Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 17.12.2016, Síða 36

Fréttatíminn - 17.12.2016, Síða 36
Undir 3.000 kr. Undir 5.000 kr. Undir 10.000 kr. 2.980 kr. 4.980 kr. 9.900 kr. Á vefnum okkar, kokka.is, getur þú klárað jóla- innkaupin á einu bretti. Vefverslunin er full upp í rjáfur af góðum og gagnlegum gjöfum sem flokkaðar eru eftir þema og verði. Kokkaðu upp snilldarlega gjöf á kokka.is - fyrir þá sem eru nýbyrjaðir að búa og líka þá sem eiga allt. www.kokka.is laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is 36 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. desember 2016 Páll Baldvin Baldvinsson blaðamaður Viðar Hreinsson, Jón lærði og nátt- úrur náttúrunn- ar. Feit og mikil ævi og aldarfars- saga unnin með tilstyrk margra sjóða. Eitt glæsi- legasta bókverk ársins og gefið út af fallega fólkinu í Lesstofunni. Tvær nýjar bækur Gyrðis Elíasson- ar skálds frá Dimmu eru möst. Langbylgja – smáprósar og Síð- asta vegabréfið – ljóð. Hann er eini maðurinn sem réttlætanlegt er að safna nú um stundir. Hann er allra átta og allra tíma. Hafbókin eftir Morten Ströksnes hinn norska. Hákerlingin eða há- karlinn eins og við köllum hann oft- ast í seinni tíð fær flotta bók um sig í glæsilegri þýðingu, sannkölluð há- karlalega á miðum sem við eigum nú aldeilis að þekkja eftir áttæringa okkar feðra og mæðra fyrir austan, vestan og norðan. Nú vandast valið: Geirmundar- geim eða Látra-Björg Hermanns? Hugsa ég halli mér bara að nýrri ljóðabók Guðrúnar frænku minnar Hannesdóttur: Skin. Ingi Björn Guðnason bókmenntafræðingur Hvítsvíta eft ir Athena Farrok- hzad (þýð. Eirík- ur Örn Norðdahl). Magnaður ljóða- bálkur sem talar beint inn til okk- ar tíma um leið og hann hefur sögu- lega dýpt og landfræðilega breidd. Bókverkið sjálft, hvítt letur á svört- um bakgrunni, skapar sérstaka lestarreynslu. Allt of lítið er gefið út af Norrænum samtímabókmennt- um á Íslandi en hér er komin mik- ilvæg bók sem á erindi við okkur. Blómið – saga um glæp eftir Sölva Björn Sigurðsson. Áhugaverð fjöl- skyldusaga með vísindaskáldskap- arívafi. Sölva tekst að spinna saman á áreynslulausan hátt raunsæisleg- um þráðum fjölskyldusögunnar og fantastískum þráðum vísindaskáld- skapar. Atvikið sem undirtitillinn vísar til drífur svo lesturinn áfram og gerir söguna spennandi. Að heiman eftir Arngunni Árna- dóttur. Ég er mjög spenntur fyrir þessari fyrstu skáldsögu Arngunn- ar Árnadóttur. Í fyrstu bók sinni Unglingum sýndi hún frábær tök á snörpum stíl smáprósa eða prósa- ljóðs. Það er því tilhlökkunarefni að lesa þessa nýju bók sem er gefin út af kröftugu grasrótarforlagi. Fórnarleikar eftir Álfrúnu Gunn- laugsdóttur. Ný bók eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur er alltaf stórvið- burður í íslenskum bókmenntum. Álfrún er einfaldlega einn allra fremsti höfundur okkar og hefur einstök tök á bæði formi og stíl. Þessi bók verður geymd fram á að- fangadagskvöld. Jón lærði og náttúrur náttúr- unnar eftir Viðar Hreinsson. Þetta stórvirki, sem gefið er út af litlu grasrótarforlagi, hlýtur að sæta tíð- indum. Ég hlakka til að kynnast Jóni lærða betur í gegnum verkið. Það sem gerir bókina mest spennandi er að fá betri innsýn í samtíma Jóns og heimsmynd hans, sérstaklega