Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 23.12.2016, Síða 40

Fréttatíminn - 23.12.2016, Síða 40
Sund á aðfangadag Jólabaðið er dottið úr tísku og nýjasta æðið er jólasund. Byrjaðu daginn heilaga á að fara í hverfislaugina. Slappaðu af í pottin- um og taktu nokkra sundspretti til þess að undirbúa stóra jólaátið. Uppáhalds bíó- myndin á jóladag Eftir heilan dag á náttbuxunum er ekk- ert annað í boði en að klára daginn með sjónvarps- glápi. Finndu uppá- haldsmynd fjölskyldunnar og hlammið ykkur í sófann. Góðar stundir. Spila spil á annan í jólum Mikilvægt er að komast í keppnisskap á jólunum og besta útrásin er spila- kvöld. Hringdu í vinina, skelltu snakki og afgangs nammi í skálar og spilið fram á rauða nótt. Ekkert betra en læti og fjör á jólum. GOTT UM JÓLIN Tölum um … aðfangadag Ragnhild- ur Ásta Valsdótt- ir Aðfangadagur gengur mest út að borða góðan mat. Kvöldið er frekar lágstemmt og lítið stress. Eftir ró- legheitin förum við til ömmu í heitt súkkulaði og smákökur þar sem öll föðurfjölskyldan mætir. Við endum alltaf kvöldið í Fossvogskirkjugarði þegar klukkan er orðin ca. 3 um nóttina með ömmu í fararbroddi. Magdalena Marta Rad- wanska Jólatímabil- inu fylgir mikið af hefðum og sið- um en sérstaklega fylgir þeim and- rúmsloftið og „jólafílingurinn“. Fólk gefur hvert öðru gjafir, skreyt- ir jólatré og syngur saman jólalög. Auk þess brosa allir oftar en vana- lega, enda snúast jólin um ást, kær- leik og gleði. Við finnum fyrir sér- stakri tilfinningu í hjörtum okkar og í loftinu má finna jólalykt. Jólin eru frábært fyrirbæri og við ættum öll að gleyma öllum sorgum og eiga yndislegan tíma með nánasta fólk- inu okkar á meðan á þeim stendur. Ásrún Mjöll Þegar ég er á Íslandi er að- fangadagur mjög hefðbund- inn í faðmi fjöl- skyldu ásamt hinu árlega jólaklifri í Klifurhúsinu. Undanfarin ár hef ég oftar en ekki verið erlendis, og ver nú jólunum í Taílandi. Ætli ég borði ekki hrísgrjónasúpu og ávexti á aðfangadagsmorgun, klifri svo á ströndinni eða þeysi um á mótorhjóli og fari jafnvel í sturtu. Svo horfi ég kannski á sólsetrið á ströndinni og gæði mér á Papaya salati, hrísgrjónum og kjúklingi. ALOE BERRY Hreinn óblandaður 99,7% safi með sólberjum. 30 da ga skam mtur BRAGÐG OTT

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.