Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 17.12.2016, Page 80

Fréttatíminn - 17.12.2016, Page 80
„Vínland er, eins og eflaust flestir vita, það nafn sem Leifur heppni og félagar gáfu Ameríku fyrir um þúsund árum. Bjórinn er bruggað- ur til heiðurs fundinum og dregur því nafn sitt af þessu. Það má segja að okkar haustber séu það næsta sem við komumst náttúrulegum vínhráefnum hérlendis þessi árin,“ segir Sturlaugur Jón Björnsson, bruggmeistari hjá Borg brugghúsi. Vínland er samstarfsverkefni Borgar Brugghúss og Four Winds Brewing í Bresku Kólumbíu í Kanada og er væntanlegt í sölu í næstu viku. Bjórinn flokka brugg- húsin sem „súran haust-saison“ en hann er meðal annars gerður úr al- íslenskum bláberjum og íslenskri krækiberjasaft. Kanadíska brugg- húsið Four Winds bruggar tæplega milljón lítra af bjór árlega sem nær eingöngu eru seldir innan fylkis- marka Bresku Kólumbíu. „Við settum okkur í samband við Brent Mills, bruggmeistara og eiganda Four Winds, þegar við vor- um að plana ferð til Vancouver í upphafi árs. Þá kom upp úr dúrnum að hann var að plana ferð til Íslands í haust og ákváðum við því að brugga saman samstarfsbjóra í sitt hvoru brugghúsinu, heima og heiman, í Reykjavík og Bresku Kólum- bíu. Fyrri bjórinn brugguðum við í vor í Kanada en hann hefur legið í svokölluðum Foedre-tanki á plóm- um og brettanomyces-ger undanfar- ið og fer að verða tilbúinn til töpp- unar hvað úr hverju. Við stefnum á að ná einhverjum flöskum af hon- um til Íslands. Seinni bruggunin fór svo fram hjá okkur í byrjun sept- ember og þar langaði okkur að gera sannkallaðan íslenskan haustbjór og fengum því til okkar umtalsvert magn af íslenskum bláberjum og ís- lenskum krækiberjasafa sem bjór- inn fékk að liggja á.“ TAKTU ÁBYRGÐ ÞEKKTU TAKMÖRKIN VÍNLAND Nr. C5 33 CL / 5.6% ALC./VOL. IS BJÓR. Innihaldsefni: Vatn, maltað bygg, maltað hveiti, aðalbláber, krækiberjasafi, humlar, ger og lactobacillus. Geymist best á dimmum og svölum stað. Best fyrir: Sjá stimpil. Endurvinnanlegar umbúðir. Skilagjald. EN BEER. Ingredients: Water, malted barley, malted wheat, bilberries, crowberry juice, hops, yeast and Lactobacillus. Store in a cool, dry place. Best before: See stamp. Recyclable. SE STARKÖL. Ingredienser: Vatten, kornmalt, vetemalt, blåbär, kråkbärssaft, humle, jäst och lactobacillus. Ölen är inte lämplig för lagring men ska förvaras mörkt och svalt. Bäst före: Se stämpel. Återvinningsbar förpackning. Framleiðandi/Produced by/Producent: Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. Grjóthálsi 7–11, Reykjavík ENDURVINNANLEGT RECYCLABLE autumn sour saison Icelandic crow- and bilberries foraged in the autumn are used in this saison, brewed in honor of the people who discovered America 1000 years ago, five centuries before Columbus’s voayge. 33 cl beer 5.6% alc./vol. NR.C5 B es t b ef or e D ec em be r 2 02 1 O V E R L A P Borg Brugghús/Four Winds Coll. Brew; Vínland Nr. C5 sept. 2016 CMYK Brugguðu bjór til heiðurs Leifi heppna Íslenskur haustbjór í samstarfi við virta kanadíska bruggara. Myndlistarmaðurinn Sölvi Dúnn skreytti miðann sem prýðir flösku Vínlands. Brent Mills, bruggmeistari hjá Four Winds, skemmti sér vel með félögum sínum í Borg brugghúsi. Mills er lengst til vinstri, þá Árni Long, Sturlaugur Jón og Valgeir Valgeirsson. Mynd | Alison Page Heitt súkkulaði með kanil Ekta heitt súkkulaði er algerlega ómissandi á jólum og aðventu og kanill gerir það ennþá betra og jólalegra. 1 l mjólk 100 g dökkt súkkulaði 50 g rjómasúkkulaði 3 kanilstangir 1/2 tsk. kanill Setjið allt í pott og hitið við með- alhita þar til súkkulaðið er alveg bráðið. Veiðið kanilstangirnar upp úr og berið gjarnan fram með þeyttum rjóma. Jólalegur timíankokteill Ekki sér fyrir endann á aðventu- og jólaboðum hvers konar og þá er eins gott að hafa barinn vel birgðan. Þessi kokteill er yndis- lega frískandi og fullkominn sem fordrykkur í jólapartínu. 2 cm. engifer 2 msk. sykur 4 msk. vatn börkur af 1 sítrónu 1 timíangrein 2 hlutar gin sódavatn Byrjið á því að búa til síróp. Skrælið engiferið og skerið í litla bita. Setjið það í pott ásamt sykri, vatni, sítrónuberki og tímían og sjóðið saman í 2-3 mínútur. Kælið og sigtið bitana frá. Skiptið síróp- inu í tvö glös og setjið einn hluta af gini í hvort glas ásamt ísmol- um. Fyllið upp með sódavatni og skreytið með tímíangreinum. 12 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016MATARTÍMINN w w w . k o r t e r . i s

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.