Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 17.12.2016, Síða 2

Fréttatíminn - 17.12.2016, Síða 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. desember 2016 Tveimur börnum vísað úr landi fyrir jól Hælisleitendur „Við flúðum spillinguna og ofbeldið, við viljum bara eiga einhverja framtíð,“ segir Ensa Shiroki, hælisleitandi frá Makedóníu, en hann hefur búið hér á landi í þrjú ár ásamt eiginkonu sinni, Zulejhi, en þau hafa eignast tvær dætur sem báðar eru fæddar og uppaldar á Íslandi. Stúlkurnar heita Hiera og Asaja, en þær eru tveggja ára og tíu mánaða gamlar og þekkja ekkert annað en Ísland. Þær voru fluttar á sjúkrahús ásamt foreldr- um sínum fyrir nokkrum vikum með reykeitrun eftir eldsvoða í Keflavík. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Ensa og fjölskylda fengu endan- lega neitun frá Útlendingastofnun nýlega og verða þau flutt á brott skömmu fyrir jól, beint aftur til Makedóníu ef ekkert verður að- hafst. Þau vita ekki hvenær þau verða flutt á brott, ekki frekar aðrir hælisleitendur sem þurfa að bíða í von og ótta eftir að fá símtal frá Rík- islögreglustjóra um brottflutning. Ensa er menntaður leikskóla- kennari á meðan Zulejhi lærði tannlækningar í Skopia, þar sem þau bjuggu áður. Þau kynntust í enskutíma en bæði tala þau ensku reiprennandi. Þá hefur Ensa lært hrafl í íslensku, enda segist hann hrifinn af íslenskri menningu og sögu. Það er óhætt að segja að mikið hafi gengið á hjá fjölskyldunni á ein- um mánuði. „Það kviknaði í hjá okkur um daginn og við þurftum að fara á spítala vegna þessa,“ segir Ensa en fjölskyldan býr við Hafnargötu, í sama húsi og íslensk kona kveikti eld í og varð til þess að fjöldi íbúa, þar af nokkur börn, þurftu að leita á sjúkrahús vegna reykeitrunar fyrr í mánuðinum. „Zulejhi datt á leiðinni út og á erfitt með að ganga núna,“ segir Ensa sem bætir við að læknir hafi skrifað vottorð til Útlendingastofn- unar, þar sem beðið var um að brottvísun hennar yrði frestað ef hægt væri að koma því við, vegna meiðsla hennar. „Þeir hlustuðu ekk- ert á það,“ segir Ensa. Eldur átti eftir að koma aftur við sögu hjá fjölskyldunni, nú af alvar- legri ástæðum. Ungur karlmaður frá Makedóníu kveikti í sér sjálfum í Víðinesi á dögunum, en Ensa frétti fljótt að maðurinn hefði verið ná- granni hans í Skopia. „Ég þekki bróðir hans vel, þannig ég hringdi í hann og lét vita af stöðu mála,“ segir Ensa sem var kunn- ingja sínum innan handa á þessum erfiðu tímum. „Það var hræðilegt að heyra þess- ar fréttir. Hann var góður maður,“ segir Ensa um manninn sem lést. Ensa segist hafa flúið óróleika í Makedóníu og gjörspillta menningu sem viðgengst þar í landi. Hann sagðist hafa ítrekað orðið fyrir árás- um fanta sem njóta verndar ríkis- stjórnarinnar og vaða uppi og beita fólk ofbeldi án þess að nokkur geri neitt í því. „Að lokum lenti ég í mjög fólsku- legri líkamsárás árið 2013, sem varð til þess að ég endaði á spítala,“ seg- ir Ensa en ástæðan var sú að hann hvatti vini og kunningja til þess að mæta á mótmæli gegn ríkisstjórn- inni og spillingu í landinu. Aðspurður hvort Íslendingar skilji ekki til fulls neyð íbúa frá landinu, en Útlendingastofnun hefur skilgreint landið sem öruggt land, svarar Ensa játandi. „Þarna vaða uppi fantar sem ganga í skrokk á fólki. Einstaklingar eru myrtir án dóms og laga og þessu verður varla lýst öðruvísi en sem landi þar sem þjóðin er kúguð með ofbeldisfullum hætti.“ Athygli vekur að vísa á fjöl- skyldunni úr landi en stúlkurnar tvær eru báðar fæddar hér á landi. Umboðsmaður Alþingis hefur nú á borði sínu samskonar mál, þar sem kannað er hvort það sé lög- mætt að vísa börnum sem fæðast hér úr landi. Í lögum segir orðrétt: „Útlendingi sem fæddur er hér á landi er óheimilt að vísa frá eða úr landi hafi hann frá fæðingu átt hér óslitið fasta búsetu samkvæmt þjóð- skrá.“ Vandinn er þó sá að stúlkurnar tvær eru með bráðabirgðaskrán- ingu, sem veldur því að þær eru ekki með búsetu samkvæmt þjóð- skrá, þrátt fyrir að þekkja ekkert annað en Ísland. „Þarna vaða uppi fantar sem ganga í skrokk á fólki. Einstaklingar eru myrtir án dóms og laga og þessu verður varla lýst öðruvísi en sem landi þar sem þjóðin er kúguð með ofbeldisfullum hætti.