Fréttatíminn - 30.12.2016, Page 15
| 15FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. desember 2016
Þjóðleg matreiðsla
Þeir sem voru hræddir við að
alþjóðavæðingin myndi þurrka
rótgrónar matarhefðir út geta
slakað á því þær hafa aldrei verið
vinsælli. Við munum sjá nor-
ræn brauð, kúbanska pottrétti,
mexíkósk takó og rússneskar
súpur í fáguðum útgáfum á fínum
matseðlum árið 2017.
Innan í heimagert takó úr
rauðum maís verður hægeld-
aðari nautasíðu eða mauksoðn-
um svínabóg blandað saman við
heimaræktað salat og spænskt
hvítlauksmæjónes og á eldbökuðu
súrdeigsbrauði frá Þrándheimi
verður villtur lax úr Fljótunum í
stað eldislax frá Noregi. Matur frá
Portúgal og Filippseyjum verður
það allra heitasta á árinu.
Gerjaður matur
Gerjaður matur verður ein af
stjörnum ársins svo ekki láta þér
bregða ef súrsaðar gúrkur, kóreskt
kimschi eða þýskt sauerkraut fer
að poppa upp á matseðlum bæj-
arins. Sé grænmetið súrsað með
hefðbundnum aðferðum mynd-
ast í því bakteríur og mjólkur-
sýrugerlar sem eru nauðsynlegar
fyrir þarmaflóruna. Gerjun hefur
verið notuð í öllum
heimshlutum til að
súrsa grænmeti,
og halda um leið
lífi í manninum,
en auk þess til
að búa til áfengi,
brauð, mísó, tófú,
osta og jógúrt svo
eitthvað sé nefnt.
Peningar renna
í matarbransann
Fjárfestar í sílíkondalnum í
Kaliforníu horfa í sífellt meira
mæli til sprotafyrirtækja í mat-
ariðnaði og þangað mun mest-
allur þeirra peningur fara árið
2017, samkvæmt viðskipta-
blaðinu Forbes.
Það sem helst er verið að
fjárfesta í er sjálfbær fram-
leiðsla og tímasparnaður:
• Heilsumatvæli úr sjálfbærri
framleiðslu, mestmegnis úr
hnetum, grænmeti og skor-
dýrum.
• Heimsendingaþjónusta frá
veitingahúsum.
• Matvælasendingar fyrir
starfsmenn fyrirtækja.
• Heimsendingar beint frá
býli.
• Heimsendingar á hráefni
í rétti, líkt og Eldum rétt á
Íslandi.
• Matvæli, heilsu og snyrti-
vörur út kannabis, en
kannabis hefur nú verið
lögleitt í níu ríkjum Banda-
ríkjanna, og í 21 einu ríki er
það löglegt í lækningaskyni.
Minni sóun og meiri hagsýni
Hluti af sókn heimagerðra afurða,
hvort sem það er í pylsu- og skin-
kugerð, niðursuðu eða frystingu
má rekja til aukinnar áherslu á að
minnka matarsóun. Það að nota
bita af kjötinu sem hraðneyslu-
samfélagið hefur hent síðastliðin
ár, líkt og hefur verið gert við mat
sem stenst ekki útlitskröfur, er ein
leið til að minnka sóun og auka
hagsýni. Veitingahús munu á nýju
ári leggja mikla áherslu á að elda
upp úr því sem hingað til hefur
farið í ruslið og matvælaframleið-
endur munu í auknum
mæli sýna
samfé-
lagslega
ábyrgð
og þróa
vörur í
sátt við
umhverfið.
Rauðrófur. Þetta
ágæta grænmeti er
og hefur verið
ein helsta
uppistaðan
í rússneskri
matargerð
og á sínar
góðu stundir, eins og
til dæmis í Borch-súpunni,
en það er eins og íslenskir
kokkar hafi verið að uppgötva
tegundina, slík hefur innkoma
hennar verið í íslenskum
eldhúsum síðustu ár. Nú er nóg
komið.
Það sem
við losnum
blessunarlega
við árið 2017
Avókadó. Í öllum sínum
myndum, líka ristaðar
brauðsneiðar með einni
avókadósneið og kálblaði á
rándýrum hipsterakaffihúsum.
Grænkál. Grænkál er ágætt en
ekki svo gott að það verðskuldi
að vera í öllum réttum, hvað þá
að taka við af kartöflunni sem
uppistaðan í snakki.
„Hér með tilkynnist að
tíð grænmetis sem með-
læti með dýraafurðum
er liðin.“