Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 30.12.2016, Side 22

Fréttatíminn - 30.12.2016, Side 22
22 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. desember 2016 Hvernig á að leysa flóttamannavandann? Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar Árið 2016 var viðburðaríkt ár. Eins og oftar standa nokkur mál upp úr, bæði jákvæð og neikvæð. Að mínu viti ber einna hæst það vandamál sem við virðumst því miður standa ráðþrota frammi fyrir og felst í flótta- mannastraumnum. Viðvarandi átök, stríð og ójöfnuður hafa leitt af sér flæði fólks til Evrópu – og að hluta til alla leið til okkar hér í norðanverðu Atlantshafi. Það er ömurlegt að fólk skuli neyðast til að yfirgefa heimili sín vegna óbærilegra aðstæðna og leita hælis annars staðar, upp á von og óvon. Vonandi ber heimurinn gæfu til þess að færast nær lausn á þessu mikla samfélagslega vandamáli. Loftslagsmál voru einnig ofarlega á baugi á árinu, eins og fyrri ár. Þetta er helsta um- hverfismál sem heimurinn stendur frammi fyrir. Eins og við munum ríkti mikil bjartsýni eftir loftslagsfundinn í París – COP21 – í lok ársins 2015. Nú eru blikur á lofti um það hvort samstaða næst um nauðsynlegar aðgerðir og það er að mínu mati bráðnauðsynlegt að horfa til lausna á þessu vandamáli með heildrænum hætti og á heimsvísu. Sértækar að- gerðir í hverju landi fyrir sig eru ómarkvissar og það þarf heildarhugsun ef ætlunin er að takast á við vandann af einhverri alvöru. Árangur Íslendinga í íþróttum á árinu 2016 hefur verið ótrúlegur. Knattspyrnulandslið kvenna og karla, körfuboltalandsliðið, sundkonurnar okkar, golfkonur; allt þetta af- reksfólk – og fleira – hefur náð lengra í sinni íþrótt en við leyfðum okkur að vona. Þessi árangur hefur náðst með vinnusemi, skipulagi og hógværð. Við Íslendingar eigum ekki endilega bestu íþróttamenn í heimi – enda erum við aðeins 330 þús- und talsins – en þeir eru tilbúnir að leggja hart að sér. Þetta sameinar þjóðina og fyllir hana bjartsýni. Ekki veitir af. Kjör Guðna einn af hápunktunum Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur Þjóðernissinnaður pópulismi er stjórnmálastefna ársins. Fylgi við hann kom vel í ljós á árinu með óvæntum sigri „Brexit-sinna“ í þjóðaratkvæðagreiðslu í Bret- landi og kjöri Donalds Trumps til forseta í Bandaríkjunum. Með gylliboðum um öryggi og velsæld innan landamæra þjóðríkjanna hefur forystumönnum pópul- ískra hreyfinga tekist að sannfæra marga kjósendur um að best sé að byggja framtíðina á glansmyndum af ímyndaðri fortíð. Misskipting auðs og öryggis í heiminum vegna þess að hún er orsök þess að fólk leggur á sig lífshættulegan flótta til auðugri landa á Vesturlöndum. Þetta er hinn raunverulegi flóttamanna- vandi, því að á meðan stórum hóp- um fólks er gert ókleift að koma börnum sínum til manns í sínum heimabyggðum þá mun það leita þangað þar sem það telur ein- hverja von að finna. Kjör Guðna Th. Jóhannessonar til forseta var það ánægjulegasta í íslenskum stjórnmálum á liðnu ári. Með honum hefur embættið orðið látlausara og alþýðlegra en það hefur verið síðustu ár. Er það mjög jákvæð þróun, því að ef for- setinn lítur ekki fyrst og fremst á sig sem einhvers konar samein- ingartákn þá er lítil þörf fyrir að halda embættinu úti. Panamaskjölin standa upp úr á Íslandi Eyja Margrét Brynjarsdóttir heimspekingur Kjör Donalds Trump sem forseta Bandaríkj- anna er óneitanlega einn áhrifamesti viðburð- ur ársins. Þar má nefna til svo margt, til dæmis kosningabaráttu þar sem við horfðum á fyrsta kvenframbjóðanda bandarískrar sögu stillt upp gegn manni sem stærir sig af því að geta káfað óhindrað á konum, áróðurstæknina sem virtist meðal annars skapa vantraust á þeim heimildum og miðlum sem þó voru áreiðan- legastir, hina óskiljanlegu afstöðu Trumps til sannleikans, vaxandi hatursáróður og rasisma sem helst í hendur við þróun í Evrópu og svo auðvitað íhlutun