Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 25.11.2016, Blaðsíða 74

Fréttatíminn - 25.11.2016, Blaðsíða 74
Vandræðaleg Mariah Mariah Carey varð ansi vandræðaleg þegar spjallþáttadrottningin Ellen DeGeneres spurði hana út í sambandsslitin við James Packer, þar sem hún var gestur hjá henni í vikunni. Ellen spurði söngkonuna hvernig henni liði og hún sagðist hafa það fínt. Bætti svo við að allt gerðist af einhverri ástæðu og það ætti líka við um sambandsslitin. Það væru góðar ástæður fyrir því þetta hefði farið svona. Þegar Ellen hélt áfram að spyrja þá viðurkenndi Mariah að hún ætti erfitt með að tala um sam- bandsslitin að svo stöddu. „Ég ætla því frekar að hrósa þér fyrir þess- ar skreytingar sem þú ert með, þær eru frábærar,“ sagði Mariah við Ellen og þar með hafði hún náð að beina athyglinni að öðru. Græðir á veikindunum Daginn eftir að tónlistarmaðurinn Kanye West aflýsti restinni af tónleikaferðalagi sínu vegna heilsubrests var hann fluttur með valdi á sjúkrahús þar sem meta á geðheilsu hans, sem virðist vera eitthvað tæp um þessar mundir. Maður gæti haldið að West myndi tapa fúlgum fjár á því að aflýsa svo mörgum tónleikum, en það verður líklega ekki raunin. Hann er nefni- lega svo vel tryggður. Í tryggingaskilmálunum kemur fram að ef hann geti ekki komið fram vegna veikinda þá borgi tryggingafélagið brúsann. Ekki bara þá upphæð sem hann tapar, heldur líka það sem hann kemur til að með að skulda öðrum. Styður soninn Sonur Madonnu og Guy Ritchie, Rocco Ritchie, er vandræðagemlingur og var handtekinn fyrir hafa maríjúana í fórum sínum í London í september síðastliðnum. Honum var skipað í meðferð til að sleppa við að fara á sakaskrá. Madonna hefur nú í fyrsta skipti tjáð sig um vandræði sonar síns, en hún sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins á dögunum. „Ég elska son minn mjög mikið. Ég geri allt í mínu valdi stendur til að veita honum þann stuðning sem hann þarfnast og ég bið ykkur um að virða friðhelgi einkalífs okkar að þessu sinni.“ Margir af vinsælustu poppurum og skemmtikröftum landsins troða upp í nýárspartíi sem Sena Live heldur í Hörpu á nýársdag. Partíið hefur ekkert verið auglýst en boð hafa verið látin út ganga í réttum kreðs- um og talað er um það sem heitasta nýárspartíið 2017. Harpan er tóm þetta kvöld og húsið verður vel nýtt; fordrykkur verður í Norðurbryggju, borðhald á Kolabrautinni og partíið sjálft í Hörpuhorni. Meðal þeirra sem troða upp eru rapparinn Emmsjé Gauti sem er ein vinsælasta poppstjarna landsins um þessar mundir, Mugison, Páll Óskar og ungstirnið Aron Can. Sturla Atlas og Glowie koma sömuleiðis fram, rétt eins og karlakórinn Þrestir. En það verður ekki bara tónlist á dag- skránni því Saga Garðars, Rúnar Freyr Gíslason og Jóhannes Haukur Jóhannesson munu líka skemmta gestum. Þá mun látbragðsleikarinn Tape Face, sem komst langt í Amer- ica’s Got Talent í ár, einnig skemmta. Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu Live vildi ekki tjá sig um nýárspartí- ið þegar eftir því var leitað í gær. Vel verður gert við gesti í mat og drykk kjósi þeir að snæða á Kola- brautinni. Hægt er að velja um hvort aðalréttur er lambakjöt eða fiskur eða að allir réttir séu grænmetisrétt- ir. Fyrir allan pakkann, fordrykk, mat, vín með mat og partí borgar fólk 38 þúsund krónur en svo er hægt að uppfæra í lúxusvínpakka fyrir 12 þúsund krónur aukalega. Auk þess er hægt að láta lúxusbifreið sækja sig og skutla heim að veislunni lokinni og kostar það 10 þúsund krónur á mann. Miðaverð í partí- ið eitt og sér er hins vegar 4.400 krónur. Emmsjé Gauti og Páll Óskar í nýárspartíi í Hörpu Miðaverð 60 þúsund fyrir þá sem kjósa lúxusvín með matnum og láta sækja sig í lúxusbifreið. Emmsjé Gauti, Saga Garðars og hinn bandaríski Tape Face troða upp í nýárspartíi í Hörpu. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Já, ég væri til í að gera meira svona efni. Þetta er auðvitað allt öðru-vísi efni en í þungu Kastljósi. Ég hugsa líka að ég sé ekki alveg jafn leiðinleg- ur þarna og í Kastljósinu,“ segir Helgi Seljan fréttamaður. Helgi er að ljúka við þriggja þátta röð um Litla-Hraun sem flutt verður viku- lega á Rás 1. Fyrsti þáttur fer í loft- ið á aðfangadag og allir þættirnir verða svo aðgengilegir í hlaðvarpi ásamt aukaefni. Helgi segir að áhuginn á staðn- um og málefnum fanga hafi orðið til þess að hann réðst í gerð út- varpsþátta um Litla-Hraun. „Ég hef komið þangað nokkrum sinn- um og það var allt öðruvísi en ég hafði ímyndað mér. Mig langaði að kynnast þessum stað áður en allt breyttist,“ segir Helgi en Litla- -Hraun fær nýtt hlutverk nú þegar fangelsið á Hólmsheiði hefur ver- ið tekið í notkun. „Þættirnir eru einskonar skyndimynd af fangels- inu eins og það er núna í bland við sögu þess og svo auðvitað fólkið sem þar er,“ segir hann. „Litla-Hraun hefur verið eina ör- yggisfangelsið og það hefur öllum verið „dömpað“ þangað. Þetta er risa vinnustaður á þessu svæði, 70 manns, og margir fangaverðir hafa verið lengi við störf. Saga hússins er líka forvitnileg, það varð fang- elsi fyrir hálfgerða tilviljun. Svo er margt athyglisvert við það hvernig íslenska kunningja- og klíkusam- félagið virðist hafa haft áhrif á það hvernig raðaðist þangað inn fyrstu áratugina. Það er ógeðfelld en kunnugleg samfélagslýsing sem skín þar í gegn,“ segir Helgi. Helgi eyddi fimm dögum á Litla- Hrauni og ræddi auk þess við fyrr- um fanga sem sat lengi í einangr- un. „Það var sjokkerandi að heyra lýsingar á því,“ segir hann um varðhaldsfangann. Hvernig var þér tekið? „Mjög vel. Ég fékk mikið frelsi þarna inni. Megnið af tíman- um var ég bara einn á röltinu að spjalla við fanga og starfsfólk. Það er forvitnileg „kemestría“ á Litla- -Hrauni, goggunarröðin í fanga- hópnum. Þarna eru náttúrlega allskonar menn, ungir strákar og menn sem hafa verið í fangelsi meira en helming ævinnar. Þetta eru kannski menn sem hafa ekki drepið mann, misþyrmt barni eða valdið alvarlegum skaða. Margir eru bara gæjar sem eiga erfiðara en aðrir með að hætta að nota eiturlyf,“ segir Helgi. Hann segir að samskipti fólks innan veggja fangelsins séu forvitnileg. „Þetta var auðvitað og er „Hús óþægindanna“ eins og einn viðmælenda minna kallaði það, þangað var öllum hent inn. Það eru mjög stífar reglur en sam- skipti varða og fanga eru meira „líbó“ en maður gæti haldið, til dæmis á vinnustöðunum. Þetta er í raun stór fjölskylda. Dæmigerð íslensk, flókin og svolítið „disfúnk- sjónal“ fjölskylda bara. Samskipti við ættingja eru líka merkileg. Vissirðu til dæmis að það er róló á Hrauninu? Hann virðist við fyrstu sýn vera mjög sorglegur staður en þegar betur er skoðað kemur í ljós að þarna er rétt nýlega kominn staður þar sem menn geta verið með börnunum sínum. Ekki bara í gömlum fanga- klefa sem hefur verið breytt í fjöl- skylduherbergi. Maður áttar sig á því að þetta skiptir máli.“ Og Helgi viðurkennir að hann sjái margt í öðru ljósi eftir veru sína á Litla-Hrauni. „Já, maður áttar sig á því hvað það getur ver- ið stutt á milli. Ein ákvörðun eða fyllirí einhvern tímann þegar þú ert ungur getur ráðið því hvort þú lendir inni í þessu kerfi — og festist þar.“ Þú ert nú gamall götustrákur, pass- aðirðu ekki ágætlega inn? „Þú getur rétt ímyndað þér hvort það hafi verið sami kjaftur á mér þarna og í sjónvarpinu.“ Þannig að þú hefur ekki verið hræddur við þessa kalla? „Maður verður aldrei hrædd- ur þarna. Maður fær frekar bara móral yfir því að geta valsað inn og út, öfugt við fangana.“ Helgi Seljan á  Hrauninu Sjónvarpsmaðurinn þekkti var fimm daga á Litla-Hrauni og gerði út- varpsþætti sem fluttir verða á Rás 1 um jólin. Helgi Seljan segir að árið í ár hafi verið hálf „kreisí“ og það hafi verið góð tilbreyting að kynna sér lífið á Litla-Hrauni. Þriggja þátta útvarpsþáttaröð hans fer í loftið um jól og áramót á Rás 1. Mynd | Hari …fjörið 2 | amk… FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.