Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 17.12.2016, Síða 18

Fréttatíminn - 17.12.2016, Síða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. desember 2016 Alda Lóa Leifsdóttir aldaloa@frettatiminn.is Gréta G. Guðjónsdóttir, ljósmyndari, kennari og fjallgönguleiðsögu-kona, f lutti til Ma-drídar í haust og hóf mastersnám í ljósmyndum við IED, sem er hönnunar- og listaskóli í borginni. Þegar á hólminn var kom- ið var námið húmbúkk og vitleysa. Og hvað gera konur þá? Jú...sitja í fýlu í 3 daga og kaupa sér svo miða til Nepals til þess að labba upp á Ev- erest í (base camp eða grunnbúðir) í jólafríinu. FB færsla Grétu á mið- vikudaginn hljóðar svona: Ég hef ákveðið að sleppa jólunum þetta árið. Engar smákökur, (er einmitt þekkt fyrir myndarskap þar) ekk- ert jólatré né jólaskraut, engin jólahreingerning, engar kjólinnfyr- irjólináhyggjur, nóasúkk eða jóla- át. Ekki einu sinni malt og appelsín. Sjálf mun ég sitja með nepalskri fjöl- skyldu í Kathmandu 24. desember. Pönkarinn og rapparinn Gréta er ævintýrakona og hefur komið meiru í verk en margur. Hún er ljósmyndari, kennari og leið- sögukona. Móðir tveggja barna, rapparans GKR og Dúnu, fjarnema í Fjölbraut við Ármúla, sem býr með henni í Madríd. Í viðtali við I-D magazine þakkar GKR móður sinni músíkuppeldið, en hann segir: „Mamma er ljósmyndari og einstæð móðir. Hún var pönkari og kynnti fyrir mér músík eins og Sex Pistols, Nick Cave og David Bowie.“ Gréta sem hefur lifað mörg líf tók enn einn viðsnúninginn á þessu Sleppir jólunum og gengur á Everest Ljósmyndarinn, pönkarrinn, kennarinn, einstæða móðirin og fjallaleiðsögukonan Gréta G. Guðjónsdóttir ætlar að verja jólunum á Everest. með betri græjur en þetta. Ég ákvað samt að sitja á mér þangað til að ég fór að skynja að fleiri í hópnum voru orðnir óánægðir.“ Blómið og sveitaferðin Aðal maðurinn í deildinni og titlað- ur deildarstjóri var fyllibytta og vildi helst kenna á barnum. Hann sendi nemanda í gegnum Whasapp að það væri hittingur á tilteknum bar og svo gengu skilaboðin á línuna. Þar fékk fólk stóru dómana og hann dreifði hóli eða vandlætingu á nemendum og verkum þeirra Ef hann mætti svo í skólann þá var það aldrei fyrir klukkan 11 á morgnana. Við fengum verkefni hjá honum og áttum að taka mynd af blómi. Stuttu síðar kom vin- kona mín úr skólanum, sem er frá Úkraínu, og segir við mig: „Gréta hann setti blómið mitt á heimasíð- una sína,“ og það var rétt, blóm- ið hennar var komið á heimasíðu deildarstjórans undir hans nafni þar sem jafnframt eru margar fínar ljósmyndir af frægu fólki sem Gréta efast núna um að hann hafi tekið sjálfur. „Eitt skiptið vorum við í þessu ljósmyndastúdíói skólans og hann að bisa við að setja upp annað af þessum tveim ljósum sem virk- uðu. En þá snéri hann regnhlífinni öfugt. Við stóðum bara og trúðum ekki eigin augum, deildarstjórinn og aðalkennarinn kunni ekki að setja upp ljós og einn nemandinn hljóp til og leiðbeindi honum. Næst stakk hann upp á því að við færum í sveitaferð að mynda fjalllendið sem er í klukkustundar lestarferð frá Ma- dríd. Þegar við stigum út úr lestinni var förinni heitið upp í fjall en þar rákumst við „fyrir tilviljun“ á bar þar sem hópurinn settist niður. Ég nennti þessu ekki og fór í hlaupaföt- in og hljóp ein upp á fjallið og þar var æðislegt útsýni. Ég myndaði og kom sátt niður og þar sátu allir enn- þá og ekkert fararsnið, enginn áhugi einu sinni fyrir því að finna veitinga- stað og borða. Á endanum stóðum við upp, hann orðin ansi drukkinn og mundi ekkert hvar lestarstöðin var og við þekktum ekki til í bænum. Þá hófst leitin að lestarstöðinni og þegar hún var fundin þá var lestin okkar farin.