Fréttatíminn - 30.12.2016, Síða 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. desember 2016
Erla Sigurlaug Sigurðardóttir
ritstjorn@frettatiminn
Margrét Örnólfsdótt-ir er einn reyndasti handritshöfundur leikins sjónvarps-efnis í íslensku sjón-
varpi.
„Við erum nokkrar konur sem
erum að skrifa fyrir sjónvarp og ég
veit að það eru fleiri sem vonandi
hafa áhuga á að bætast í hópinn.
Núna eru allir að spá í þetta, að það
sé nauðsynlegt að hafa konur með
í skrifunum enda hlutur kvenna í
kvikmyndagerð verið mikið í um-
ræðunni undanfarin ár. Það er
engin ein skýring á því hvers vegna
færri konur eru í þessu. Í raun er
eiginlega óskiljanlegt að nokkur
skuli halda út í þessu fagi, vinnu-
tíminn er óreglulegur og maður
þarf alltaf að hafa nokkur verk-
efni í gangi á sama tíma til að þetta
gangi upp og það koma langir bið-
tímar. Það tekur rosalega langan
tíma, orku og úthald að koma einu
verk efni í gegnum allt ferlið, skrifin,
þróunina, framleiðsluna, og þar til
verkið er tilbúið til sýningar. Ég,
eins og allir höfundar, hef skrifað
mörg handrit sem fara aldrei í fram-
leiðslu af einni eða annarri ástæðu.
Maður verður þess vegna mjög glað-
ur og eiginlega svolítið hissa þegar
þetta kemst loksins í sýningu. Eins
og núna þegar Fangar eru loks að
koma fyrir sjónir almennings eftir
margra ára vinnu.“
Kynjaskekkjan að jafnast
Margrét segir mikla meðvitund
í kvikmyndageiranum um hlut
kvenna í handritagerð og að það sé
nánast talið ótækt að setja saman
kvenlaust teymi í ljósi umræðunn-
ar undanfarið. Það sé kominn tími
á að þessi kynjaskekkja jafnist. Í
Svíþjóð hafa reglur um jafnt kynja-
hlutfall í úthlutunum styrkja ver-
ið teknar í gagnið og sá ótti að það
yrði mögulega á kostnað gæðanna
reyndist ástæðulaus því sænskar
kvikmyndir unnu til fleiri verð-
launa árið eftir að reglan kom til.
„Kynjakvóti er í raun örþrifa-
ráð og ég er fylgjandi svoleiðis að-
gerðum á meðan þær fela ekki í sér
eitthvert gífurlegt misrétti. Ég vil
að fólk sé metið að verðleikum og
verkefni út frá gæðum en ef það er
rétt að konur eigi erfiðar uppdrátt-
ar í kerfinu þá þarf að laga kerfið.
Ég trúi ekki að umsóknir frá kon-
um séu verri eða betri en frá körl-
um, þær eru bara alls konar hjá
báðum kynjum. Í nýju samkomu-
lagi um kvikmyndagerð, milli kvik-
myndageirans og ríkisins, er kveðið
á um sérstakt átaksverkefni til að
rétta hlut kvenna í kvikmyndagerð.
„Ég veit ekki enn hvað þetta felur
nákvæmlega í sér en það verður
Framtíðin er
í sjónvarpinu
Margrét Örnólfsdóttir er listakona sem
þrífst á sköpun og fá Íslendingar meðal
annars að njóta hæfileika hennar á
næstunni í sjónvarpsseríunni Föngum
og nýrri seríu af Ófærð. Margrét ræðir
meðal annars um vinsældir og möguleika
leikins íslensks sjónvarpsefnis á heimsvísu,
hvernig það er að vera kona í karllægum
kvikmyndageiranum og um staðalmyndir
kvenna í íslenskum kvikmyndum sem hún,
ásamt fleirum, vinnur að því að breyta.
spennandi að sjá hvort það hefur
áhrif til hins betra. Reyndar stefn-
ir í að 2017 verði mikið kvennaár.
Það eru að koma út þrjár leiknar
bíómyndir eftir konur, Ísold Ugga-
dóttur, Kristínu Jóhannesar og Ásu
Hjörleifsdóttur.“
Hrist upp í föstum ímyndum
Þótt það sé mikið gleðiefni að kon-
ur fái meira pláss í iðnaðinum vill
Margrét ekki meina að kynferði
skipti það miklu máli í vel heppn-
aðri framleiðslu.
„Það skiptir mig akkúrat ná-
kvæmlega engu máli hvers kyns ég
er, það bara vill svo til að ég er kona.
