Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 23.12.2016, Side 6

Fréttatíminn - 23.12.2016, Side 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. desember 2016 Jólin Eva Lilja Rúnarsdóttir er í annað skipti sjálfboðaliði hjá Hjálpræðishernum á aðfanga- dagskvöld. Hún segist í raun taka þátt af sjálfselskum ástæðum þó aðrir njóti góðs af. Henni finnst þetta einfaldlega svo æðislegt og gefandi. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is „Þegar ég þjónaði í fyrsta skipti upplifði ég mest gefandi jólahá- tíð sem ég hafði upplifað í langan tíma,“ segir Eva Lilja Rúnarsdóttir sem verður sjálfboðaliði hjá Hjálp- ræðishernum á aðfangadagskvöld. Hún tók fyrst þátt í hittiðfyrra en hafði lengið hugsað að sig langaði að prófa, en þar sem hún var með lítil börn var það erfitt. „Nú skiptum við foreldrarnir jólunum á milli okkar, enda búin að vera fráskilin í nokkur ár, og þá er annar hver aðfangadagur laus hjá mér. Í hittiðfyrra ákvað ég að stökkva á þetta og hafði sam- band. Ég vissi í raun ekkert hvað ég var að fara út í. Ég mætti bara og það myndaðist mjög sérstök en skemmtileg stemning. Það var mikil gleði og húmor í hópnum.“ Allir að gera gagn Eva er því að taka þátt í annað skipti í ár og hlakkar mikið til. „Við erum þarna öll með það sama í huga, að gera eitthvert gagn. Ég hef sjálf aldrei verið jólabarn og skil ekki þetta stress. Ég hef alltaf litið á jólin sem hálfgerð kaupmannajól, en ef hugmyndafræðin er að hafa jólin sem kærleikshátíð, þá skiptir máli að gefa af sér. Sælla er að gefa en þiggja. Hugmyndafræðin verður að raunveruleika þegar maður virki- lega tekur þátt, eins og hjá Hjálp- ræðishernum.“ Eva fór á fund með sjálboðaliðun- um í byrjun mánaðarins þar sem einn sjálfboðaliði, sem er búinn að taka þátt í mörg ár, sagðist ekki vera að gera þetta af auðmýkt heldur af sjálfselskum ástæðum. Hann sagð- ist vera að gera þetta fyrir sig, því honum þætti þetta svo æðislegt. „Ég er alveg 100 prósent sammála því. Ég er að þessu því þetta gefur mér svo mikið og mér finnst þetta æðislegt. Þetta eru jólin fyrir mér. Að koma þarna, gefa af mér og vera til staðar fyrir þann sem hefur ekk- ert að gefa, líður illa eða er mjög blankur. Það er allskonar fólk sem kemur. Það eru öryrkjar, aldraðir, útigangsfólk, útlendingar og flótta- fólk.“ Sumir hafa engan að tala við Hópurinn sem sér um að þjóna er líka samsettur af allskonar fólki, sem vill taka þátt af hinum ýmsu ástæðum. „Síðast var þarna sjó- maður sem var ekki með börnin hjá sér um jólin, einstæðingur sem átti enga fjölskyldu og vildi frekar gera þetta en að fara í matarboð hjá fjarskyldum frænda og ungur strákur sem vildi ekki vera heima hjá sér því það var drykkjuástand á heimilinu. Þetta er allskonar fólk sem kemur saman í þeim tilgangi að gleðja aðra.“ Eva segir fólk fá að velja hvaða starfi það vill sinna. Sumir vilja vera í eldhúsinu og uppvaskinu en aðrir þjóna til borðs. „Svo snýst þetta líka um að setjast hjá fólki og spjalla, því það eru margir þarna sem hafa engan til að tala við,“ út- skýrir hún. Svo ganga allir saman í kringum jólatré, syngja jólasöngva og fá gjafir. „Ég veit að ég mun gera þetta aftur og aftur og ég ætla að plata börnin mín til að taka þátt á næsta ári, þau eru orðin það stór. Þetta er rosalega gefandi og þarna sýn- ir maður kærleikann í verki. Jólin eiga að snúast um það að sýna ná- ungakærleika og ég vil frekar gera þetta en að sitja á rassinum heima og belgja mig út af alltof miklum mat og fá svo samviskubit yfir því.