Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 25.11.2016, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 25.11.2016, Blaðsíða 66
66 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 25. nóvember 2016 Veljum hríslenskt. NÝTT! FREYJU KARAMEL LU BRAGÐ Þrjár stúlkur helga sig listinni Af hverju viltu verða listakona? Fréttatíminn ræddi við þrjár níu ára gamlar stúlkur sem eiga það sameiginlegt að vilja leggja listina fyrir sig. Þær Úlfhildur, Emelía og Kamilla Ása greina frá draumum sínum sínum og áhrifavöldum. Alda Lóa Leifsdóttir aldaloa@frettatiminn.is „Ég lék blátt snjókorn“ Kamilla Ása Níelsdóttir er níu ára og nemandi í 4. bekk Álfhólsskóla. Hana langar pínu að verða leik-kona og pínu listakona og kannski smá flugfreyja. „Mamma er sko flugfreyja,“ bætir Kamilla við. „Það eru aðallega leikarar í minni fjölskyldu ég veit ekki hvort að það er listafólk í fjölskyldunni, en það er allavega einn alþingis- maður.“ Sjálfri finnst mér gott að mála og dunda mér og gott að gera eitthvað sem gerir heiminn flott- ari. Ef það væri engin list þá væri dálítið tómlegt. Til dæmis hérna í skólanum mínum, ef við hefð- um ekki búið til Bangsimon þá væri mjög tómlegt hérna.“ Kamilla og vinir hennar í klúbbastarfinu hönnuðu og saumuðu Bangsimon og hann er alltaf hérna í sófanum fram á gangi í Álfhólfsskóla. Ef ein- hver er leiður í skólanum og þarf knús þá má alltaf knúsa „knúsi- bangsann“. Kamilla er viss um að listin bæti heiminn og á einn uppáhaldslistamann sem málar vatnaliljur. „Ég hef málað með mömmu, við gerðum ávaxtamynd saman, hún gerði perur og epli og ég gerði kíwi og banana, segir Kamilla. „Mamma kenndi mér að mæla stærðirnar með þumalputtanum. Mamma er eiginlega líka dáldið listakona. En ég hef líka leikið. Ég lék bláa snjó- kornið í leikritinu „Rödd hinna bráðnuðu snjókorna“ þar sem all- ir léku aðalhlutverk en ég lék þó mesta aðalhlutverkið af því að ég söng lengsta lagið.“ „Væri ónýt ef ég væri ekki í dansi“ Úlfhildur Tómasdóttir ætlar að verða lista-kona. Hún er níu ára nemandi í Vestur-bæjarskóla en sækir einnig dansnám hjá Birnu Björns og leirlistarnámskeið í Myndlist- arskóla Reykjavíkur. „Listin róar mig og gefur mér góða líðan,“ segir Úlfhildur ákveðin. En áhugasvið hennar er dans, leik- og sönglist og einnig fatahönnun. Ég hef saumað föt á Leó, köttinn minn og prjónaði trefil sem ég er búin að týna. Úlf- hildur ætlar sér ekki að svelta fyrir listina, „ég þarf samt að eiga allt það nauðsynlegasta.“ Hún hugsar sér að eiga fatahönnunastarfið sem ígrip á milli verkefna, þegar hún er að hvíla sig frá sviðslistinni. En stórkostlegasti listviðburð- ur sem hún hefur upplifað voru tónleikarnir með Justin Bieber í haust, „maður fékk að sjá Biber í alvörunni, og hann er bara bólu- grafinn unglingur,“ segir Úlhildur og hlær. Hún er með fjórar myndir af honum uppi á vegg hjá sér en hann er langt frá því að vera henn- ar fyrirmynd. „Það eru hinsvegar asískir krakkar sem ég fylgist með á youtube. Ég hlusta mikið á þau og hermi eftir dansinum þeirra.“ Einnig er Arianne Grande í uppá- haldi hjá Úlfhildi. „Fyrirmynd mín úr myndlistar- heiminum er Melkorka, systir mín, en hún er ljósmyndari og teiknari í listaskóla í New York en ég er ekki mikið fyrir að teikna,“ segir Úlf- hildur sem var ljúka við stórglæsi- legt þrívíddar jólakort handa Mar- gréti vinkonu sinni.