Fréttatíminn - 30.12.2016, Síða 6
Kjaramál Þingmenn tóku sér 4
klukkustundir og 18 mínútur í
það fyrir jólin að ræða jöfnun líf-
eyrisréttinda en þau eru nú orðin
lög frá Alþingi. Þegar eftirlauna-
lögum ráðherra og þingmanna
var breytt árið 2009 var þess
vandlega gætt að hrófla ekki við
áunnum réttindum. Það sama
virðist ekki vera uppi á teningn-
um núna.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
Innan við sólarhring eftir að lög-
in um jöfnun lífeyrisréttinda voru
samþykkt hafði stjórn Kennarasam-
bands Íslands ákveðið að kæra ríkið
vegna lagasetningarinnar, þar sem
hún bryti gegn eignaréttarákvæði
stjórnarskrárinnar. BSRB hefur nú
bæst í hópinn en samkvæmt lögun-
um er ríkisábyrgð afnuminn á líf-
eyri þeirra sem ekki hafa náð sex-
tugsaldri.
Þórður Hjaltested formaður KÍ
segir þingmenn hafa talað gegn
betri vitund í þinginu þegar þeir
héldu því fram að málið hefði ver-
ið unnið í samkomulagi við forystu
opinberra starfsmanna. Hann seg-
ir að lífeyrir í A-deild Lífeyrissjóðs
starfsmanna ríkisins, hafi jafnan
verið tryggður og iðgjöld sjóðfél-
aga hækkað strax ef lífeyrir væri
skertur. Með samþykkt frumvarps-
ins sé þetta tekið úr sambandi.
„Núna á lífeyrir allra sjóðfélaga
undir sextugu að taka breytingum
eftir því hvernig sjóðurinn ávaxt-
ar sig,“ segir hann. „Þetta er ekk-
ert annað en eignaupptaka að okk-
ar mati enda hafa félagsmenn KÍ
margir hverjir greitt í opinberu líf-
eyrissjóðina allan sinn starfsaldur
og þegið lægri laun fyrir vikið gegn
tryggari lífeyrisréttindum. Það er
því verið að brjóta réttindi sem eru
varin af stjórnarskrá.“
Með eftirlaunalögunum voru
æðstu embættismönnum þjóðar-
innar veitt betri eftirlaunaréttindi
en almennt tíðkast og þeim tryggð
ákveðin lágmarksréttindi til eftir-
launa umfram þau réttindi sem op-
inberir starfsmenn njóta. Yfirlýstur
tilgangur laganna var að gera al-
þingismönnum og ráðherrum sem
verið höfðu lengi í störfum á opin-
berum vettvangi kleift að draga sig í
hlé og stuðla þannig að meiri endur-
nýjun í þjóðmálum.
Þegar þau lög voru numin úr gildi
í febrúar 2009 fól breytingin í sér að
þingmenn og ráðherrar hættu að
ávinna sér réttindi samkvæmt eldri
lögunum. Alls áttu 633 einstak-
lingar réttindi samkvæmt lögun-
um í árslok 2007 og nam áfallin
eftirlaunaskuldbinding ríkissjóðs
vegna þeirra rúmlega 12 milljörðum
króna. Þau réttindi voru varðveitt
og gert ráð fyrir því að áhrif þess
á skuldbindingar ríkissjóðs komi
fram eftir því sem árin líða enda
kom aldrei til álita að skerða réttindi
þeirra sem höfðu áunnið sér þau.
Samkvæmt því sem er uppi á
teningnum núna er ekki hægt að
tryggja áunnin réttindi ef ávöxtun
til framtíðar verður dræm, enda
ekki lengur ríkisábyrgð á lífeyri op-
inberra starfsmanna, nema þeirra
sem hafa náð sextugsaldri við laga-
breytinguna. Ef farin hefði verið
sú leið að loka A-deildinni en star-
frækja hana áfram fyrir þá sem
þegar hafa áunnið sér réttindi þar,
hefði verið hægt að komast hjá því
að skerða áunnin réttindi.
Þá telja forystumenn margra
launþega eng an veg inn trúverðugt
að jafna skuli launa kjör eft ir á en
engin trygging er fyrir efndum. Þá
fellur réttur sjóðfélaga til lífeyris-
auka almennt niður falli iðgjalda-
greiðslur þeirra niður, til lengri tíma
en tólf mánaða. Opinber starfsmað-
ur, sem hefur þurft að sætta sig við
jafna ávinnslu réttinda fyrri hluta
starfsævinnar, getur ekki gert meira
en árs hlé frá störfum hjá hinu opin-
bera, vilji hann ekki glata réttinum.
