Fréttatíminn - 17.12.2016, Side 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. desember 2016
Sara Kamban Reginsdóttir og
Gunnar Már Sigfússon eiga 8 ára
tvíbura, þau Leu Maríu Kamban
og Regin Kamban. Þau eiga einnig
tvö eldri börn en Sara segir hér
frá því sem hún upplifir öðruvísi
og skemmtilegt við tvíburaupp-
eldið og sambandið þeirra á milli.
„Þegar þau voru lítil snérist þetta
um að greina aðalatriðin frá auka-
atriðunum og þú bjargar því barni
sem er meira að fara sér að voða í
hvert sinn,“ segir Sara og hlær þegar
hún rifjar upp smábarnaárin með
tvíburunum. „Þegar ég fór í sturtu
þá varð ég bara að skilja þau eft-
ir ein á efri hæðinni. Þau voru far-
in að skríða út um allt. Ég passaði
eins og ég gat upp á að þau gætu ekki
farið sér að voða, en ég bara varð
að skilja þau eftir. Og við lifðum það
af! En þetta er kaos og snýst samt
um að halda rosalegri rútínu. Þau
borðuðu alltaf klukkan 18. Fóru í bað
klukkan 18.30 þar sem þeim var gef-
ið meira að borða, graut eða skyr
fyrir nóttina, og svo að sofa klukk-
an 19. Þannig fengu eldri systkinin
smá pláss og við foreldrarnir líka.“
Þolinmóðir vinir
Sara ákvað að kenna tvíburunum
strax þolinmæði. Það voru mótmæli
frá þeim báðum til að byrja með en
svo lærðu þau að það þýddi ekki.
Þau urðu að læra að deila og læra
að bíða. „Ég varð að vera skynsöm
og hugsa um mig og vera ströng á
marga hluti til að halda andlegri
vellíðan. Ég vildi að þau myndu
taka tillit hvort til annars. Því var
ætíð bara ein skeið og ein stút-
kanna notuð við matarborðið. Ég
gat ekki matað tvö í einu svo þau
þurftu að sýna þolinmæði og tillit
á matmálstímunum. Þau hafa alltaf
verið rosalega góðir vinir og sofið
vel saman allar nætur frá 8 mánaða
aldri án þess að trufla hvort ann-
að. Þau hafa alltaf verið svo hraust,
ég get ekki ímyndað mér hvernig
þetta væri ef þau hefðu verið mik-
ið veik. Ég lét þau alltaf fá bol eða
slæðu frá mér sem ég hafði verið í
þann daginn til að róa þau og svo
þau fyndu lyktina af mér. Í dag eiga
þau í koju en klessa sér samt ávallt
saman í annarri kojunni, límd upp
við hvort annað.“
Engar smellur takk
Sara segist ekki muna mikið eftir
tímabilinu frá því tvíburarnir voru
9-18 mánaða. Það var mikil vinna og
tvíburarnir komnir á skrið. Hún var
með barnapíu sem kom einu sinni
í viku og segir hana hafa létt mjög
undir. „Ég vill meina að hún hafi
bjargað lífi mínu. Þá gat ég farið út
úr húsi eða klárað þvottinn.“ Sara
reyndi að einfalda alla hluti til að
halda í gleðina og liður í því var
að útrýma öllum smábarnafötum
með smellum. Hún hlær þegar hún
segir að það hafi einfaldlega tek-
ið of langan tíma og of mikla ein-
beitingu, sem ekki var til staðar,
að smella öllum þessum smellum.
„Ég fjarlægði alla galla og samfell-
ur með flóknum smellum. Það bara
gerði mann vitlausan, maður var
bara að smella allan daginn enda
er maður alltaf að skipta um bleyjur
og föt. Ég skipti yfir í rennilása. Svo
á nóttunni setti ég þau bæði í nátt-
kjóla til að sleppa við þetta vesen að
klæða úr þegar þurfti að skipta um.