“ Stúlkurnar eru báðar fæddar hér á landi, en þær lentu í eldsvoða og voru fluttar á spítala með reykeitrun fyrir skömmu. Mynd | Hari Benedikt fjörutíufaldaði fjárfestingu sína Viðskipti Benedikt Jóhannesson gefur ekki upp hvaða einstak- lingum hann seldi hlutabréf sín í móðurfélagi Kynnisferða. Hann segist hafa hagnast um 44 milljón- ir króna. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Benedikt Jóhannesson, þingmað- ur og formaður Viðreisnar, rúm- lega fjörutíufaldaði fjárfestingu sína í viðskiptum með hlutabréf í fyrirtækinu Alfa hf., móðurfélagi Kynnisferða. Hann segist í svari til Fréttatímans hafa hagnast um 44 milljónir á hlutabréfunum þegar hann seldi þau í vor. Áætlað virði hlutabréfa í Alfa hf., sem er fjöl- skyldufyrirtæki bræðranna Einars og Benedikts Sveinssona og ætt- ingja þeirra, var þá tæplega fjórir milljarðar króna. Benedikt er ná- frændi þeirra bræðra. Fréttatíminn sagði frá viðskipt- um Benedikts með hlutabréfin í síð- ustu en þá kom ekki fram hversu mikill hagnaður Benedikts í við- skiptunum var. Miðað við það að hann seldi hlutabréfin á 45,1 millj- ón hafa hlutabréf hans ríflega fjör- tíufaldast í verði á liðnum árum en Kynnisferðir eru eitt stærsta ferða- þjónustufyrirtæki landsins. Alfa hf. greiddi út 1398 milljóna arð í fyrra eftir að selt þriðjung hlutafjárins til fjárfestingarsjóðs sem meðal annars er í eigu lífeyrissjóða og fékk Benedikt 15,8 milljónir af þeirri fjár- hæð. Fjárfesting hans var því mjög arðbær. Benedikt vill ekki gefa upp hvaða einstaklingar eða fyrirtæki keyptu hlutabréfin af honum en segir að það hafi verið aðrir hluthafar í Alfa hf. „Innan félagsins er forkaups- réttur að hlutabréfum og nokkrir forkaupsréttarhafar úr hópi hlut- hafa nýttu sér þann rétt og keyptu hlutabréfin.“ Benedikt Jóhannesson hagnaðist um 44 milljónir á hlutabréfunum í Alfa hf. sem hann seldi á rétt rúmar 45 milljónir króna. Fjölmiðlar Íslandsbanki vill lögreglurannsókn Íslandsbanki ætlar að óska eftir lög- reglurannsókn á því hvernig gögn um verðbréfaviðskipti hæstaréttar- dómara, sem fjallað var um í fjöl- miðlum, komust í hendur óviðkom- andi fólks. Bankinn segir í tilkynningu til fjölmiðla að málið sé litið alvarleg- um augum en bankaleynd ríkir um slík gögn. Innra eftirlit bankans hefur lok- ið við að rannsaka málið en niður- staða þeirrar rannsóknar er að ekk- ert bendi til þess að umrædd gögn hafi borist fjölmiðlum frá Íslands- banka eða starfsmönnum hans. Gögnin sem til umfjöllunar hafa verið eru öll gömul og eiga rót að rekja úr starfsemi Glitnis banka hf. fyrir hrun.| þká Innra eftirlit bankans hefur rannsakað málið. Stjórnmál Áslaug Arna Sigur- björnsdóttir, yngsti þingmaður Alþingis og ritari Sjálfstæðis- flokksins, fékk langhæstu styrk- ina í prófkjörsbaráttu sinni af þeim 14 frambjóðendum flokks- ins sem hafa skilað útdrætti úr uppgjöri til Ríkisendurskoðanda. Áslaug Arna fékk samtals 3.357.000 krónur í styrki vegna prófkjörsins vegna alþingiskosninga fyrr á þessu ári. Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður flokksins til þrettán ára, komst næst henni en hann fékk 2.874.241 krónu í styrki. Það segir þó ekki alla söguna því þar af var tæplega einnar milljónar króna framlag frá honum sjálfum með- an eigið framlag Áslaugar Örnu var ekkert. Ásmundur Friðriksson er í þriðja sæti yfir þá Sjálfstæðismenn sem fengu hæsta styrki en heildar fram- lög til hans voru ríflega tvær og hálf milljón. Hann fékk mest allra í styrki frá fyrirtækjum, eða tæplega tvær og hálfa milljón. Athygli vekur að ólíkt öðrum frambjóðendum koma styrkir til Áslaugar Örnu fyrst og fremst frá einstaklingum en hún fékk tæplega tvær og hálfa milljón frá einstak- lingum meðan fyrirtæki styrktu hana um tæpa milljón. | hjf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir alþingismaður.Áslaug Arna er styrkjadrottning ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.