Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 25.11.2016, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 25.11.2016, Blaðsíða 54
54 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 25. nóvember 2016 Albaníu að þau ætli að hefja leit að jarðneskum leifum 6000 manna sem hurfu sporlaust á tímum Hoxha. Þannig endurtekur mannkynssagan sig, fyrst í skáldskap og svo í raun- veruleikanum. Sú Albanía sem hann tók við var þó afskaplega frumstæð – iðn- byltingin kom ekki til Albaníu fyrr en með Hoxha og 80 prósent lands- manna stunduðu landbúnað fyrir heimstyrjöldina, jafnstór prósenta var ólæs – og það má bókaormur- inn Hoxha eiga að hann kenndi þeim að lesa. Hins vegar hafði hann vafasöm áhrif á hártísku karlmanna þjóðarinnar. Þegar ljósmyndir í Þjóðminjasafninu í Tírana eru skoð- aðar þá eru albanskir karlmenn upp til hópa afskaplega vígalegir með sítt skegg og enn síðari makka – en eftir að Hoxha tók við urðu karlmenn að gera svo vel að skera hár sitt og skegg til að vera yfirvöldum þóknanlegir. Kapítalistaklaufar og gnarrískur borgarstjóri En hvernig rímar þetta allt saman við nútímann, við landið sem Kevi litli fæddist í tæpum aldarfjórðungi eftir að kommúnisminn leið undir lok? Albanía hefur vissulega opnast og hún er ólíkt frjálsari en áður – en hún er þrátt fyrir það á vissan hátt ennþá eitt lokaðasta land Evrópu og landlæg spilling getur gert landið óbærilegt að búa í fyrir þá sem lenda upp á kant við vitlausa aðila. Þjóðin keppir við Moldóvu um titilinn fá- tækasta land álfunnar og er enn að súpa seyðið af kapítalisma og komm- únisma fortíðarinnar. Já, kapítalisma, því eftir að komm- únisminn féll tóku nefnilega við einhverjar misheppnuðustu frjáls- hyggjutilraunir í gervöllu austrinu. Pýramídasvindl og stjórnlaus kap- ítalismi réðu ríkjum í tæpan áratug, oft að undirlagi stjórnvalda, og svo bættist við flóttamannastraumur í kjölfar Kósóvóstríðsins, sem snerti Albaníu á margvíslegan hátt. Ástandið hefur batnað síðan – en spilling grasserar ennþá og landið er ennþá bláfátækt og stéttaskipting mikil. Þegar ég kom þangað fyrst fyrir tæpum áratug virtist forn- eskjan í fyrstu mikil – í Shköder sá maður jakkafataklædda menn á hjól- um og fyrir utan fúrgoninn minn (litlar rútur sem sjá um almennings- Karlmennskueiður Kanún-lögin snúast ekki bara um blóðhefnd. Albanía er mjög kar- lægt þjóðfélag, þar sem erfið- isvinna lendir oft mest á konum og þær höfðu lengi lítið um það að segja hverjum þær giftust. En þar bauðst þó konum eitt sem þeim bauðst hvergi annars staðar; að gerast karlar. Til þess þurftu þær að sverja karlmennskueið sem og skírlífseið – og með því gátu þær bjargað sér frá ástlausu hjóna- bandi ef svo bar undir og öðlast allt það frelsi sem konum var annars neitað um. Þessar karla- konur máttu drekka raki, reykja sígarettur og skjóta af byssum eins og hver annar karlmaður. Þær klæða sig líka eins og karlar og klipptu sig eins og karlar og tóku sér karlmannsnafn. Nýleg ítölsk-albönsk kvik- mynd, Karlmennskueiður (Vergine giurata, Sworn Virgin á ensku) lýsir þessu hlutskipti ágætlega, en hún fjallar um karl-konu sem ákveður eftir fjórtán ár sem karl að gerast kona aftur. Edi Rami. Listamaðurinn sem varð borgarstjóri og forsætisráðherra. Götulíf í Tírana. samgöngur Albaníu) voru sárafáir bílar á götunum. Það breyttist þó þegar maður kom til höfuðborgarinnar, Tírana, en þar mátti sjá handbragð Edi Rama út um allt. Hann var myndlistarmað- ur áður en hann varð borgarstjóri upp úr aldamótum og lýsti borgar- stjórastarfinu svona: „Þetta er ein mest spennandi vinna í heimi, af því ég get skapað og barist fyrir góðum málefnum á hverjum degi. Það að vera borgarstjóri í Tirana er hæsta stig konseptlistar, það er list í sinni tærustu mynd.