Þetta er mjög mikilvægt ráð fyrir
tvíburaforeldra.“
Hugsa í fleirtölu
Tvíburarnir Regin og Lea eru mjög
náin enn í dag. Þau eru saman í
bekk og vilja vera saman í vinahóp-
um og öðrum tómstundum. Sara
segir það líka betra fyrir foreld-
rana sem þurfi þá til dæmis ekki að
hlusta tvisvar á blokkflaututónleika
eða mæta á tvær jólaskemmtanir
í skólanum. „Það sparar áreiti og
tíma að hafa ekki tvöfalt af öllu og
það er gaman að upplifa þau svona
saman. Þau eru samt mjög ólíkir
persónuleikar og með ólíkar þarf-
ir. Lea þarf knús og umhyggju en
Regin þarf ekkert slíkt, nema knús
frá Leu!“
Tvíburarnir eru mjög náin og þau
rífast ekki. „Þau eru mjög tillitsöm
hvort við annað. Þau hugsa allt í
fleirtölu, eru alltaf að passa upp á
hvort annað. Það er alltaf til nóg af
öllu hjá þeim fyrir hvort annað og
eiga auðvelt með að gefa með sér. Ef
þau taka sér nammi úr skál taka þau
alltaf tvö, fyrir hitt líka. Sjálf kem ég
úr stórum systkinahópi og ég man
eftir einstaklingshyggjunni þar, að
passa upp á sitt, að passa að hinir
tækju ekki frá manni. En þau hugsa
þetta alls ekki þannig, það er alltaf
nóg til, sem er svo fallegt að sjá.“
Í sitt hvorum skónum
Sara rifjar upp fjöruferð sem fjöl-
skyldan fór í eitt sinn þar sem
tvíburanándin birtist sýnilega í
verki, eitt af mörgum skiptum. „Lea
var í skóm sem henni þóttu óþægi-
legir í fjörunni og var að kvarta yfir
því. Það voru engir aðrir skór með
í för svo ég spáði ekki meira í það.
Þau eru þarna að leika sér en svo
sé ég að Regin er að klæða sig úr
einum sínum skó og lætur Leu fá.
Þarna voru þau bæði í sitt hvorum
skónum og þá varð allt betra, þau
voru bæði í einum góðum skó og
einum vondum. Svo hef ég séð þau
fara í skólann í einu bláu og einu
bleiku stígvéli og svona og það er
bara nákvæmlega eins og það á að
vera“.
Sara Kamban Reginsdóttir segir að
tvíburarnir Regin og Lea María séu
einstaklega tillitsöm hvort við ann-
að og hugsi allt í fleirtölu. Mynd | Rut
Tvennt
af öllu
Að eiga tvíbura er bæði erfitt og skemmtilegt.
Foreldrar tvíbura segja frá hvernig þeir
takast á við uppeldið, veita ráð og lýsa þessu
sérstaka sem þau sjá við tvíburana.
Erla Sigurlaug Sigurðardóttir
ritstjorn@frettatiminn.is
Kaos í rútínu
„Þau eru mjög tillitsöm
hvort við annað. Þau
hugsa allt í fleirtölu, eru
alltaf að passa upp á hvort
annað,“ segir Sara.
LAUGAVEGI | SMÁRALIND | KRINGLUNNI | WORLD CLASS LAUGUM | LEIFSSTÖÐ
VIÐ HÖFUM OPNAÐ NÝJAN
STAÐ Á LAUGAVEGI. KÍKTU
VIÐ Í ÓMÓTSTÆÐILEGAN
DJÚS, SAMLOKU OG SHAKE.
ER LOKSINS
MÆTTUR
NIÐUR Í BÆ!
Joe
P.S. VIÐ GERUM FÁRÁNLEGA GOTT KAFFI LÍKA!
Sjáumst á JOE & THE JUICE.