Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 30.12.2016, Síða 1

Fréttatíminn - 30.12.2016, Síða 1
Hópur ættleiddra einstaklinga frá Kóreu er væntanlegur til landsins til að bjóða þeim sem ættleiddir hafa verið frá Kóreu til íslands að fara í genarannsókn, hafi þeir áhuga á að vita meira um uppruna sinn. Hópurinn er á vegum banda- rísku samtakanna 325 Kamra og segist hafa rakið skyldleika í 10% tilfella. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Anna-Lena Engström er ein þeirra 200 þúsund barna sem ættleidd voru frá Kóreu eftir árið 1950. „Ég var ættleidd til Svíþjóðar og, eins og svo margir, veit ég ekkert um líf- fræðilegan uppruna.“ Anna-Lena kemur til Íslands í febrúar á vegum samtakanna 325 Kamra. Þau vinna að því að safna lífsýnum þeirra sem ættleiddir hafa verið frá Kóreu til útlanda. Lífsýnin fara í gagnabanka sem notaður er til að rekja ættir og skyldleika ættleiddu einstakling- anna. Markmið samtakanna er að aðstoða þá sem vilja við að tengjast blóðforeldrum eða blóðskyldum ættmennum. Samtökin voru stofn- uð í Bandaríkjunum en þangað voru 150 þúsund kóresk börn ættleidd. Velunnari samtakanna, Thom- as Park Clemens, sem sjálfur var ættleiddur frá Kóreu, styrkir starf þeirra með því að borga fyrir gena- rannsóknirnar. Hvert próf kostar um það bil 100 dollara. Clemens er nokkuð þekktur viðskiptamað- ur í Bandaríkjunum og hefur skrif- að bókina The Unforgotten War um reynslu sína af því að vera ættleidd- ur eftir Kóreustríðið. Að undanförnu hafa 325 Kamra fengið fjölmargar fyrirspurnir frá þeim sem ættleiddir voru frá Kóreu til Evrópu og ákvað Clemens því að borga fyrir genarannsóknir þeirra líka. Anna-Lena hefur ásamt fleirum ferðast um Evrópu og safnað lífsýn- um í gagnabankann. „Í desember fórum við til Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur og tókum um 170 sýni. Við bjóðum þeim sem hafa áhuga á að fara í svona próf að gera það, þeim að kostnarlausu. Prófin eru frá Familyteedna en bankinn sem vinnur úr þeim kallast GEDmatch. Við verðum í Reykjavík að kvöldi föstudagsins 3. febrúar og þeir sem vilja, mega endilega hafa samband. Hingað til höfum við fundið nokk- uð náinn skyldleika í um 10% til- vika.“ Hún telur að minnsta kosti 22 einstaklingar hafa verið ættleidda frá Kóreu til Íslands. Þóra Vésteinsdóttir er meðal þeirra fyrstu sem komu frá Kóreu til Íslands. „Þetta vekur ekki vonir hjá mér. Ég var borin út og tel því afar ólíklegt að nokkur leið sé að rekja hverjir blóðforeldrar mínir eru. Ég hef aldrei haft neina þörf fyrir að vita meira um þau og mun ekki nýta mér þetta.“ Önnur kona sem ekki vill láta nafns síns getið, segir rannsóknina áhugaverða. „Ég er ekki blóðskyld neinum í Íslendingabók og gæti því vel hugsað mér að að öðlast frek- ari upplýsinga um uppruna minn, um hvort ég sé með einhverja undir- liggjandi sjúkdóma eða annað slíkt. Ég hef samt enga þörf fyrir að finna blóðforeldra mína.“ Anna-Lena Engström svarar fyrir- spurnum á Facebook og tölvupóstum á anna_lena.engstrom@yahoo.se frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 94. tölublað 7. árgangur Föstudagur 30.12.2016 28 20 KRINGLUNNI ISTORE.ISSérverslun með Apple vörur Betri þjónusta Við kappkostum að veita viðskiptavinum okkar skjóta og góða þjónustu. Ef tæki keypt hjá okkur bilar lánum við samskonar tæki á meðan viðgerð stendur. Við gerum betur í þjónustu Anna-Lena Engström leitar þeirra sem ættleiddir voru frá Kóreu til Íslands. Þessi sýning er ykkur öllum til skammar Jón Viðar skrifar um Óþelló Tjáknmál eru hellaristur nútímans Ár ástar og ótta, sannleika og lygi Kyn skiptir litlu máli – kynja- misrétti miklu Margrét Örn- ólfsdóttir segir að framtíðin sé í sjónvarpinu Kunta Kinte sogar ferðamenn til Gambíu Guðrún Bjarnadóttir heimsótti Jufureh, heimabæ Kunta Kinte Bandarísk staðgöngu móðir fæddi tvíbura Íslensk kennarahjón borguðu rúmar 11 milljónir fyrir börnin Bróðirinn kallar ríkis- stjórnina til ábyrgðar Hælisleitandinn sem kveikti í sér vildi ekki fara í fangelsi í Makedóníu Bjóða ættleiddum frá Kóreu í rannsókn á uppruna þeirra Matartískan 2017 verður ár blómkálsins 24 36 2 10 16 14 Lífgaðu upp á hátíðirnar og notaðu lífræna kraftinn frá Knorr í jólasósuna. ...KEMUR MEÐ GÓÐA BRAGÐIÐ! Lífrænn hátíðarkraftur MSG Opið í dag 9-22 *Reyðarfjörður 9-20

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.