Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 17.12.2016, Qupperneq 36

Fréttatíminn - 17.12.2016, Qupperneq 36
Undir 3.000 kr. Undir 5.000 kr. Undir 10.000 kr. 2.980 kr. 4.980 kr. 9.900 kr. Á vefnum okkar, kokka.is, getur þú klárað jóla- innkaupin á einu bretti. Vefverslunin er full upp í rjáfur af góðum og gagnlegum gjöfum sem flokkaðar eru eftir þema og verði. Kokkaðu upp snilldarlega gjöf á kokka.is - fyrir þá sem eru nýbyrjaðir að búa og líka þá sem eiga allt. www.kokka.is laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is 36 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. desember 2016 Páll Baldvin Baldvinsson blaðamaður Viðar Hreinsson, Jón lærði og nátt- úrur náttúrunn- ar. Feit og mikil ævi og aldarfars- saga unnin með tilstyrk margra sjóða. Eitt glæsi- legasta bókverk ársins og gefið út af fallega fólkinu í Lesstofunni. Tvær nýjar bækur Gyrðis Elíasson- ar skálds frá Dimmu eru möst. Langbylgja – smáprósar og Síð- asta vegabréfið – ljóð. Hann er eini maðurinn sem réttlætanlegt er að safna nú um stundir. Hann er allra átta og allra tíma. Hafbókin eftir Morten Ströksnes hinn norska. Hákerlingin eða há- karlinn eins og við köllum hann oft- ast í seinni tíð fær flotta bók um sig í glæsilegri þýðingu, sannkölluð há- karlalega á miðum sem við eigum nú aldeilis að þekkja eftir áttæringa okkar feðra og mæðra fyrir austan, vestan og norðan. Nú vandast valið: Geirmundar- geim eða Látra-Björg Hermanns? Hugsa ég halli mér bara að nýrri ljóðabók Guðrúnar frænku minnar Hannesdóttur: Skin. Ingi Björn Guðnason bókmenntafræðingur Hvítsvíta eft ir Athena Farrok- hzad (þýð. Eirík- ur Örn Norðdahl). Magnaður ljóða- bálkur sem talar beint inn til okk- ar tíma um leið og hann hefur sögu- lega dýpt og landfræðilega breidd. Bókverkið sjálft, hvítt letur á svört- um bakgrunni, skapar sérstaka lestarreynslu. Allt of lítið er gefið út af Norrænum samtímabókmennt- um á Íslandi en hér er komin mik- ilvæg bók sem á erindi við okkur. Blómið – saga um glæp eftir Sölva Björn Sigurðsson. Áhugaverð fjöl- skyldusaga með vísindaskáldskap- arívafi. Sölva tekst að spinna saman á áreynslulausan hátt raunsæisleg- um þráðum fjölskyldusögunnar og fantastískum þráðum vísindaskáld- skapar. Atvikið sem undirtitillinn vísar til drífur svo lesturinn áfram og gerir söguna spennandi. Að heiman eftir Arngunni Árna- dóttur. Ég er mjög spenntur fyrir þessari fyrstu skáldsögu Arngunn- ar Árnadóttur. Í fyrstu bók sinni Unglingum sýndi hún frábær tök á snörpum stíl smáprósa eða prósa- ljóðs. Það er því tilhlökkunarefni að lesa þessa nýju bók sem er gefin út af kröftugu grasrótarforlagi. Fórnarleikar eftir Álfrúnu Gunn- laugsdóttur. Ný bók eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur er alltaf stórvið- burður í íslenskum bókmenntum. Álfrún er einfaldlega einn allra fremsti höfundur okkar og hefur einstök tök á bæði formi og stíl. Þessi bók verður geymd fram á að- fangadagskvöld. Jón lærði og náttúrur náttúr- unnar eftir Viðar Hreinsson. Þetta stórvirki, sem gefið er út af litlu grasrótarforlagi, hlýtur að sæta tíð- indum. Ég hlakka til að kynnast Jóni lærða betur í gegnum verkið. Það sem gerir bókina mest spennandi er að fá betri innsýn í samtíma Jóns og heimsmynd hans, sérstaklega