Ég er nú kannski hætt að pirra mig á
því núna en á tímabili var ég ofboðs-
lega viðkvæm fyrir því að það væri
hringt í mig og sagt að það vant-
aði konu í einhver verkefni. Ég var
pirruð yfir því að það þyrfti að taka
það fram og að það væri eitthvað
sérstakt atriði að vera kona. Hvert
einasta verkefni þarf kemistríu
sem gengur upp og hún hefur ekk-
ert með kynferði að gera og í raun
heldur ekkert með hversu hæfileik-
aríkt fólk er, stundum kveikir fólk
rétt á hlutunum og það verður til
skapandi flæði í hópnum, stundum
ekki. Það má samt alveg pota aðeins
í karlkyns kollega mína fyrir hversu
gjarnir þeir eru á að skapa einsleitar
kvenpersónur. Ég er sannfærð um
að þetta muni smám saman lagast
með fleiri konum í höfundahópn-
um. En það sem mig dreymir um er
að við komumst á þann stað að við
hættum að velta okkur svona mik-
ið upp úr þessu, sem gerist. Konur
koma þar inn sem ákveðinn and-
blær og hrista upp í föstum ímynd-
um. Mig sem kvenhöfund langar
samt ekki einungis að hugsa um
konur þegar ég skrifa, ég hef alveg
jafn mikinn áhuga á að skrifa um
miðaldra karlmenn og á að hafa
leyfi til þess, mér finnst það meira
að segja mjög spennandi efni.“
Staðalmyndir kvenna
Margrét segir að allir sem stundi
handritaskrif þurfi í ljósi nútíma-
samfélags að hugsa vel um hvern-
ig kvenpersónur séu skapaðar. Það
sé því miður ákveðin tilhneiging
að skrifa konur á svipaðan hátt í
gegnum tíðina og því hafi viðhald-
ist ákveðnar staðalmyndir á kven-
persónum sem eigi sér litla stoð í
raunveruleikanum.
„Ég velti því oft fyrir mér hvers
vegna höfundar sækja fyrirmyndir
ekki í meira mæli í raunveruleik-
ann og nærumhverfi en virðast oft
frekar grípa næstu erkikventýpu úr
kvikmyndasögunni. Algeng kven-
persóna er til dæmis „eiginkonan“.
Á Íslandi er það konsept varla til,
getur kannski gengið í einhverri
annarri menningu en er bara hlægi-
legt í okkar samhengi. Kona er fyrst
og fremst eitthvað annað áður en
hún er en eiginkona einhvers. Við
sem höfundar berum ábyrgð á því
að grípa ekki alltaf fyrstu einföldu
lausnina sem viðheldur einhverju
inngrónu og gamaldags. En svo
má ekki gleyma því að við erum
að skrifa skáldskap og okkur leyfist
ýmislegt, að ýkja og bjaga og útví-
kka veruleikann, ábyrgð okkar ligg-
ur fyrst og síðast í því að skapa eitt-
hvað nógu áhrifamikið og vera trú
einhverri eigin sannfæringu sem
þarf ekki alltaf að vera pólitískt rétt
eða viðurkennd.“
Kynlausir karakterar
„Þegar ég skrifa hugsa ég eiginlega
ekki um kyn karaktera. Ég held að
kynferði skipti mig ótrúlega litlu
máli yfir höfuð. Það er frekar þessi
þörf fyrir að segja sögur og búa eitt-
hvað til. Eitt sem ég hef prófað að
gera oftar en einu sinni er að skipta
um kyn á persónu sem ég skrifa.
Ég held maður eigi ekki að skrifa
karakter með fyrirfram ákveðnu
kyni, nema það sé eitthvað sem kalli
alveg sérstaklega á það. Mér finnst
mikilvægara að skapa persónuna út
frá því hvaða hlutverki hún gegnir í
sögunni sem maður er að segja. Það
þarf að gefa persónunni einhver
„Kynjakvóti er í raun
örþrifaráð og ég er fylgj-
andi svoleiðis aðgerðum
á meðan þær fela ekki
í sér eitthvert gífurlegt
misrétti. Ég vil að fólk sé
metið að verðleikum og
verkefni út frá gæðum en
ef það er rétt að konur eigi
erfiðar uppdráttar í kerf-
inu þá þarf að laga kerfið.“
Myndir | Hari
HEILSUTÍMINN
Þann 7. janúar
Heilsutíminn
auglysingar@frettatiminn.is 531 3300