Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 17.12.2016, Page 26

Fréttatíminn - 17.12.2016, Page 26
26 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. desember 2016 Jón Viðar Jónsson Á fyrstu sex árum seytjándu aldar samdi William Shakespeare fjóra harmleiki sem óumdeilanlega gnæfa hátt yfir önnur verk hans, leikrit og ljóð: Hamlet, Óþelló, Macbeth og Lé konung. Þar af leiðandi yfir allar bókmenntir heimsins frá upphafi til vorra daga – myndu margir, ef ekki flestir, segja. T.S. Eliot, sem var ekki að- eins merkilegt skáld heldur einnig merkur bókmenntarýnandi, taldi að vísu að hinn Guðdómlegi gleðileikur Dantes væri stærsta verk vestrænna bókmennta og það svo að ekki dygði minna en öll verk Shakespeares til að finna eitt- hvað sambærilegt. Fyrir mitt leyti Auðtrúa eiginmaður og siðblindur sjarmör Í harmleiknum um Óþelló, sem Þjóðleik- húsið frumsýnir nú um jólin, beitir William Shakespeare mannþekkingu sinni og sál- rænu innsæi til að varpa ljósi á óhugnanlegan ástríðuglæp. Hann lýsir þarna djöfullegri grimmd sem allt virðist geta sigrað, illsku sem þjónar engum tilgangi öðrum en að eyðileggja. Og í hinum fræga lokaþætti rísa átök illsku og kærleika upp í nánast kosmíska hæð sem vart á sinn líka í verkum skáldsins. Jón Viðar Jónsson fjallar hér um Óþelló, eitt af meginverkum Shakespeares, sem Þjóðleikhúsið setur upp um hátíðarnar. Vekur inntak þess og uppfærslusögu. á ég bágt með að skilja slík sam- anburðarfræði; ég sé ekki hvernig hægt er að leggja að jöfnu annars vegar voldugan ljóðabálk, andlegs efnis, gegnhugsaða, þaulmótaða listræna heild; hins vegar eitthvað rétt innan við fjörutíu leikrit sem þrátt fyrir sameiginleg höfundar- einkenni eru svo ólík innbyrðis að undrum sætir. Því það er ein af mörgum furðum Shakespeares: hann endurtók sig aldrei, eins og hann vildi á einhvern hátt brjóta nýtt land með hverju nýju verki. En hvað sem öllum saman- burðarbókmenntum líður er staðreynd að harmleikirnir fjórir hafa frá upphafi notið gríðarlegs áhuga og vinsælda. Það á jafnt við um áhorfendur sem lesendur, fræðimenn og krítíkera. Á þeim vinsældum er ekkert lát, þvert á móti er engu líkara en þær fari sí- fellt vaxandi. Sjálfur hneigist ég til að vona að það sé vísbending um að siðmenningin eigi sér enn ein- hverja von. Á hátindi sköpunarinnar Árið 1600 hafði Shakespeare fengist við leikritun í rúman ára- tug, ef til vill lengur. Við vitum ekki með vissu frá hvenær hann hóf skriftir; þeir fræðimenn sem varfærnastir eru tímasetja elstu verkin ekki fyrir 1590, en öðrum þykir ólíklegt að hann hafi ekki verið byrjaður fyrr, miðað við hin gríðarlegu afköst hans. En um það er ekkert fast í hendi. Í öllu falli gat skáldið státað af tíu sögu- eða krönikuleikjum um enska mið- aldakónga, tveimur harmleikjum, og sjö eða átta gamanleikjum, kómedíum, þegar hér var komið. Hann var að upplagi meira kómedíuskáld en harmleikja, segja sumir. Kómedíurnar hafa allt- ént lifað góðu sviðslífi í meira en fjórar aldir. Þær elstu eru flestar farsakenndar; í þeim síðari nýtur ljóðræna hans sín betur, fyndn- in verður snarpari, fjölbreyttari, safameiri. Það er auðvelt að trúa þeim vitnisburði samtíðarmanna að hann hafi sjálfur verið einkar orðheppinn og hnyttinn. Um ótrúlega málsnilld hans er óþarft að fjölyrða, ótæmandi orðaforða og hugkvæmni í myndun nýrra orða og samsetninga; á stundum er jafnvel ekki frítt við að hann missi stjórn á sínum glaða leik við tungumálið. En honum lærðist að hemja þessa gáfu og temja, virkja hana í þjónustu þess sem hann vildi segja, sýna og tjá í skáld- skapnum. Slappur „plottari“? Sú skoðun er ekki ný að „plottin“, söguflækjurnar og uppbygging þeirra, séu eitt hið veikasta í