Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 25.11.2016, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 25.11.2016, Blaðsíða 34
Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • facebook.com/okkarbakari FLOTTU AFMÆLISTERTURNAR FÁST HJÁ OKKUR Skoðið úrvalið á okkarbakari.is Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 11 07 2 byko.is GROHE Aquatunes Bluetooth hátalari. Hlustaðu á tónlist í sturtunni eða baðinu. Vatnsheldur hátalari með hleðslustöð. Frábær í jólapakkann 34 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 25. nóvember 2016 5 staðreyndir um fóstureyðingar á Írlandi -Fóstureyðing er leyfð í undan- tekningartilvikum síðan lög um vernd lífs á meðgöngu tóku gildi árið 2013. Samkvæmt lögunum er fóstureyðing aðeins heimil ef líf móðurinnar er í bráðri hættu, þar með talið ef hún er í sjálfsvígshug- leiðingum. Ef kona vill láta eyða fóstri á þeim grundvelli að hún sé með sjálfsvígshugsanir þurfa allt að sex læknar að samþykkja um- sóknina. Það er undir þeim komið að ákvarða hvort konan fái leyfi til að enda meðgönguna eða ekki. -Á Möltu er fóstureyðing bönnuð undir öllum kringumstæðum. Það er eina ríkið innan Evrópusam- bandsins sem er með strangari löggjöf á málaflokknum en Írland. -Tölur frá neyðarstöðvum fyrir fórnarlömb nauðgana á Írlandi frá árinu 2013 sýna að það ár urðu að minnsta kosti 197 konur þungað- ar eftir að hafa verið nauðgað. Undir þeim kringumstæðum er fóstureyðing bönnuð. Fjórðung- ur þessara kvenna fór í fóstur- eyðingu, ýmist með því að ferðast frá landinu til að fara í aðgerðina eða með því að taka lyf sem fram- kalla fósturlát á ólöglegan hátt. -Ef litningagalli eða fötlun barns sem konan ber undir belti gerir það að verkum að það muni ekki lifa utan líkama hennar er henni engu að síður óheimilt að fara í fóstureyðingu. -Árið 2015 fóru að meðaltali 10 konur á degi hverjum frá Írlandi til Bretlands til að fara í fóstur- eyðingu. Engar áreiðanlegar tölur eru til um þann fjölda kvenna sem fara til annarra Evrópulanda til að láta framkvæma aðgerðina eða framkvæma sjálfar ólöglega fóstureyðingu með því að nota lyf sem framkalla fósturlát. Árið 2014 lagði írska tollgæslan hald á meira en 1000 skammta af slíku lyfi, helmingi fleiri en árið áður. Stúlka eða kona sem framkvæmir fóstur- eyðingu og hver sá sem aðstoðar hana við að framkalla fósturlát gæti átt yfir höfði sér allt að 14 ára fangelsisdóm. af málunum sem vöktu bæði athygli og reiði. 14 ára stúlku, „X“ var nauðgað með þeim afleiðingum að hún varð ófrísk. Stúlkan glímdi við sjálfsvígshugsanir í kjölfar at- burðarins og afleiðinga hans en var lögum samkvæmt meinað að gangast undir fóstureyðingu. Málið endaði fyrir dómstólum, þar sem það tapaðist og stúlkan neyddist til að fara til Englands til að láta binda endi á meðgönguna. Málinu var vísað til hæstaréttar sem úrskurðaði að í tilfelli eins og hennar, þar sem ástandið skapaði lífi og heilsu konunnar í raunveru- lega hættu, skyldi fóstureyðing vera heimil. Inntak niðurstöðunn- ar varð hins vegar ekki að lögum fyrr en árið 2013. Dauði Savitu Halappanavar, viðbrögð og athygli fjölmiðla og samfélagsins alls í kjölfar hans áttu sinn þátt í endur- skoðun laganna. Hún var líka með hjartslátt 21. október 2012 fór ung kona af indverskum ættum, Savita Halapp- anavar, á Háskólasjúkrahúsið í Galway vegna bakverkja. Daginn eftir missti hún vatnið og í kjölfar- ið var henni sagt að fóstrið, sem hún var gengin fjóra mánuði með, myndi ekki lifa. Í ljósi þess óskaði hún eftir því að bundinn yrði endi á meðgönguna en var þá tjáð að á meðan enn fyndist hjartsláttur hjá fóstrinu væri slík aðgerð bönnuð með lögum. Ljósmóðirin útskýrði fyrir henni að fóstureyðing væri einfaldlega ekki inni í myndinni því Írland væri „kaþólskt ríki“. Tveimur dögum síðar fæddi Savita látið fóstur eftir að hafa ítrekað beðið um fóstureyðingu. Nokkrum dögum síðar lést hún sjálf úr blóð- eitrun. Málið vakti mikla reiði og stór hópur fólks reis upp víðs