Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 17.12.2016, Qupperneq 56

Fréttatíminn - 17.12.2016, Qupperneq 56
56 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. desember 2016 Nokkrar bestu kvendrifnu þáttaraðirnar Samtök kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum á Íslandi, eða Wift konur, tóku saman þáttaraðir sem voru í sérlegu uppáhaldi á árinu. Um er að ræða bestu kvendrifnu sjón- varpþáttaraðirnar árið 2016, að þeirra mati. Hér eru nokkrar af þeim þáttum sem Wift konur töldu upp: Skam Flestar eru sammála um að Skam (í. Skömm) væri ein af bestu þátta- röðum ársins. Um norskt unglinga- drama er að ræða sem hefur farið sigurför um heiminn og sýnir RÚV nú fyrstu þáttaröðina en þriðja þáttaröðin hefur þegar verið sýnd í Noregi og hana má nálgast á vef- síðu norska ríkissjónvarpsins. The Crown Þáttaröðin fjallar um fyrstu ár Elísabetar Englandsdrottningar en þáttaröðin er ein sú dýrasta sem framleidd hefur verið í Bretlandi og er vel farið í hin ýmsu smáat- riði. Réttur 3 Flóknar og klókar kvenpersónur. Góð framvinda með feminískum undirtóni þar sem normalíserning kynferðisofbeldis á öllum stigum er opinberuð. Flott leikaraval. Happy Valley Æsispennandi glæpaþáttaröð, full af breyskum og skemmtilegum kvenpersónum. Þættirnir gerast í bæ á Englandi sem hefur farið hvað verst út úr eiturlyfjafaraldr- inum þar í landi. Stranger Things Þær geta verið áhugaverðar kvenpersónurnar í Sci Fi mynd- um og eru Stranger Things engin undantekning. Wiona Rider á góða endurkomu sem móðirin Joyce og hin unga Millie Bobby Brown vakti heimsathygli fyrir leik sinni sem hin dularfulla Eleven. Persónunarnar sterkar en í senn brothættar. | bg ◀ Réttur 3. ▲ Skam. ◀ Stranger Things. ▼ Happy Valley ◀ The Crown. Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is „Það var ekki mikið af pökkum hér áður fyrr. Ég var átta ára þegar ég fékk fyrstu jólagjöfina. Það var kertapakki, lítill með snún- um kertum í öllum regnbogans litum. Það var ekkert rafmagn þá og þegar fór að birta af degi á jóladag þá fór ég með kertin fram í bæjardyr til að skoða herleg- heitin, ég gleymi þessu aldrei,“ segir Hólmfríður, íbúi á Hrafnistu í Reykjavík. Þegar blaðamaður kom á Hrafn- istu var jólakvennaboð í matstof- unni. Það verið að ræða gamlar og nýjar jólahefðir, hvernig jóla- maturinn hefur þróast og hvað gjafamenningin hefur breyst. Á borðum var jólabland, hangikjöt og smákökur. „Nú er mikil hefð fyrir rjúpum en ég vil bara ekki láta drepa rjúpur. Eftir að ég las kvæðið Óhræsið eftir Jónas Hall- grímsson um rjúpuna þá get ég ekki hugsað mér að borða hana,“ segir Þorgerður. „Grænar baunir frá Ora og vel brúnaðar kartöflur með miklum sykri og heimagert rauðkál verða alltaf að vera á jólunum,“ segir Þórunn Benný. „Bíldudals grænu baunirnar stóðu samt alltaf fyrir sínu,“ segir Þor- gerður og beinir orðum sínum til Þórunnar. Pása var tekin á umræðum um mat og lesið var kvæði frá Stefáni frá Hvítadal um jólin: „Ó, blessuð jólin, er barn ég var. Ó, mörg er gleðin að minnast þar. Í gullnum ljóma, hver gjöf mér skín. En kærust vor mér kertin mín.“ „Þetta lýsir nú boðskap jól- anna,“ segir Hólmfríður, „og hvað er hægt að gleðjast yfir litlu,“ segir Þórunn. Konurnar á Hrafnistu taka eftir því að meira stress fylgi jólunum nú en áður fyrr. „Ég var nú að taka eftir því í útvarpinu, því ég hlusta bara á útvarp, að það var verið að tala um undirbún- ing jólanna og allt í kringum þau og það var hvergi minnst á það að það hafi barn fæðst á jólun- um,“ segir Hólmfríður. „Það eru flestir búnir að gleyma því. Allir að kafna í þessum gjöfum og ves- eni,“ segir Þórunn um jólastressið sem einkennir landann um þessar mundir. „Alltaf klukkan sex á að- fangadag átti maður að vera kom- inn í jólafötin. Þá var lesinn hús- lestur af húsbónda heimilisins,“ segir Þórunn. Húslestur var stund á heimili fólks og lesin guðsorð þegar heimilisfólk hafði ekki tök á að fara til kirkju til messu vegna veðurs. „Þessi stund var heilög og tengdi fjölskylduna saman. Núna eru allir að flýta sér, ég bara skil þetta ekki,“ segir Hólmfríður. „Á mínu heimili var alltaf lesið guð- spjallið áður en pakkarnir voru teknir upp, við vorum ekkert að flýta okkur,“ segir Þorgerður og brosir. Jólaboðinu lauk með laginu Bráðum koma blessuð jólin til þess að koma öllum í jólaskapið. Borðar ekki rjúpur vegna Jónasar Hallgrímssonar Konurnar á Hrafnistu ræða jólahefðir, Bíldudals grænar baunir og jólastressið. Konurnar á Hrafnistu ræða gamlar og nýjar jólahefðir, hvernig jóla- maturinn hefur þróast og hvað gjafamenningin hefur breyst. Mynd | Hari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.