Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 17.12.2016, Qupperneq 24

Fréttatíminn - 17.12.2016, Qupperneq 24
24 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. desember 2016 Allar nánari upplýsingar á www.buseti.is og á skrifstofu Búseta í síma 520 5788 Síðumúli 10 • 108 Reykjavík • sími 520 5788 • buseti@buseti.is • www.buseti.is GLÆSILEGAR ÍBÚÐIR Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR 3ja og 4ra herbergja íbúðir í Þverholti og Einholti • Íbúðir afhendast fullbúnar með gólfefnum • Vandaðar innréttingar frá GKS • Spanhelluborð og blástursofn • Stæði í bílgeymslu fylgir öllum íbúðum • Rafmagnstengi við öll sérbílastæði • Aðstaða til hjólaviðgerða í kjallara • Aðgengi að sal og „laundromat“ Smiðjuholts • Glæsilegur innri garður með dvalarsvæðum • Fyrirmyndar aðgengi og hljóðvist ÁVINNINGUR MEÐ BÚSETAÍBÚÐ • Örugg búseta meðan þér hentar • Þú festir minni fjármuni í fasteign • Þú færð vaxtabætur líkt og eigandi • Lægri kaup- og sölukostnaður • Búseti sér um allt ytra viðhald á húsnæði • Hátt þjónustustig VERÐDÆMI: EINHOLT 12 Rúmgóð 3ja herb. endaíbúð - 108,3 m2 Sveigjanlegur búseturéttur með eða án aukinnar eignarmyndunar. Mánaðargjald frá kr. 224.785,- Mánaðargreiðsla innifelur fjármagnskostnað, fasteignagjöld, bruna- og húseigendatryggingar, hita íbúðar, hússjóð, þjónustugjald og framlag í viðhaldssjóði. B- 08 -1 21 6 Aðeins 8 íbúðir eftir „Um leið og allir vissu að ég væri stelpa og héti Gabríela, þá leið mér svo ótrú- lega vel. Bara miklu betur,“ sagði Gabríela Daðadóttir í viðtali við Fréttatímann í vor. Stolt af að vera trans Hin níu ára gamla transstelpa, Avery Jackson, prýðir forsíðu National Geographic sem kemur út í janúar. Gabríela María Daðadóttir hefur líka stigið opinberlega fram sem trans og fagnar umfjölluninni. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is „Það besta við að vera stelpa er að nú þarf ég ekki að þykjast vera strák- ur,” segir Avery á forsíðunni. Móðir hennar, Debi, deildi forsíðunni stolt á Twitter í vikunni og skrifaði: „Ég skelf svo mikið að ég get varla skrif- að. Takk fyrir að fjalla um Avery! #transisbeautiful“ Tölublað National Geographic mun fjalla um „kynja- byltinguna“. Hin ellefu ára gamla Gabríela Mar- ía Daðadóttir fagnar blaðinu en hún var í forsíðuviðtali við Fréttatím- ann í maí þar sem hún hvatti aðra transkrakka til að vera óhrædd við að vera þau sjálf. „Mér líst voðalega vel á þetta. Mér finnst flott að hún komi út sem transgender og er bara stolt af því. Þetta er ekkert mál og hún sýnir það alveg að hún er bara venjuleg eins og allir hinir.“ Gabríela María skilur vel hvað Avery meinar með orðunum á for- síðunni. „Já, það er gott að þurfa ekki að þykjast. Þú þarft ekkert að vera hrædd við að sýna að þú sért transgender, eða hafa áhyggjur af því að einhver ætli að vera leiðin- legur við þig út af því. Maður er bara venjulegur þó maður sé transgend- er.“ Sjálf hefur Gabríela María alltaf viljað vera stelpa þó hún hafi fæðst strákur og verið skírð Gabríel. Í viðtalinu í vor veitti hún öðrum transkrökkum góð ráð; „Mig langar að segja þeim að vera hugrökk. Ekki vera hrædd. Verið eins og þið eruð. Gerið þetta bara. Það er heimsku- leg tilhugsun að ef maður fæðist ein- hvern veginn þá eigi maður bara að vera þannig. Mér finnst hræðilegt þegar foreldrar leyfa ekki börnun- um sínum að ráða hvort þau eru stelpa eða strákur. Það er örugglega það heimskuleg- asta sem til er í heiminum. Ég hef alltaf fengið að vera stelpa. Þannig líður mér best.“ Að sögn Siggu Birnu Valsdóttur, fjölskylduráðgjafa hjá Samtök- unum ‘78, sem hefur unnið náið með transkrökkum og fjölskyldum þeirra, hefur svona umfjöllun mikla þýðingu. „Það hjálpar auðvitað að börn stígi svona fram, því þá sér fólk að þetta er ekki óyfirstíganlegt. Þetta er eitthvað sem hægt er að tak- ast á við. Öll umræða er góð. Mér finnst þessi orð Avery á forsíðunni alveg frábær. Við verðum vör við að krökkum finnist þau þurfa að þykj- ast vera af því kyni sem þeim var út- hlutað við fæðingu.“ Hún segir vitundarvakningu hafa orðið að undanförnu á Íslandi. „Meðvitundin í samfélaginu hefur aukist gífurlega síðastliðin fimm ár. Það eru þónokkur börn á grunn- skólaaldri á Íslandi sem hafa þegar skipt um nafn. Fólk bregst fyrr við nú en áður. Foreldrar heyra bet- ur það sem börnin segja og hafna ekki hugmyndum þeirra. Þeir leita sér aðstoðar og ráðgjafar fyrr. Oft felst hræðsla foreldranna í að börnin þeirra verði fyrir aðkasti og fordómum í samfélaginu. Okkar upplifun er hinsvegar sú að þeim börnum vegnar vel sem fá samþykki frá fjölskyldu og umhverfi. Unga kynslóðin á yfirleitt auðveldara með að aðlagast en eldri kynslóðin. Ég heyri að krökkum finnist ekkert mál að einhver í bekknum þeirri skipti um nafn eða sé ekki lengur það kyn sem því var úthlutað í fæðingu. Við megum samt ekki gleyma því að ungt transfólk er ennþá í mestri hættu á vanlíðan, sjálfsskaðandi hegðun og á því að svifta sig lífi. Þess vegna hjálpar það gegn for- dómum að vekja athygli á aðstæð- um transkrakka.“ Hin níu ára gamla trans- stelpa, Avery Jackson prýðir forsíðu National Geographic sem kemur út í janúar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.