Fréttatíminn - 30.12.2016, Síða 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. desember 2016
Matarvölvan 2017
Blómkálið verður
stjarna ársins
Árið 2017 verður árið
sem við förum aftur til
upprunans, í matreiðslu
og hráefnum. Þetta
verður ár blómkálsins
og reyndar alls jurta
ríkisins, ár niðursuðu
og gerjaðs matar, kola
kokteila, þjóðlegra rétta,
upprunamerkinga og
heimsendinga.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Kjötskurðir og hægeldun
Önnur afleiðing aukinnar meðvit-
undar um verksmiðjuframleiðslu
er sú að fókusinn verður settur á
kjötmenningu. Kjötið mun taka
sér aukið rými í formi
heimagerðra
afurða, nýj-
um skurð-
um og
gamal-
grónum
upp-
skrift-
um sem
hafa fallið
í skuggann af fitusnauðum lífsstíl
síðustu ára. Ef þessi bylgja nær
til Íslands munum við kannski
sjá kjötborð á ný í verslunum þar
sem hægt verður að biðja um
sérstaka skurði af dýrinu, á mun
hagstæðara verði en til dæmis
hina klassísku lund. Bitar á borð
við frampart, háls, bóg, bringu
eða síðu, eru mun ódýrari en alls
ekki síðri ef fólk gefur sér tíma til
hægeldunar. Hægeldun og mar-
ínering, eða réttara sagt það að
gefa sér tíma til að elda, verður
einmitt annað af matartrendum
næsta árs.
Ár grænmetisins
Þennan síðasta mánuð ársins hafa
matarspekúlantar víðs vegar um
heim spáð því sem koma skal á
nýju ári í matarmenningu.
Það sem allir eru algjörlega sam-
mála um er að árið 2017 verður ár
jurtaríkisins. Undanfarin ár hefur
grænmetið tekið æ meira pláss í
hillum stórmarkaða og á matseðl-
um veitingastaða en á næsta ári
mun grænmetið allsstaðar verða
í algjöru aðalhlutverki. Hér með
tilkynnist að tíð grænmetis sem
meðlæti með dýraafurðum er
liðin. Það þýðir samt ekki að allir
kokkar gerist grænmetisætur eða
verði vegan og að við þurfum öll
að verða það, heldur að græn-
metið mun taka við aðalhlutverki
kjötsins á disknum. „Flexitarian“
er orð sem við munum heyra mik-
ið af á árinu, en það er manneskja
sem er mestmegnis grænmetisæta
en borðar kjöt einstaka sinnum,
og þá kjöt sem kemur af býli en
ekki úr verksmiðju. Hluta þessara
róttæku breytinga, sem hafa ver-
ið að gerjast undanfarin ár, má
rekja til aukinnar meðvitundar
um verksmiðjuframleidd matvæli,
ekki bara vegna áhrifa á heilbrigði
og velferð mannskepnunnar held-
ur líka dýra og jarðarinnar allrar.
Blómkálið verður stjarna ársins
Það eru alltaf einhver hráefni sem
skína skærar en önnur og kokkar
helstu matarblaða heims eru sam-
mála um að stjarna næsta árs verði
grænmeti sem hefur aldrei verið í
sviðsljósinu áður; blómkálið.
Blómkálið er nú þegar byrjað
að læðast inn á matseðla en þegar
líða fer á árið verður það alveg
búið að taka sess grænmetis sem
hefur verið áberandi á liðnu ári,
eins og grænkáls, avókadós og
rauðrófa. Vinsældir avókadós hafa
reyndar verið svo miklar á liðnu
ári, ekki síst á hipsterastöðum í
Bandaríkjunum, að einn helsti
matargagnrýnandi vestanhafs
sagði að fengi hann eina ósk varð-
andi mat á næsta ári yrði hún að
útrýma rándýrum avókadobrauð-
sneiðum af öllum matseðlum.
Hér á landi þekkjum við blómkál
helst í blómkálssúpu en auðvitað
er fjöldi leiða til að elda það. Það
hefur hingað til ekki verið ofarlega
á listum heilsu-gúrúa en það er nú
samt sem áður stútfullt af trefjum,
fólíni og c-vítamíni og þar að auki
er mjög auðvelt að rækta það á
Íslandi.
Skordýr
Skordýr eru stór hluti af matar-
menningu fjölda þjóða og hafa
hægt og rólega verið að læðast
til Vesturlanda. Skordýramjöl og
pasta úr skordýramjöli er um-
hverfisvænn og próteinríkur val-
kostur fyrir þá sem vilja ekki neyta
kjöts en samkvæmt matarspek-
úlöntum munum við fara að sjá
meira af heilum skordýrum á mat-
ardiskunum. Ekki verður heldur
langt að bíða þess að hægt verði að
panta pönnukökur úr skordýra-
mjöli á hvaða veitingastað sem er.
Viðarkolakokteill
Eitt óvæntasta tískutrend ársins
verða viðarkol. Þeir sem kjósa að
grilla með kolum frekar en gasi
vita að kol gefa bragð en það er
ekki bara bragðið sem gerir kolin
vinsæl á árinu, heldur líka heilsu-
bætandi eiginleikar þeirra. Viðar-
kol hafa löngum verið þekkt fyrir
afeitrandi eiginleika og hafa til
dæmis verið notuð gegn matar-
eitrun. Þau eru líka notuð til að
hvítta tennur
og sem
meðal við
timbur-
mönnum. Ekki
verða hissa ef
þú sért viðar-
kolakokteil á
barnum þegar
líða fer á árið.
Alvöru pítsa
Að fara aftur til upprunans og
einfaldleikans verður vinsælla
og klassísk eldbökuð ítölsk pítsa
úr góðum hráefnum með einni
áleggs tegund er ein birtingar-
mynd þess. Hipsterapítsustað-
ir þar sem súrdeigspítsur með
rauðrófum ráða ríkjum munu
víkja fyrir heimilislegum og ein-
földum stöðum með rauðköflótt-
um dúkum og engum stælum.
Súpan er fullelduð og aðeins þarf að hita hana upp
Við notum ekki MSG í súpuna okkar.
Hún fæst í öllum helstu matvöruverslunum
og stórmörkuðum landsins.
Tækniþróunar-
sjóður
Styrkir til hagnýtra
rannsóknarverkefna
Umsóknarfrestur er til 25. janúar 2017
Háskóli eða rannsóknastofnun skal
leiða verkefnið en hvatt er til
samstarfs við aðila úr atvinnulífinu.
Nánari upplýsingar eru á tths.is
Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota
engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma
í hávegum, framleiðum við heilnæmar og
bragðgóðar sjávarafurðir.
Söluaðilar:
10-11, Hagkaup, Samkaup,
Iceland verslanir, Kostur,
Kvosin, Melabúðin, Nettó,
Pure Food Hall flugstöðinni
Keflavík, Sunnubúðin.
Ómissandi yfir hátíðarnar