list Shakespeares. Þau séu ekki alltaf sem sennilegust og hangi stund- um varla saman, eins þótt skáldið beiti ýmsum brögðum til að fela það. Úndir þetta er hægt að taka að vissu – en ekki öllu – leyti; mörg leikritanna eru feikilega vel smíðuð, til dæmis Jónsmes- sunæturdraumur eða Rómeó og Júlía. En önnur eru losaralegri í byggingu og sums staðar eiga svo- lítið skrýtnir hlutir til að gægjast í gegn, einkum þegar rýnt er í vef þeirra við lestur, tímaramminn skoðaður og eitt og annað sem á að gerast utansviðs. Hamlet er dæmi um þetta, en einnig Óþelló þó með öðrum hætti sé. En þá er að vísu eins að gæta: Shakespeare sótti sem sé söguefni sín langoftast til annarra. Veiddi hann þau ekki upp úr gömlum krönikum og alþýðlegum sagn- fræðibókum, fann hann þau í vin- sælum smásögum, reyfurum og rómantískum hjarðsveina- og æv- intýraskáldskap. Var sumt af því enskt, en margt komið frá Ítölum og Frökkum sem höfðu þá verið mestu bókmenntaþjóðir Evrópu um langan aldur. Það er hreint ekki óhugsandi, jafnvel fremur líklegt, að Shakespeare hafi verið þokkalega læs á annað tungumál- anna eða bæði. Af uppruna Óþellós Hann fór eins að í Óþelló. Söguna, fabúluna, fann hann í ítölsku smá- sagnasafni, Hecatommithi eftir Giraldi nokkurn Cinthio, sem var fyrst gefið út árið 1565. Ensk þýð- ing á sögunni birtist hins vegar ekki á prenti fyrr en löngu eftir daga Shakespeares. Sagan kom út í franskri þýðingu árið 1584 og veit enginn hvort hann las hana þar eða á frummálinu. Það eitt er víst að hann þekkti hana og skoð- aði vel áður en hann tók til við að semja Óþelló. En þó að Shakespeare sæki sögugrindina til Cinthios, fer hann að vanda frjálsum höndum um efnið. Í sögu Cinthios segir af Mára nokkrum (nafnlausum) sem er for- ingi í her Feneyja. Á þessum tíma og lengi síðan voru Tyrkir í mikilli framsókn í suðaustur-Evrópu og við Miðjarðarhaf og mæddu átökin við þá ekki minnst á hinu gamla verslunarveldi Feneyinga. Tyrk- inn var mesta ógn hinnar kristnu Evrópu sem var nú veikari fyrir en nokkru sinni áður, eftir að upp- reisn Lúthers gegn rómversk-kaþ- ólsku kirkjunni hafði klofið álfuna í andstæðar fylkingar. Márar voru frá Norður-Afríku, dökkir á hör- und og múhameðstrúar, og því í meira lagi skrýtið að finna einn þeirra háttsettan í her kristins rík- is; það hefði fremur mátt búast við honum undir merki Tyrkjasold- áns. Cinthio skýrir þetta ekki og ekki Shakespeare heldur. Márinn gengur að eiga feneyska fegurðardís, Disdemónu (Desdemónu hjá Shakespeare), þvert gegn vilja foreldra hennar og frænda. Þau unnast hugástum, en skjótt skipast veður í lofti; illmenni nokkurt, merkisberi í her Már- ans, maður sem hann ber fyllsta traust til, telur honum trú um að kona hans sé honum ótrú. Már- inn fyllist stjórnlausri afbrýði og heift sem endar með því að hann verður henni að bana. Í sögu Cint- hios er það raunar Merkisberinn (sömuleiðis nafnlaus hjá Cinthio) sem tekur að sér að framkvæma ódæðið. Óhugnanleg lokasena? Saga Cinthios er ekki mikið bók- menntaverk, en hún er lipurlega skrifuð, þó að einstök atriði séu með nokkrum ólíkindum. Þar hafa hjónin búið saman langa hríð þegar ósköpin dynja yfir; Aldís Amah Hamilton og Ingvar E. Sigurðsson í hlutverkum Desdemónu og Óþellós á æfingu fyrir jólasýningu Þjóðleik- hússins sem frumsýnd verður 22. desember. Mynd | Eddi. Niðurlag leikritsins er einkar dramatískt. Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is Verð frá 34.900 Every Day Messenger er margverðlaunuð ljósmynda- og tölvutaska sem lítur ekki bara vel út heldur bíður upp á marga burðarmöguleika og skipulag sem á sér engan líka. Every Day Messenger frá Peak Design

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.