“ Fer sæl að sofa Gert er ráð fyrir að um 200 manns borði hjá Hjálpræðishernum á að- fangadagskvöld en Eva segir þá tölu hæglega geta hækkað. „Í hittiðfyrra þá kom töluvert af útlendingum inn af götunni sem höfðu ekki fundið opna veitingastaði í borginni og voru orðnir sársvangir.“ Hún segir matinn sem boðið er upp á vera æðislegan. „Það er kokkur frá Hereford sem hefur tek- ið þátt í mörg ár. Núna erum við með lambakjöt fyrir þá sem borða ekki svínakjöt þannig fólk sem að- hyllist mismunandi trúarbrögð get- ur borðað saman. Það er svo margt ótrúlega fallegt við þetta. Ég veit að ég á að eftir að fara sæl að sofa á að- fangadagskvöld.“ Eva segist hafa upplifað mest gefandi jólahátíð í langan tíma þegar hún þjónaði hjá Hernum í fyrsta skipti. Mynd | Hari Þetta eru jólin fyrir mér „Svo snýst þetta líka um að setjast hjá fólki og spjalla, því það eru margir þarna sem hafa engan til að tala við.“ 3.900 KR. 1 par 6.900 KR. 3.450 parið 2 pör 9.900 KR. 3.300 parið 3 pör Afgreiðslutími sjá www.dorma.is Holtagörðum, 512 6800 Smáratorgi, 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafjörður Aðeins 9.900 kr. Notalegar og hlýjar jólagjafir Komdu í Dorma TVENNUTILBOÐ Dúnsæng og dúnkoddi Sæng 140x200 cm. 85% smáfiður og 15% hvítur andadúnn. 100% bómullarver. Fullt verð: 9.900 kr Koddi 50x70 cm. 70% smáfiður og 30% hvítur andadúnn. 100% bómullarver. Fullt verð: 4.900 kr. Fullt verð samtals: 14.800 kr. ÓTRÚLEGT jólatilboð Dúnsæng + dúnkoddi Inniskór sem laga sig að fætinum og dreifa þyngd jafnt um allt fótasvæðið. Ný og endurbætt útgáfa! HINIR MARGRÓMUÐU Memory Foam heilsuinniskór Jólin Hjálpræðisherinn býst við metfjölda í jólaveislu hersins á aðfangadag. Ástæðan er stærra húsnæði og aukinn fjölgun hæl- isleitenda hér á landi. Lambakjöt verður á boðstólum og jólaball sem hefst fyrr um daginn. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Sigurður Ingimarsson, foringi í Hjálpræðishernum, býst við rúm- lega 200 manns í mat í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem herinn heldur árlega jólveislu sína. „Við höfum eiginlega alltaf boðið upp á lambakjöt,“ svarar Sigurður Ingimarsson, foringi í Hjálpræðis- hernum, spurður hvað verður á boðstólum í jólaveislu Hjálpræðis- hersins á aðfangadagskvöld. Sigurður segist búast við yfir 200 manns í mat um kvöldið, „og þar af verður líklega nokkuð af hælisleit- endum,“ segir hann til útskýringar um fjölgunina. Hann býst því við að fleiri mæti í jólamatinn á aðfanga- dagskvöld en nokkurntímann áður en Hjálpræðisherinn hefur fundið mikið fyrir stórauknum straumi hælisleitenda hingað til lands á þessu ári. „Jólaskemmtunin hefst svo um klukkan fjögur um daginn, en við vorum yfirleitt með hana á eftir. Við breyttum því fyrir börnin,“ segir Sigurður og því ljóst að fjörið hefst snemma í ráðhúsinu. Það er Hereford-kokkurinn Andr- és Kolbeinsson sem mun sjá um matseldina, auk þess sem fjöldi sjálfboðaliða tryggir að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Sigurður segir að fleiri hafi mætt í mætt í jólaveisluna síðan þeir fóru að halda hana í ráðhúsinu, það skýrist þó aðallega af þeirri ein- földu ástæðu að það er meira pláss. „En svo hefur hælisleitendum fjölgað nokkuð, og það telur,“ segir Sigurður. Sigurður Ingimarsson er foringi í Hjálpræðis- hernum. Mynd | Rut Býst við metfjölda í jólaveislu Hjálpræðishersins Skemmtiatriði verða yfir matn- um, bæði tónlist og upplestur, þá er hægt að skrá sig í veisluna á vef Hjálpræðishersins, herinn.is.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.