“ Sem listamaður tókst Rama að breyta ásýnd Tirana þrátt fyrir að borgin væri á kúpunni. Hann greip til einfalds bragðs sem hann hafði lært í listinni; að mála. Hús- in voru grá og guggin, gráminn var yfirþyrmandi. Þannig að hann gaf íbúum niðurníddustu og gráustu blokkanna litríka málningu. Það var enginn peningur til að leggjast í miklar framkvæmdir, ráða innan- húsarkítekta, skipta um innbú og hvað þá að byggja upp á nýtt. En þess þurfti ekki nauðsynlega, í bili var meira en nóg að fá bara smá lit. Grámygluleg hverfi breyttust í litrík og glaðleg hverfi, full af röndóttum, marglitum og fallegum húsum. Þetta virtist smitast út í borg- arsamfélagið, fólk fór að skapa nærumhverfi sitt upp á nýtt. Eitt dæmi er forljótur pýramídi sem ar- kítektinn dóttir Hoxha teiknaði upp í valdabrjálæði sínu. Núna nota börn og unglingar þennan risapýramída sem rennibraut. Aðaltorgið er fullt af klessubílum sem krakkar leika sér í og gamlar konur labba þar óáreittar í gegn á meðan krakkarnir klessa á bíla hvors annars, traustið er full- komið. Það er að segja á milli gömlu kon- unnar og krakkana á klessubílun- um. Rama reyndist hins vegar ekki bara vera hugmyndaríkur heldur líka spilltur eins og forverar hans, með milljónir geymdar á aflands- reikningum. Hann varð þrátt fyrir það forsætisráðherra stuttu eftir að hann var borgarstjóri og er það enn. Maður skynjar vanda Albana í dag dálítið þannig að þeir séu enn- þá að læra á lýðræði og kapítalisma, þeir eru jafn óvanir hvoru tveggja, hafa litla tilfinningu fyrir því hvern- ig þessi kerfi virka og eru ennþá að átta sig á göllunum, sem var mögu- lega ástæðan fyrir því að þeir leyfðu kapítalismanum að vera nær óheft- ur um stund, með skelfilegum af- leiðingum. Þeir virðast líka einfaldlega vera klaufalegir kapítalistar. Fáeinir glúrnir kynningarfulltrúar færu til dæmis létt með að margfalda túris- mann í landinu – þetta er land sem bíður þess að vera uppgötvað, en gerir ósköp lítið í því að láta vita af sér. En ferðalangur til Albaníu upplif- ir gestgjafana töluvert öðruvísi en hershöfðinginn í sögu Kadaré. Á móti honum tekur hlédrægt en hlý- legt fólk, fólk sem ennþá er örlítið hissa að sjá ferðamenn og nálgast þá af ósvikinni forvitni um þessa fáeinu gesti sem rata til þeirra. Maður skynjar vanda Albana í dag dálítið þannig að þeir séu ennþá að læra á lýðræði og kapítalisma, þeir eru jafn óvanir hvoru tveggja, hafa litla tilfinn- ingu fyrir því hvernig þessi kerfi virka og eru ennþá að átta sig á göllunum, sem var mögulega ástæðan fyrir því að þeir leyfðu kapítalismanum að vera nær óheftur um stund, með skelfilegum afleiðingum. 12.999 kr. ALICANTE f rá T í m a b i l : d e s e m b e r 2 0 1 6 - j a n ú a r 2 0 1 7 7.999 kr. BERLÍN f rá T í m a b i l : d e s e m b e r 2 0 1 6 - m a rs 2 0 1 7 9.999 kr. FRANKFURT f rá T í m a b i l : d e s e m b e r 2 0 1 6 - m a rs 2 0 1 7 10.999 kr. SALZBURG f rá T í m a b i l : d e s e m b e r 2 0 1 6 - f e b rú a r 2 0 1 7 15.999 kr. BOSTON f rá T í m a b i l : d e s e m b e r 2 0 1 6 - m a í 2 0 1 7 *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró. 20% afsláttur 20% afsláttur Fáðu enn lægra verð! TIL ALLRA WOWFANGASTAÐA WOW! Fjólublár föstudagur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.