Smári McCarthy þingmaður
Pírata sem greiddi atkvæði gegn
frumvarpinu segir að það megi
því segja að hann sé í reynd í vist-
arbandi út starfsævina. Það sé því
sérstaklega einkennilegt í ljósi þess
að eitt markmiða frumvarpsins sé
að auðvelda flæði starfsfólks milli
opinbera og almenna markaðarins.
Sjúkraliðafélag Íslands sem hefur
lagst eindregið gegn breytingunni
þar sem hún brjóti gegn stjórn-
arskrá og skerði samningsbund-
in réttindi hefur ennfremur talið
nauðsynlegt að sjúkraliðar geti
hafið töku lífeyris um 65 ára aldur.
„Sjúkraliðar geta hætt störfum 65
ára í dag án þess að skerða lífeyri,
en við breytingu á lögunum er öll-
um skylt að vinna til 67 ára. Þá eru í
farvatninu breytingar sem gera fólki
að vinna til sjötugs,“ segir Krist-
ín Á. Guðmundsdóttir formaður
Sjúkraliðafélagsins. „Ef sjúkraliðar
vinna lengur bæta þeir í lífeyrinn
en margir þeirra geta það ekki þar
sem starfið er svo líkamlega erfitt.
Sumir þurfa reyndar að fara á ör-
orku fyrir 65 ára aldur.“
Kristín bendir ennfremur á að
fæstir sjúkraliðar vinni 100 prósent
vinnu þar sem starfið sé of erfitt og
víðast hvar sé það ekki í boði. Þeir
beri því enn minnni lífeyri úr být-
um en annars.
„Ég tel að lögin séu stórslys,
hvorki meira né minna,” segir Krist-
ín en BSRB hefur ákveðið láta á það
reyna hvort lögin séu brot á stjórn-
arskránni.
6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. desember 2016
Borgin Starfsemi Múlalunds,
vinnustofu Samband íslenskra
berkla- og brjóstholssjúklinga, er
í uppnámi eftir að innkaupadeild
Reykjavíkurborgar sá sig knúna
til að hafna tilboði vinnustofunn-
ar í ritföng og skrifstofuvörur
vegna annmarka á útboðsgögn-
um.
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@frettatiminn.is
Sigurður Viktor Úlfarsson, fram-
kvæmdastjóri Múlalunds, seg-
ir að borgin sé mikilvægur við-
skiptavinur og vonast hann til
þess að málið verði leyst. Sjálf-
stæðismenn í borgarstjórn lögðu
fram fyrirspurn vegna málsins
sem var svarað stuttu fyrir jól.
Í svari við fyrirspurninni kemur
fram að innkaupadeild hafi flokkað
tilboð Múlalundar sem frávikstil-
boð þar sem vinnustofan bauð ekki
í allar vörur tilboðsskrár. Innkaupa-
deild Reykjavíkurborgar telur að
það hefði brotið í bága við lög um
opinber innkaup að samþykkja slíkt
tilboð. Í tölvupósti Sigurðar Viktors
til innkaupadeildar, sem er birtur á
vef Reykjavíkurborgar vegna fyrir-
spurnarinnar, furðar hann sig á því
tilboðið hafi verið svo flokkað sem
frávikstilboð þar sem í útboðslýs-
ingu hafi komið skýrt fram að heim-
ilt væri að bjóða í einstaka hluta til-
boðsskrár.
Sigurður Viktor segir í samtali við
Fréttatímann að Múlalundur eigi
nú í viðræðum við Reykjavíkur-
borg og er hann bjartsýnn á hægt
verði að finna lausn á málinu. Að
sögn Halldórs Halldórssonar, odd-
vita Sjálfstæðisflokksins, kom fram í
máli borgarlögmanns á borgarráðs-
fundi fyrir jól að reynt yrði að koma
til móts við Múlalund. „Það var nú
ekki alveg skýrt með hvaða hætti
það yrði,“ segir Halldór.
Telja að tilboðið hefði brotið lög
Sigurður Viktor Úlfarsson,
framkvæmdastjóri Múlalunds, vonast
til þess að málið leysist.
Kristín Á.
Guðmundsdóttir
segir lögin stórslys.
Þórður Hjaltested
segir þetta ekkert
annað en eigna
upptöku
REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFJÖRÐUR
www.husgagnahollin.is
558 1100
afsláttur
60%
Allt að
ÚTSALA
RISA
Hefst í dag kl. 1000
Opið í dag 30. desember 1000–1800
Lokað á gamlársdag og nýársdag
Opnum aftur á nýju ári 2. janúar kl. 1000
< 60 = missa
ríkisábyrgð
Segja lögin stórslys
Stjórn Kennarasambands Íslands og BSRB hafa ákveðið að kæra ríkið vegna
lagasetningarinnar. Mynd | Getty