samband mannsins við náttúruna sem titillinn vísar til. Þetta síðast- nefnda held ég að eigi fullt erindi við okkar tíma. Uppljómanir & Árstíð í helvíti eft- ir Arthur Rimbaud í íslenskri þýðingu Sigurðar Pálsson- ar og Sölva Björns Sigurðssonar. Þessi verk eru mikilvæg. Stafróf vestrænnar nútímaljóðlistar. Að þau skuli birtast á íslensku nú með jafn fínum hætti, ómetanlegt. Ismail Kadare: Hershöfðingi dauða hersins, í íslenskri þýð- ingu Hrafns E. Jónssonar. Stríðum er ekki lokið þótt þeim ljúki. Þeim lýkur aldrei. Þessi bók fjallar um það. Blautar grafir í Albaníu eiga hér stefnumót við tannlæknaskýr- slur og drykkfelldan hershöfðingja sem bugast. Kadare loksins kom- inn á íslensku, reyndar 25 ára göm- ul þýðing sem ekki fékkst útgefin fyrr, það segir nokkuð um íslenskt bókmenntalíf almennt. Steinunn Sigurðardóttir: Af ljóði ertu komin. Ný bók, og þá meina ég ný. Inniheldur besta ljóð ársins og þótt víðar væri leitað, og óstöðv- andi gufuskipið Sorg leysir hér fest- ar. Mjög vel heppnað. Sjón: CoDex 1962. Þrjú verk í einu bindi. Verk sem þessi merki höfund- ur ætlaði sér áreiðanlega alltaf að skrifa. Sköpunarsaga, upprunasaga, og beitt ádeila á tilveru okkar í nýju lýðveldi, skrifuð með aðferðum skáldskaparins frá öllum tímum. Þorsteinn frá Hamri: Núna. Og samt / er svo margt fallegt. / Þar á meðal / þessi orð. / Og þú / að segja þau. Eiríkur Guðmundsson rithöfundur Raddir úr húsi loftskeytamanns ef t ir Steinunni Helgadóttur: Upp- götvun ársins, nýr og nær óþekktur höfundur stígur fram með áhrifa- mikla og geysivel skrifaða skáldsögu. Sagan samanstendur af sjálfstæð- um köflum og persónum sem all- ar tengjast innbyrðis. Virðist fyr- irhafnarlítið verk á yfirborðinu en undir býr djúp hlustun og skynjun höfundar á mannlífinu. Takk fyrir að láta mig vita eftir Friðgeir Einarsson: Smásagnasafn og fyrsta bók höfundar sem hefur getið sér gott orð sem sviðslista- maður og er einn af höfundunum í leikhópnum Kriðpleir. Friðgeir er launfyndinn maður sem fer ekki mikið fyrir en kann virkilega að horfa á mannlífið og skoða smáat- riðin sem stundum verða svo stór. Heiða – fjalldalabóndinn eft- ir Steinunni Sigurðardóttur: Höf- undur bregður sér í hlutverk hins skapandi blaðamanns og þefar uppi stórmerkilega konu sem er einhleypur bóndi á Ljótarstöð- um í Skaftártungu. Rödd Heiðu er einstök og tungutakið eins og þver- snið af íslensku gegnum aldirnar og ekki er barátta hennar fyrir landi og náttúru síðri. Langbylgja eftir Gyrði Elíasson: Þetta smáprósasafn hlakka ég verulega til að lesa. Ég hef orðið æ hrifnari af Gyrði eftir því sem ég hef lesið meira eftir hann og þar eru bækur eins og Sandárbókin og Suðurglugginn í miklu uppáhaldi. Rödd hans og stíll ná að hreyfa við hugsun og tilfinningum lesandans með einstökum hætti. Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur: Hlakka til að lesa þessa nýju bók Auðar Övu en ég hef lesið flestar bækur hennar áður. Efni bókar- innar virðist tala beint inn í þá tíma sem við lifum og laskað heimsá- standið. Hvernig getum við fundið tilgang og merkingu í stríðshrjáð- um heimi og nýtt þekkingu okkar í þágu þeirra sem þurfa á henni að halda? Hlín Agnarsdóttir múltíkúnstner

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.