftir að hafa fætt lífvana fóstur fékk Savita blóðeitrun og lést. eftir. Samkvæmt upplýsingum breska heilbrigðisráðuneytisins fóru 3451 kona frá Írlandi til Bret- lands árið 2015 til þess að fara í fóstureyðingu, eða um tíu konur á dag. Engar áreiðanlegar heimildir eru til um fjölda þeirra sem fara til annarra Evrópulanda til að gang- ast undir fóstureyðingu. Rétturinn til lífs 1861 gengu í gildi lög á Írlandi sem kváðu á um að sækja mætti til saka konur sem með einhverjum úrræð- um framkölluðu fósturlát. Að að- stoða konu eða stúlku á einhvern hátt við slíkt var einnig refsivert og viðurlögin við hvoru tveggja var lífstíðarfangelsi. Þjóðaratkvæðagreiðsla um grein 40.3.3. í írsku stjórnarskránni fór fram árið 1983. Þar var á ferð átt- unda viðbótin við stjórnarskrá landsins en í henni fólst að réttur fósturs til lífs væri jafn rétti móður til lífs og að hinu opinbera bæri að vernda þennan rétt ófædds barns með lögum. Um helmingur þjóðar- innar kaus og áttunda viðbótin var samþykkt með 67% atkvæða. Sama ár lá Sheila Hodgers, tveggja barna móðir, á Our Lady of Lourdes sjúkrahúsinu í Drogheda í nágrenni Dublin. Sheila var barns- hafandi og barðist á sama tíma við brjóstakrabbamein. Á degi heilags Patreks fæddi hún stúlkubarn sem lést nokkrum mínútum síðar. Krabbameinsmeðferðin hafði verið stöðvuð eftir að í ljós kom að Sheila var ófrísk þar sem læknar álitu að meðferðin gæti skaðað fóstrið. Af sömu ástæðu hafði henni ver- ið neitað um röntgenmyndatöku og verkjastillandi meðferð. Sheila Hodges lést 19. mars 1983, 27 ára gömul. Tilfelli „X“ Hópur námsmanna var sóttur til saka árið 1989 fyrir að dreifa upp- lýsingabæklingum til samnemenda sinna um heilsugæslustöðvar á Englandi þar sem fóstureyðingar voru framkvæmdar. Að lokum var málinu vísað til Evrópudómstóls- ins sem úrskurðaði að samkvæmt Rómarsáttmálanum, sem aðildar- ríki EES höfðu samþykkt, gæti fóst- ureyðing flokkast undir þjónustu. Þar af leiðandi gætu aðildarríki ekki bannað dreifingu upplýsinga um heilsugæslustöðvar eða spít- ala sem veittu umbeðna þjónustu í öðru aðildarríki. Upp úr 1990 komu upp sífellt fleiri mál sem vöktu ekki aðeins athygli út fyrir Írland heldur einnig innan írsks samfélags og fóru að skapa enn meiri umræðu um endurskoðun laga um fóst- ureyðingar. Tilfelli „X“ var eitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.