Fréttatíminn - 30.12.2016, Side 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. desember 2016
Seldu hús og bíl til
að eignast tvíbura
Félagið sem nú heitir Bomba ehf.
var stofnað árið 2003 og hét þá Líf-
list. Fram til ársins 2015 var það
skráð sem félag sem stundaði við-
skiptaráðgjöf. Af ársreikningi að
dæma virðist félagið þó hafa verið
nær óvirkt þar til það fór að stunda
flugeldasölu. Árið 2014 hafði félagið
engar tekjur og rekstrargjöld voru
75 þúsund krónur. Tekjur félagsins
í fyrra voru tæplega fjórar milljónir
en afkoma þess var þó neikvæð upp
á um 300 þúsund krónur.
Gamla Bomba var stofnuð árið
2005 og seldi flugelda í samkeppni
við Flugeldasölu björgunarsveit-
anna og íþróttafélög. Eftir að það
var lýst gjaldþrota sagði Örn
Árnason að rekja mætti erf-
iðleika félagsins til þess þegar
innkal la þurf t i tvær
tegundir flugelda- terta
vegna fram-
leiðslugalla.
Þetta er
ekki í fyrsta
skipti sem
Arnar Barð-
dal, eini eig-
andi félagsins
nú, stundar
kennitöluflakk
en hann rekur nú Víkur-
verk á nýrri kennitölu. Hann
var árið 2012 dæmdur til að greiða
þrotabúi félagsins LB09 ehf., sem
áður hét Víkurverk ehf., tæplega 26
milljónir króna. Samkvæmt dómi
lét hann fyrirtækið greiða sér þessa
upphæð í fjórum millifærslum árið
2009 þrátt fyrir kyrrsetningargerð
hjá félaginu. Félagið sem nú heitir
Víkurverk skipti um nafn árið 2009
og hét áður Ferðaval.
Örn Árnason leikur í
auglýsingum BombuBomba á kennitöluflakki
Viðskipti Flugeldasalan Bomba
sneri aftur í fyrra eftir milljóna-
þrot árið 2013. Engar greiðslur
fengust upp í lýstar kröfur í
þrotabúið. Flestir tengja flugelda-
söluna við leikarann Örn Árnason
en hann átti helmingshlut í gamla
félaginu og leikur í auglýsingum
nýja félagsins. Hinn eigandi gamla
félagsins, Arnar Barðdal, er eini
eigandi nýja félagsins samkvæmt
ársreikningi.
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@frettatiminn.is
Staðgöngumæðrun Bandaríski
kennarinn, Amanda Byrd,
gekk með tvíbura fyrir íslenskt
kennarapar, sem seldi húsið sitt til
þess að fjármagna kostnað vegna
fæðingarinnar.
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
„Ég vildi gefa þeim þessa gjöf,“ segir
kennarinn Amanda Byrd frá Idaho í
Bandaríkjunum, en hún gekk með
tvíbura fyrir íslenskt kennarapar
árið 2013, en Amanda var í stóru
viðtali um jólin í blaðinu Post Reg-
ister.
Viðtalið vakti mikla athygli í er-
lendum fjölmiðlum fyrir þær sak-
ir að Amanda gekk með tvíbura
fyrir íslenska parið sem er komið
af barneignaaldri samkvæmt við-
talinu.
Nokkuð var fjallað um tvíburana
á Íslandi á sínum tíma, en þjóðskrá
neitaði að skrá íslensku konuna sem
móður barnanna, en eiginmaður
hennar var löglega skráður sem fað-
ir vegna erfðatengsla. Konan hafði
þó betur að lokum og er skráð móð-
ir drengjanna í dag.
Amanda er menntaður kennari
og kemur fram í greininni að hún
leggi sig fram við að betrumbæta
heiminn. Því fór hún til Circle Sur-
rogacy og bauðst til þess að ganga
með barn fyrir foreldrana. Í grein-
inni kemur sértaklega fram að Am-
anda hafi ekki fengið greitt fyrir
meðgönguna, þó er sérstaklega tek-
ið fram að íslensku foreldrarnir hafi
greitt hátt í 20 milljónir króna fyrir
ferlið og selt húsið sitt og bíl.
„Þeir voru risastórir, um fjórt-
án merkur, enda víkingadrengir,“
sagði hún um fæðingu drengjanna
sem gekk snurðulaust fyrir sig.
Talsmaður Staðgöngu, fé-
lags foreldra sem nýta sér stað-
göngumæður, Soffía Frans iska
Rafns dótt ir Hede, segir í samtali
við Frétta tímann að Amanda sé
lýsandi dæmi fyrir staðgöngumóð-
ur. „Þær eru yfirleitt vel menntað-
ar og upplýstar konur,“ segir hún.
Soffía segir enga tölfræði til um
staðgöngumæðrun hér á landi en
langflestir Íslendingar sem ganga í
gegnum þetta kostnaðarsama ferli,
leita til Bandaríkjanna. Þó eru til
undantekningar þar sem leitað var
til fátækari landa.
