Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 30.12.2016, Side 9

Fréttatíminn - 30.12.2016, Side 9
Gagnvirka orkusýningin, Orka til framtíðar, er í Ljósafossstöð. Opnunartíma og leiðarlýsingar má finna á landsvirkjun.is/heimsoknir. Orka til framtíðar L andsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar. Hlutverk fyrirtækisins er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Við óskum landsmönnum öllum gæfu á nýju ári og þökkum farsælt samstarf á liðnum árum. Fyrir 80 árum var raflýsing nýlunda í Reykjavík og jóla­ steikin elduð á gas­ eða kola­ eldavélum. Með gang setningu Ljósafossstöðvar árið 1937 var framboð á rafmagni á höfuð borgarsvæðinu fjór­ faldað. Nú var til næg orka og borgar búar gátu fengið Rafha rafmagnseldavél með raf­ magn sáskriftinni. Nýtt tíma­ bil í orkuvinnslu var hafið. Framundan var krefjandi verkefni við að beisla orku náttúrunnar. Markmiðið var að skapa hagsæld og tryggja orkuöryggi fyrir stækkandi þjóð. Samhliða uppbyggingu iðnaðar í landinu varð atvinnulíf fjölbreyttara. Framsækin nýsköpunarverkefni tóku að spretta upp úr íslensku hugviti. Í heimi þar sem krafan um n ýtingu endurnýjanlegra orku gjafa verður sífellt meiri er slík reynsla verðmæt auð­ lind. Landsvirkjun styður við þróun nýrra leiða til orku vinnslu. Með þekkingu okkar og reynslu viljum við tryggja að endurnýjanleg orka og sjálfbær nýting færi Íslendingum orku til framtíðar.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.