“ Ekkert mastersnám Það var ekki eitt heldur allt, það var ekkert sem gekk upp í þessum skóla. Skyndilega var námið orðið mánuði styttra en auglýst hafði ver- ið og þegar Gréta fór að grennsl- ast fyrir þá var skólinn ekki með mastersnám og hún því ekki að ná sér í mastersstigsgráðu þrátt fyrir að hún hefði skráð sig í þess konar nám, samkvæmt öllum upplýsingum frá skólanum. „Óánægjan kvisaðist út og ég skrifaði Lingó og kvartaði yfir því við fyrirtækið að það hefði sent mig í mastersnám sem var alls ekk- ert mastersnám né nokkuð sem kall- ast gæti nám,“ segir Gréta. Frá Lingó fékk hún engin haldbær svör og Gréta, Gaukur, Dúna og Bjarni, faðir Dúnu, jólin 2014 á Vesturgötu. Bjarni kemur að venju alltaf seinni hluta kvöldsins og dvelur með krökkunum og Grétu. Gréta starfar sem fjallaleiðsögumaður, bæði á Grænlandi og Íslandi. Myndin er tekin á Lónsöræfum í vinnuferð. ári. Eftir kennslu í tuttugu ár ákvað húna að taka sér námsleyfi og bæta við sig mastersgráðu í ljósmyndun. Fyrst fór hún á náðir Lingó-Mála- miðlun sem hefur meðal annars milligöngu um erlenda skóla. Það var einmitt hjá Lingó sem Grétu var kynntur hönnunar- og listaskólinn IED í Madrid. Þarna væri skóli við hennar hæfi með mastersnám í ljósmyndun. Hún fékk inngöngu í skólann og borgaði skólagjöldin, 1,5 milljón krónur. Íbúðin í vesturbæn- um fór í árs útleigu og mæðgurnar, Gréta og Dúna flugu til Madríd. Úr slömminu í fína hverfið „Madríd er svo stór og fjölbreytt borg. Fyrstu vikurnar bjuggum við í slömmhverfinu í íbúð á Jesu y maria calle ásamt 8 kakkalökkum. Frá bakgarðinum hljómaði sinfón- ía af hrotum, prumpi, sjónvarpi, svita og matargerð. Dópsalar og ind- verskir veitingastaðir og matargjafir til heimilislausra á hverju kvöldi á næsta horni.“ Mæðgurnar eru samt ánægðar að vera fluttar úr slömm- inu í fína hverfið. „Í nýju íbúðinni okkar eigum við friðsamar nætur og okkur líður eins og „On the topp of the world“ en erum reyndar bara á 6 hæð, en enginn er okkur ofar né við hlið. Nú getum við opnað glugga og fengið ferskt loft, en ekki loft sem er búið að velkjast um í lok- uðu húsasundi 32 nágranna með til- heyrandi lykt frá hverjum og einum og prumpað í friði án þess að ein- hverjir kallar í annarri íbúð fari að skellihlæja. Og svo er hérna Retiro Park, garðurinn þar sem ég hleyp og undirbý mig fyrir Everest.“ Skólinn var svikamylla Gréta byrjaði í skólanum ásamt öðrum nemendum víðsvegar að úr heiminum. Námið var auglýst sem mastersnám fyrir atvinnuljós- myndara en fljótlega kom í ljós að aðeins hluti af nemendunum voru raunverulega ljósmyndarar. En það sem var öllu verra var að kennararn- ir voru tæplega ljósmyndarar held- ur eða bara alls ekki ljósmyndarar yfirhöfuð. „Þetta var allt stórfurðu- legt. Kennararnir höfðu ekki hug- mynd um hvað þeir ættu að gera við okkur í skólastofunni, það var ekkert plan. Þá var farið með okkur niður í það sem kallaðist ljósmynda- stúdíó skólans þar sem tveir lamp- ar af fimm virkuðu. Ég afskrifaði þessa aðstöðu fljótlega. „Ég er sjálf kennari og menntaskóli á Íslandi er GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki. BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. VERÐ FRÁ 87.900.- WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 VILNÍUS Í LITHÁEN Vilníus er eins og margar aðrar borgir í Eystrasaltinu frá miðöldum og glæsileg eftir því. Upphaf borgarinnar má rekja til ársins 1330 og er gamli bærinn á minjaskrá Unesco. Þröngar steinilagðar götur er viða að finna í gamla bænum og gamli byggingastíllinn blasir hvarvetna við. Flogið er tvisvar í viku allt árið.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.