vegar um landið og krafðist þess að áttunda viðbótin yrði endanlega felld úr gildi. Í Dublin héldu meira en tólf þúsund manns í mótmælagöngu. Mótmæli fóru fram við sendi- ráð Írlands í London, Berlín og Brussel og sendiherra Indlands á Írlandi var kallaður heim til að ráðfæra sig við þarlend stjórnvöld vegna málsins. Indverskir stjórn- málamenn tjáðu sig um málið og nokkrir þeirra létu þá skoðun í ljós að dauða Savitu ætti að fylgja eftir með dómsmáli á grundvelli þess að mannréttindi hennar hefðu verið brotin. Írsk stjórnvöld hefðu í raun- inni framið morð. Móðir Savitu benti á að vegna laganna um bann við fóstureyðingum hefði tilraun til þess að bjarga lífi fjögurra mánaða fósturs kostað rúmlega þrítuga konu lífið. Hún hafi líka verið með hjartslátt. Þokast frá gömlum gildum Lög um vernd lífs á meðgöngu voru staðfest árið 2013. Þau voru af sumum álitin lausnin á áratuga- löngum þrætum um málefnið en samkvæmt þeim lögum er konum heimilt að gangast undir fóstur- eyðingu ef sýnt þykir að lífi móð- urinnar sé stofnað í hættu vegna líkamlegra kvilla eða ef ljóst er að hún sé í lífshættu vegna sjálfsvígs- hugsana. Skoðanakannanir frá því í júlí 2016 benda til þess að stór hluti almennings á Írlandi vilji taka fóstureyðingarlöggjöf landsins til gagngerrar endurskoðunar. Þannig vill meira en helmingur þjóðar- innar að fóstureyðing hætti að flokkast undir það að vera glæp- samlegt athæfi en viðurlögin við því að fá eða framkvæma fóstur- eyðingu utan þröngra skilyrða nú- verandi lagaramma geta varðað allt að 14 ára fangelsi. Yfirgnæf- andi meirihluti vildi auk þess að skilyrðin fyrir því að fá að gangast undir fóstureyðingu yrðu ekki jafn ströng og áður. Miklar breytingar hafa orðið á írsku þjóðfélagi á tiltölulega skömmum tíma. Í kjölfar upp- ljóstrana um hneykslis- og kynferð- isafbrotamál kaþólsku kirkjunnar virðist írska þjóðin vera að færast frá gömlum, rótgrónum trúarleg- um og samfélagslegum gildum í átt að mannúðlegri nálgun. Skýrasta dæmið um slíkt er án efa þjóðarat- kvæðagreiðslan í maí síðastliðnum um lög sem veita samkynhneigð- um pörum rétt til þess að ganga í hjónaband. 62% írsku þjóðarinn- ar samþykktu lögin og í kjölfarið sendi forsætisráðherrann, Enda Kenny, frá sér yfirlýsingu um að Ír- land væri lítið land sem með þessu hefði sent frá sér stór skilaboð um jafnrétti í heiminum. Kuldalegur staður Kenny útilokaði hins vegar stuttu seinna að hin afar umdeilda átt- unda viðbót stjórnarskrár lands- ins frá 1983 myndi fara í þjóðarat- kvæðagreiðslu í hans stjórnartíð. Sjálfur tryði hann ekki á að fóstur- eyðing ætti að vera eitthvað sem konur ættu að eiga greiðan að- gang að. Í júlí var lögð tillaga fyr- ir írska þingið um að fóstureyðing yrði leyfð í þeim tilfellum þar sem fóstrið væri greint með banvænan litningagalla eða fötlun. Tillagan var felld með 95 atkvæðum gegn 45. Árið 2014 ferðuðust 140 írskar konur til Bretlands til að gang- ast undir fóstureyðingu af slík- um ástæðum. Í ferðinni sem @TwoWomenTravel lýstu greindu þær frá því að á biðstofunni á sjúkrahúsinu á Englandi hefðu þær hitt fleiri írskar konur í sömu erindagjörðum og þær. Einmana kona á biðstofu fyrir utan fóstur- eyðingardeildina á spítalanum væri að öllum líkindum írsk. Þrátt fyrir að vera taggaður í öll 22 tístin á ferðalagi kvennanna tveggja svaraði Enda Kerry engu þeirra né kaus að tjá sig um þau opinberlega. Heilbrigðisráðherra landsins, Simon Harris, steig hins vegar fram á samfélagsmiðlinum og þakkaði þeim fyrir að greina frá þeim raun- veruleika sem blasir við mörgum konum. Harris hefur jafnframt látið hafa eftir sér að sagan sýni að í gegnum aldirnar hafi Írland oft verið kuldalegur og dapur stað- ur fyrir konur og börn, staðreynd sem bergmáli enn í dag í dómssöl- um þar sem fóstureyðingarmál eru tekin fyrir. Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, telur að konur eigi ekki að eiga greiðan aðgang að fóstureyðingum í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.