Fréttatíminn - 25.11.2016, Blaðsíða 44
44 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 25. nóvember 2016
Geysilega góð jól
Einstakur jólaborgari
160g eðal hreindýraborgari með reyktu majónesi,
týtuberjasultu, sultuðum rauðlauk og gullosti.
Borinn fram með sætkartöflu frönskum og kokteilsósu.
Verð 2.995 kr.
Ómótstæðilegur jólabrunch
Frá 11:30–16:00 föstudag til sunnudags.
Einnig ef pantað er fyrir 10 eða fleiri á virkum dögum
Verð 3.695 kr.
Upplifðu ekta jólaveislu
Aðalstræti 2 • 101 Reykjavík • sími 517 4300 • www.geysirbistro.is
Negrastrákarnir
„Þetta er líklega þekktast gripurinn á sýningunni: bók-
in um Tíu litla negrastráka. Barnagælan kom fyrst út
á Íslandi 1922 í þýðingu Gunnars Egilssonar en með
myndum Muggs, en margir kannast eflaust við hana út af
umdeildri endurútgáfu árið 2007 sem kveikti miklar um-
ræður. Vísurnar sem eiga uppruna sinn í Bandaríkjunum
endurspegla vel hvað kynþáttahugmyndir hafa dreifst
víða og sýna fram á hvað fordómar og staðalmyndir eru
lífseig fyrirbæri, jafnvel þvert á kynslóðir, lönd og höf.
Þær skjóta til dæmis upp kolli í Rússlandi strax árið 1903
með svipuðum myndum.“
Kristín Loftsdóttir og Unnur Dís Skaptadóttir eru sýningarhöfundar sýningarinn-
ar Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi. „Við reynum að segja sögu nokkurra
einstaklinga bæði í fortíð og samtíma. Það er talað um innflytjendur, flóttafólk,
hælisleitendur, erlent vinnuafl og svo framvegis, en á bak við þessa merkimiða
eru einstaklingar. Í sýningunni biðjum við því líka nokkra einstaklinga að velja
hluti sem þeir tengja við landið sitt og líf í nýju landi.“ Mynd | Hari
Svipmyndir af Íslandi í heiminum
Forvitnileg sýning var opnuð í gær í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands
sem heitir Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi. Þar er fjallað um það
hvernig saga og samtími Íslands hafa alla tíð einkennst af tengslum við
önnur lönd, rétt eins og reyndin er um önnur lönd í heiminum.
Guðni Tómasson
gudni@frettatiminn.is
Enginn er algjörlega eyland og á
Íslandi hefur hreyfanleikinn oft
verið meiri en af hefur verið látið.
Þetta þykir aðstandendum sýn-
ingarinnar mikilvægt að undir-
strika á okkar tímum. Fréttatím-
inn fékk sýningarhöfundana,
mannfræðingana Kristínu Lofts-
dóttur og Unni Dís Skaptadóttur,
til að velja nokkra gripi sem getur
að líta á sýningunni. Balikbayan
box á leið til
Filippseyja
„Svokölluð Balikbayan
box eru notuð af brott-
fluttum Filippseyingum
(sem kallast Balikbayan)
fyrir sendingar til heimalands-
ins. Viðkomandi kaupir boxið
og setur í það ýmsa hluti, bæði
persónulega og nytsamlega og
greiðir þannig líka fyrir sendinga-
kostnaðinn. Í þetta setur fólk til
dæmis notuð barnaföt sem ætluð
eru ákveðnum ættingja, raftæki,
síma og tölvur. Í þetta fara líka
súkkulaðistykki, pakkamatur og
þurrmatur, auðvitað allt hlutir
sem eru til á Filipseyjum, en þetta
er sérstök birtingarmynd á tengsl-
um milli gamla og nýja landsins.“
Hnöttur eða Ísland?
„Þetta sérstæða hnattlíkan var notað í kennslu í
lok 19. aldar. Þetta er fallegur gripur skorinn úr
hnotu sem kom frá Brynjúlfi Jónssyni frá Minna-
-Núpi. Út úr mynd af Íslandi kemur hnöttur-
inn. Það er hægt að ímynda sér margar sögur í
kringum hann, til dæmis hvern-
ig umræðu hann hefur vakið í
skólastofunni á þessum árum.
Er það Ísland sem kemur úr
hnettinum, eða hnötturinn
úr Íslandi?
Við vorum búnar að ákveða
heitið á sýningunni þegar okk-
ur var bent á þetta líkan. Það
varð að einkennismerki
sýningarinnar og
endurspeglar vel
hvað við erum
að reyna að segja
með þessari sýn-
ingu um stöðu
okkar í heiminum.“
Kaffidúkur og gestabók
„Þetta er fallegur og sérstakur kaffidúkur sem notaður var á heim-
ilinu á Fjólugötu 5. Þar bjuggu Guðrún Sveinsdóttir píanóleikari
og Vigfús Einarsson ríkisráðsritari. Á fimmta áratug síðustu aldar
drógu þau dúkinn fram í kaffiboðum og gestir voru beðnir um að
skrifa nafn sitt á dúkinn. Guðrún saumaði nöfnin í dúkinn með blá-
um lit. Þarna rita því nafn sitt bæði íslenskir og erlendir gestir sem
margir voru tengdir tónlist. Dúkurinn minnir á hve íslenskt tón-
listarlíf var í miklum tengslum við útlönd og hvað tilkoma erlendra
tónlistarmanna hér á landi skipti miklu. Með þessu fólki kom mikill
metnaður og fagmennska sem styrkti stoðirnar í tónlistarlífinu.“