Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 17.12.2016, Blaðsíða 76

Fréttatíminn - 17.12.2016, Blaðsíða 76
Fjarðarkaup eru stolt af því gríðarlega mikla úrvali af vegan hráefni sem Fræið hefur að geyma. Í Fræinu geta þau sem kjósa að sneiða hjá dýraafurð- um keypt í jólamatinn allt það sem hugurinn girnist. Mikið úr- val af hvers kyns vegankjöti s.s. oumph-i sem er orðið gríðarlega vinsælt í veganrétti enda hægt að matbúa það á ótal vegu. Hægt er að fá mjög góðan veganís sem er dásamlegur eftirréttur með sósu sem gerð er úr einhverju því góm- sæta vegansúkkulaði sem fæst í Fræinu. Síðast en ekki síst er vert að nefna vegan hnetusteik Helgu Mogensen sem er einungis fáan- leg fyrir jólin. Steikin selst alltaf upp svo það er um að gera að tryggja sér steikina hennar Helgu sem allra fyrst. Fræið fyrir grænmetisætuna 8 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016MATARTÍMINN Jólamatur fyrir alla í Fjarðarkaupum Villibráð, oumph og allt þar á milli. Unnið í samstarfi við Fjarðarkaup Jólamatur landans hefur breyst töluvert á undan-förnum árum og fjöl-breytnin eykst frá ári til árs. Svo virðist sem margar hefðir séu að láta undan og fólk er ófeimið við að prófa nýja hluti sem á árum áður þótti algerlega óhugsandi á mörgum heimilum. Gísli Sigurbergsson, verslun- arstjóri í Fjarðarkaupum, hef- ur verið viðriðinn verslunina frá stofnun hennar eða í 43 ár og hefur því fylgst með jólainnkaup- um Íslendinga í yfir fjóra áratugi. „Hamborgarhryggurinn er ekki eins vinsæll og hann var, það er ekki mjög langt síðan að hann var að borðum örugglega 90% lands- manna um jólin. Það eru kannski 6-7 ár síðan þetta fór að breyt- ast mikið,“ segir Gísli og bendir á að kílóið af hamborgarhryggnum sé á tæpar 1700 krónur, ódýrari en kíló af roðflettri ýsu. „Þannig að jólamaturinn er orðinn frekar ódýr, má segja, matur sem þú færð þér þó bara einu sinni á ári.“ Svínakjötið er einnig vinsælt segir Gísli, ekki síst svínabógur- inn sem er fastur liður á mörgum heimilum. „Og fyrst við erum að tala um verð má nefna að þar ertu komin með 850 krónur kílóið!“ Gísli segir marga vera farna að borða kalkún á jólunum og jafnvel afbrigði af honum eins og smjör- sprautað kalkúnaskip sem er mjög mikið selt í Fjarðarkaupum fyrir jólin. Veglegt kjötborð Eins og áður sagði hefur fjöl- breytnin aukist mikið undanfarin ár og fólk. Fjölskylda Gísla versl- unarstjóra ber þess til að mynda vitni; áður fyrr var ávallt borðað hangikjöt á jóladag en síðustu ár hefur verið skipt yfir í nautalund! „Þetta er auðvitað bara einu sinni á ári en hér áður fyrr var alltaf borðuð skata á Þorláksmessu og hangikjötsbiti um kvöldið. Á aðfangadagskvöld var svo reykti svínahryggurinn og svo afgangar í hádeginu og svo hangikjöt á jóladagskvöld. Þetta er ansi mikið reykt og saltað,“ segir Gísli. Í Fjarðarkaupum er mikið úrval af villibráð í ár, endur, andabring- ur, gæsir, pekingönd, lynghæna, erlend rjúpa, fasani, krjónhjart- arsteik, skosk villiönd, krón- hjartarfilet. Kjötborðum hefur fækkað mik- ið síðasta áratuginn en kjötborðið í Fjarðarkaupum hefur aldrei verið veglegra. „Þar geturðu komið og handvalið það sem þú vilt. Eins og með hamborgarhrygginn, þú getur bara valið þann hluta af hryggnum sem þú vilt. Mörgum finnst það gott. Við erum með kjötiðnaðarfólk og afgreiðslufólk með margra áratuga reynslu.“ Einnig er hægt að sérpanta fyllt læri og hryggi. „Við getum gert raunar hvað sem fólki dettur í hug,“ segir Gísli. Fólk leitar meira í ferskleik- ann Þar sem Gísli hefur verið viðriðinn verslunina í allan þennan tíma er ekki úr vegi að spyrja hann í lokin hver sé stærsta breytingin sem hann merkir í jólaverslun- inni gegnum árin. „Það er kannski þetta að fólk er að baka minna en það gerði áður, við erum með mik- ið af tilbúnu deigi sem fólk kaupir og það er bara mjög fín vara. Svo er kannski mesta breytingin dósirnir, við vorum með niður- suðudósir hérna í bílförmum; niðursoðna sveppir, niðursoðna ávexti og niðursoðinn aspas til dæmis. Í dag er þetta ananasinn, grænu baunirnar og rauðkálið en það er meira að segja að minnka mikið líka. Fólk leitar meira í ferskleikann.“ Fræið er ævintýri líkast - þar fæst allt fyrir hátíðarmat grænmetisætunnar. Mynd | Rut Hnetusteikin hennar Helgu Mogensen hefur slegið í gegn og færri fá en vilja. Mynd | Rut Oumph, ís og allskonar góðgæti. Mynd | Rut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.