„Ég er meira fyrir að renna og móta og að búa til skúlptúra úr rusli og dóti sem á að henda. Ég er hrifin af endurvinnslu listaverkum,“ segir Úlfhildur sem stefnir á Listaháskólann, en ætlar fyrst að klára Vesturbæjarskóla, Hagaskóla og Verslunarskólann áður en listanámið verður tekið föstum tökum. „Alveg sama þótt ég verði fátæk“ Emelía Ástudóttir Eyjólfs-dóttir er harðákveðin að fara í Listaháskól-ann þegar að því kemur. Hún er níu ára nem- andi í Barnaskóla Reykjavíkur og stundar jafnframt því píanón- ám í Do re mí. „Ég ætla að læra, myndlist, sönglist og leiklist. Ég ætla að safna prófum í öllum þessum greinum og eiga þannig auðveldara að finna mér vinnu.“ Emelía óttast samt ekki fátækt ef það mun fylgja starfi hennar. „Mér finnst svo gaman að gera list að ég held að mér væri alveg sama þótt ég yrði fátæk,“ segir hún og dreg- ur fram bunka af myndum sem hún hefur teiknað með kúlupenna og blýanti. Emelía er tíður gestur í Nexus þar sem hún sækir andagift sína í myndablöð. Hún er mjög hrifin af ofurhetjum og fer þar Spiderman fremstur í flokki. Ég teikna mikið upp úr teikniseríum og mynda- blöðum. Blöðin sem ég les eru öll á ensku sem ég skil mjög vel, en ég hef samt aldrei farið til útlanda og hef reyndar engan áhuga á því. Bekkjarsystir mín trúir því ekki og spurði mömmu hvort það gæti verið satt.“ „Myndlistarhæfileika mína hef ég úr fjölskyldunni. Amma er mjög góður teiknari og hefur kennt mér mikið. Hún er þannig séð ekki listakona en hún vinnur á Kleppi. Uppáhalds listamenn og fyrirmyndir Emelíu eru Picasso og kona sem ætlaði að verða læknir en lenti í strætóslysi og fór að mála myndir af sjálfri sér og sálarástandi sínu. „Við vorum að prófa að gera svona myndir í skólanum um daginn, við áttum að teikna og lýsa því hvernig okkur liði.“ Ég gerði myndir af leikhúsgrímum, ein sem brosir og önnur með skeifu, rigningu og sól, heilt hjarta og brotið hjarta. Þetta lýsti því að mér leið þarna á milli, ekki glöð en ekki leið, mér leið bara venjulega, segir Emelía og setur upp svona hlutlausan svip. Úlfhildur er með fimm myndir af Justin Bieber upp á vegg hjá sér og svo safnar hún líka úlfum. Myndir | Alda Lóa Emelía stefnir á nám við Listaháskól- ann og ætlar að leggja fyrir sig mynd- list, söng- og sviðslist. Kamilla með knúsibangsann sem hún og vinir hennar í klúbbastarfinu skópu saman. páska ferð Dvalið í höfuðborginni Delhi sem er sjóðheitur suðupottur menningaráhrifa frá tímum búddadóms, hindúa, múslima og Breta. Til Agra sem státar af þremur stöðum á heimsminjaskrá UNESCO og er Taj Mahal þeirra frægastur. Til að loka hinum Gullna þríhyrningi er næst haldið til Jaipur sem jafnan er kölluð „bleika borgin“ vegna fjölda bygginga í þeim lit. Í borginni Varanasi fáum við að kynnast hinu kaótíska og iðandi mannlífi sem víða einkennir Indland. Niður hið helga fljót Ganges og fylgjumst með borginni vakna. Það er ógleymanleg lífsreynsla að sjá borgarbúa þvo sér í hinu helga vatni. Stórkostleg litadýrð, fjölbreytt mannlíf og fegurstu mannvirki jarðar. Indland bíður þín. ÞÉTT OG HNITMIÐUÐ FERÐ UM GULLNA ÞRÍHYRNING INDLANDS 8.–19. APRÍL, 12 DAGAR 489.000 KR.* farvel.is farveltravel farvel_travel farvel@farvel.is415 0770 *Verð per mann í tvíbýli. Nánari upplýsingar á vefsíðu Farvel. eldar indlands FARARSTJÓRN: PÉTUR HRAFN ÁRNASON Taj Mahal, Agra, Jaipur og Ganges-fljót Njóttu fimmtudags, föstudags & laugardags með okkur auglysingar@frettatiminn.is | 531 3310
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.