Rússa í kosningaferlið. Það hefur verið ógleymanleg reynsla að dvelja í Bandaríkjunum þetta misserið og fylgjast með því sem hér á sér stað. Hörmungarnar í Aleppo eru mér auðvitað ofarlega í huga um þessar mundir. Heimsbyggðin fylgist dofin með þegar lífið er murkað úr saklausu fólki. Þetta er ekki í fyrsta skipti en kannski áhrifameira fyrir tilkomu vefmiðla sem gera okkur kleift að eiga í beinum samskiptum við fólkið á síðustu stundum lífs þess. Og tengslin við flóttamannavandann sem við Evrópubúar höfum sinnt með svo smánarlegum hætti blasa við. Merkilegasti viðburðurinn fyrir Ísland held ég að sé afhjúpun Panamaskjalanna og hinar ýmsu beinu og óbeinu afleiðingar hennar. Með henni fékk almenningur upplýsingar um spillingu sem virðist hafa viðgengist nokkuð lengi. Áhrifin urðu svo þau að forsætisráðherra var lát- inn segja af sér en aðrir virðast hafa sloppið með skrekkinn og á þessari stundu er óljóst hvort kosningarnar sem knúnar voru fram í haust hafi haft miklar breytingar í för með sér. Margir virðast tilbúnir að umbera þessa spillingu en ljóst er þó að sundrung og vantraust hefur farið vax- andi. Samfélag handan sannleika Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir, tölvuleikjaframleiðandi hjá EA Sports í Vancouver Framtíðin er núna. Árið 2016 er ár þar sem við höfum upplifað röð atburða sem fyrir skömmu síðan hefðu þótt svo fjarstæðukenndir að þeir hefðu sómt sér vel í dystópískri framtíðarsýn í vísindaskáldsögu frekar en raunveruleikan- um. Kjör Trump, Brexit og Wintris-málið falla öll í þennan flokk. Við búum í samfélagi handan sannleika þar sem allt getur gerst. Sýndarveruleiki. 2016 er árið sem sýndar- veruleikatæknin komst í hendur neytenda af alvöru og framleiðendur sýndarveruleikaefnis gátu fyrst farið að sýna hvað í sér býr. Tækn- in er mögnuð en hefur þann ókost að það er ekki hægt að lýsa upplifuninni svo fólk verður að prófa. Ég spái því að þessi tækni muni valda byltingu í samskiptum og samveru fólks í ekki svo fjarlægri framtíð. Ævisaga Elon Musk eftir Ashlee Vance. Elon Musk er stærsti eigandi og forstjóri bæði SpaceX og Tesla, ævintýralegur frumkvöðull sem hefur skýra framtíðarsýn um sjálfbæra orku og líf á mörgum plánetum. Hann er líka fyrirmynd Robert Downey Jr. að Tony Stark eða Iron Man. Ferill hans er ævintýralegur og afrekaskráin löng og bókin mjög skemmtileg aflestrar. Forherðingin, samtalið og vonin Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Forherðingin átti sína fyrirferðarmiklu fulltrúa á árinu, þá sem þræta fyrir allt, alltaf. Alveg frá fyrrum forsætisráðherra sem talar enn eins og samsæri hafi hrakið hann úr starfi, gegnum bankstera sem láta eins og það séu mannréttindabrot að dómstól- ar dæmi um meint afbrot þeirra og til eggjabónda sem verður margsinnis uppvís að dýraníði og vörusvikum en gerir ekkert með athugasemdir fyrr en allt er um seinan. Samtalið fékk uppreisn á árinu eftir áralöng ofstopastjórnmál. Veik og jafnvel engin ríkisstjórn er að verða normið í þessu stöðuga millibilsástandi sem virðist henta okkur með þeim árangri að þingið kom sér saman um fjárlög, sem er fáheyrt og vonandi það sem koma skal. Vonin blaktir, þrátt fyrir allt. Við sjáum hana í nýjum forseta sem hvetur til sam- tals. Hún er í unga og velmenntaða fólkinu sem ansar engu þrugli, hún er í endurnýj- unarmættinum sem hefur komið svo sterkt í ljós í íslensku þjóðlífi eftir hrun. Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann. Colonic Plus Kehonpuhdistaja www.birkiaska.is • Redasin bætir vellíðan hjarta- og æðakerfis og stuðlar að lægra kólesteróli. • Redasin Strong inniheldur Q10, rauð hrísgrjónager, Fólínsýru, B12 og B6. • Daglegur skammtur af Redasin Strong er tvær töflur á dag. Strong www.birkiaska.is Redasin www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Evonia www.birkiaska.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.