samband mannsins við náttúruna sem titillinn vísar til. Þetta síðast- nefnda held ég að eigi fullt erindi við okkar tíma. Uppljómanir & Árstíð í helvíti eft- ir Arthur Rimbaud í íslenskri þýðingu Sigurðar Pálsson- ar og Sölva Björns Sigurðssonar. Þessi verk eru mikilvæg. Stafróf vestrænnar nútímaljóðlistar. Að þau skuli birtast á íslensku nú með jafn fínum hætti, ómetanlegt. Ismail Kadare: Hershöfðingi dauða hersins, í íslenskri þýð- ingu Hrafns E. Jónssonar. Stríðum er ekki lokið þótt þeim ljúki. Þeim lýkur aldrei. Þessi bók fjallar um það. Blautar grafir í Albaníu eiga hér stefnumót við tannlæknaskýr- slur og drykkfelldan hershöfðingja sem bugast. Kadare loksins kom- inn á íslensku, reyndar 25 ára göm- ul þýðing sem ekki fékkst útgefin fyrr, það segir nokkuð um íslenskt bókmenntalíf almennt. Steinunn Sigurðardóttir: Af ljóði ertu komin. Ný bók, og þá meina ég ný. Inniheldur besta ljóð ársins og þótt víðar væri leitað, og óstöðv- andi gufuskipið Sorg leysir hér fest- ar. Mjög vel heppnað. Sjón: CoDex 1962. Þrjú verk í einu bindi. Verk sem þessi merki höfund- ur ætlaði sér áreiðanlega alltaf að skrifa. Sköpunarsaga, upprunasaga, og beitt ádeila á tilveru okkar í nýju lýðveldi, skrifuð með aðferðum skáldskaparins frá öllum tímum. Þorsteinn frá Hamri: Núna. Og samt / er svo margt fallegt. / Þar á meðal / þessi orð. / Og þú / að segja þau. Eiríkur Guðmundsson rithöfundur Raddir úr húsi loftskeytamanns ef t ir Steinunni Helgadóttur: Upp- götvun ársins, nýr og nær óþekktur höfundur stígur fram með áhrifa- mikla og geysivel skrifaða skáldsögu. Sagan samanstendur af sjálfstæð- um köflum og persónum sem all- ar tengjast innbyrðis. Virðist fyr- irhafnarlítið verk á yfirborðinu en undir býr djúp hlustun og skynjun höfundar á mannlífinu. Takk fyrir að láta mig vita eftir Friðgeir Einarsson: Smásagnasafn og fyrsta bók höfundar sem hefur getið sér gott orð sem sviðslista- maður og er einn af höfundunum í leikhópnum Kriðpleir. Friðgeir er launfyndinn maður sem fer ekki mikið fyrir en kann virkilega að horfa á mannlífið og skoða smáat- riðin sem stundum verða svo stór. Heiða – fjalldalabóndinn eft- ir Steinunni Sigurðardóttur: Höf- undur bregður sér í hlutverk hins skapandi blaðamanns og þefar uppi stórmerkilega konu sem er einhleypur bóndi á Ljótarstöð- um í Skaftártungu. Rödd Heiðu er einstök og tungutakið eins og þver- snið af íslensku gegnum aldirnar og ekki er barátta hennar fyrir landi og náttúru síðri. Langbylgja eftir Gyrði Elíasson: Þetta smáprósasafn hlakka ég verulega til að lesa. Ég hef orðið æ hrifnari af Gyrði eftir því sem ég hef lesið meira eftir hann og þar eru bækur eins og Sandárbókin og Suðurglugginn í miklu uppáhaldi. Rödd hans og stíll ná að hreyfa við hugsun og tilfinningum lesandans með einstökum hætti. Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur: Hlakka til að lesa þessa nýju bók Auðar Övu en ég hef lesið flestar bækur hennar áður. Efni bókar- innar virðist tala beint inn í þá tíma sem við lifum og laskað heimsá- standið. Hvernig getum við fundið tilgang og merkingu í stríðshrjáð- um heimi og nýtt þekkingu okkar í þágu þeirra sem þurfa á henni að halda? Hlín Agnarsdóttir múltíkúnstner
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.