Spurð út í gríðarlegan kostnað
vegna staðgöngumæðrunar, svar-
ar Soffía: „Við segjum stundum að
ef þú ætlar að fá staðgöngumóður
vestan hafs, þá verður þú að gera
upp við þig hvort þú vilt eiga hús-
næði eða barn,“ segir Soffía. Að-
spurð um lögin segir hún lagafrum-
varp hafa dagað uppi á þinginu eftir
að Wintris-hneykslið kom upp. Nú
bíði samtökin eftir nýrri ríkisstjórn.
Lögin eru skýr; staðgöngumæðrun
er ólögleg hér á landi eins og sak-
ir standa. Aftur á móti eru lögin
óskýrari þegar kemur að því að nýta
sér slíka þjónustu erlendis.
Íslenska parið er í nafnlausu við-
tali við blaðið, og segja þau Amöndu
hafa breytt lífi sínu til hins betra.
„Og við hugsum til hennar á hverj-
um degi,“ bættu þau við, en fjöl-
skyldan er enn í góðu sambandi
við Amöndu, sem hyggst heim-
sækja tvíburana þegar þeir verða
fimm ára.
Amanda Byrd gekk með tvíbura fyrir íslenskt par.
Skjáskot úr viðtalinu við Amöndu þar
sem sjá mátti nýfæddu tvíburana.
Ferðir aðstoðarmanns
eru dýrastar
Stjórnmál Ferðakostnaður
Péturs Krogh Ólafssonar, póli-
tísks aðstoðarmanns borgar-
stjóra, Dags B. Eggertssonar, var
ríflega 1.200 þúsund krónur á
fyrstu níu mánuðum ársins. Það
er langmesti ferðakostnaður
allra starfsmanna og kjörinna
fulltrúa Reykjavíkurborgar á
þessu ári.
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@frettatiminn.is
Þetta kemur fram í samantekt á
ferðakostnaði sem var birtur á vef
Reykjavíkurborgar í kjölfar þess að
borgarráð samþykkti tillögu Sjálf-
stæðisflokksins um að allar ferða-
heimildir yrðu lagðar fram á fundi
borgarráðs. Heildarferðakostn-
aður á tímabilinu nemur tæplega
14 milljónum króna sem þýðir að
ferðakostnaður Péturs nemur um
8 prósent af heildarferðarkostnaði.
Til samanburðar fengu samtals
hundrað manns greiddan ferða-
kostnað á árinu. Ferðakostnað-
ur borgarstjóra nam 843 þúsund
krónum á árinu.
Pétur segir í samtali við Frétta-
tímann að ástæða þess að hann fái
svo mikinn ferðakostnað greidd-
an sé að ferðakostnaður borgar-
stjóra sé oft greiddur af öðrum
en Reykjavíkurborg. „Ég ferðast
bara þangað sem borgarstjóri fer.
Stundum er borgað fyrir hann
en ekki borgað fyrir mig. Ég hef
aldrei farið neitt án þess að hann
fari,“ segir Pétur.
Pétur Krogh Ólafsson, aðstoðarmaður
Dags B. Eggertssonar.
Minnst 1000 missa
vinnuna í fiskvinnslunni
Sjómannaverkfall Búist er við
að um 2000 manns gætu farið
af launaskrá vegna verkfalls
sjómanna ef það dregst fram í
miðjan febrúar. Enginn samn-
ingafundur er í deilunni fyrr en
eftir áramót.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
Þegar hafa nokkur hundruð manns
verið tekin af launaskrá
tveggja fiskvinnslu-
fyrirtækja á Vest-
fjörðum vegna hráefn-
isskorts í kjölfar verkfallsins,
meðal annars hjá fyrirtækjum Sam-
herja, Ísfélaginu í Vestmannaeyj-
um, Odda á Patreksfirði og Íslensku
sjávarfangi á Þingeyri.
Útgerðarmenn gera ráð fyrir að
verkfallið standi að lágmarki yfir í
þrjár vikur vegna þess að nýr samn-
ingafundur hefur ekki verið boðað-
ur í deilunni fyrr en á nýju ári.
Þá gera áætlanir útgerðarinnar
ráð fyrir því að búið verði að segja
upp um það bil eitt þúsund manns.
Standi verkfallið yfir í sex vikur
er búist við að 2000 manns fari af
launaskrá og kostnaðurinn verði
425 milljónir. Ef allt fer á versta veg
og verkfallið dregst fram í miðj-
an febrúar missa um það bil 2000
manns vinnuna samkvæmt áætl-
unum en þá verður kostnaður at-
vinnuleysistryggingasjóðs um
719 milljónir.
Vilhjálm-
ur Birgisson
verkalýðsfor-
maður á Akra-
nesi segir það mjög
slæmt að fyrirtæki fari þessa leið
því verkfallið komi nú þegar harka-
lega við fiskvinnslufólk, þar sem
það hafi nú einungis tekjutryggingu
en bónusgreiðslur séu rúmar eitt-
hundrað þúsund á mánuði. Hann
segist ekki vita annað en að fisk-
vinnslufólk á Akranesi verði áfram
á launaskrá en það sé nú í hefð-
bundnu leyfi til 2. janúar vegna
jólahátíðarinnar.
Allt að 2000 manns gætu misst vinnuna verkfallsins