Fréttatíminn - 30.12.2016, Side 39
| 39FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. desember 2017
Skáldsagan Roots, eða Rætur, eft-
ir Alex Haley kom út árið 1976 og
sló samstundis í gegn. Sjónvarpss-
erían birtist á skjánum ári síðar og
sló rækilega í gegn í Bandaríkjun-
um og víðar og er óhætt að segja
að hún sé algjört költ og stór hluti
af menningarsögu Bandaríkjanna.
Serían sem nú er sýnd á RÚV er
endurgerð BBC á upprunalegu
þáttunum.
Sagan hefst á nítjándu öld í
Gambíu og fylgir eftir Kunta Kin-
te sem var sendur sem ungling-
ur í þrældóm til Bandaríkjanna.
Síðar er fylgst með afkomendum
hans, þar á meðal höfundinum
sem rekur ættir sínar til Kinte fjöl-
skyldunnar í Gambíu.
og hver einasta króna sem gefin er
úr vestrænu samfélagi margfaldast
í þróunarlandi og Rauði krossinn
og fleiri eru að gera kraftaverk víða,
bæði í neyðaraðstoð og þróunarað-
stoð.“
Innvígð í Kinte-fjölskylduna
Eftir dvölina í Gambíu hefur Guð-
rún ferðast mikið um Afríku en
það blundaði alltaf í henni að skoða
sögu Kunta Kinte betur. Árið 2000
vann hún sem útsendingastjóri á
Stöð 2 og sama ár fór hún með vin-
um sínum í fuglaskoðunarferð til
Gambíu.
„Ég greip með mér upptökuvél
til að vinna efni. Ég hafði sett mig
í samband við Lamin Cessay sem
var 9. ættliður frá Kunta Kinte í
þeim tilgangi að heimsækja Juffure
sem var heimaþorp Kunta Kinte
og spjalla við Bintu Kinte sem er 6.
ættliður frá Kunta Kinte. Öll sam-
skipti eru stirð vegna símaleysis en
þetta hafðist að lokum og ég heim-
sótti þorpið Juffure og Binte Kinte í
nokkur skipti. Þetta var allt saman
dásamlegt ævintýri, spenningurinn
við að hitta Binte og koma í þorpið
og svo vonbrigði mín með hvernig
þetta var allt saman en svo í raun
gleði og kímni yfir þessu öllu, í raun
allt svo dapurt en líka svo dásam-
legt. Jaffure er heilt þorp sem gerir
út á Kunta Kinte túrisma. Nokkrir
af Kinte ættinni eru á launaskrá hjá
ríkinu bara fyrir að vera þeir sjálfir
í þorpinu og sitja og gera sig breiða.
Um leið og komið er í þorpið spretta
fram sölumenn og leiðsögumenn og
allt er til sölu, saga og minjagrip-
ir. Það var búið að vara mig við að
Juffure væri „Tourist trap“ og það
var raunin. Binte var mikill karakt-
er og okkur varð vel til vina, hún
hló mikið og vildi vita um Ísland en
inn á milli datt hún í sölugírinn og
spurði ítrekað hvort ég ætlaði ekki
að lokka fleiri túrista til Juffure frá
Íslandi. Ég fékk símtöl á hótelið mitt
frá Lamin þar sem hann tilkynnti
mér að Binte vildi fá ilmvatn að gjöf
í næstu heimsókn og ítrekað var
ýjað að peningagjöfum til að styrkja
þetta litla þorp,“ segir Guðrún sem
hlýddi öllu, spilaði með og hafði
gaman af. Hún heimsótti þorp-
ið nokkrum sinnum, dvaldi lengi
á staðnum og kynntist Kinte-fjöl-
skyldunni vel. „Ég talaði enn smá
mandinku og gat svolítið spilað mig
á heimavelli sem hjálpaði. Í síðustu
heimsókninni þá var fólki úr þorp-
inu boðið í mat og haldin var veisla
fyrir mig þar sem gambískur töfra-
læknir (Marabout) töfraði svolítið,
veifaði einhverju og dansaði svo
nokkra hringi og þá sagði Lamin
mér að ég hefði verið innlimuð inn
Sýning um þrælasöluna, Exhibition on the slave trade. Safnið
gengur undir nafninu Roots museum.
í Kinte-klanið og ég mætti núna
kalla mig Kinte. Konur dönsuðu og
sungu og ég var heiðursgesturinn.
Þetta var skemmtilega súrrealískt
og ógleymanlegt.“
Margir leita upprunans í Juffure
Sextán ár eru síðan Guðrún var
í Juffure og segist hún ekki vita
hvernig þorp Kinte fjölskyldunn-
ar er í dag. „Alex Haley, höfundur
Róta, er afkomandi þræla og telur
sig hafa fundið uppruna sinn í Kinte
ættinni í Juffure. Þegar ég var þarna
þá var talað um að verið væri að
rannsaka þetta nánar og vísinda-
legar, en ég veit ekkert hvernig það
endaði. Ég velti því hins vegar fyrir
mér hvort Kunta Kinte sé ekki bara
samnefnari fyrir alla þræla, forfeð-
ur Alex Haley og allra Bandaríkja-
manna af afrískum uppruna. Kinte
er ekki óalgengt nafn í Vestur-Afr-
íku og hvort Kinte-ættin í Juffure
er sú eina rétta skiptir í raun engu
máli. Það er stemning að koma til
Juffure og hitta Kinte ættina og ár-
lega er haldin Roots hátíð þar sem
Bandaríkjamenn af afrískum upp-
runa leita uppruna síns og fræðast
um þrælahaldið. Í Juffure er safn
um þrælasöluna og hægt er að
heimsækja James Island sem heitir
núna Kunta Kinte Island þar sem
var fangelsi og þrælarnir biðu þar
áður en langa ferðalagið yfir haf-
ið hófst. Tilgangurinn er að halda
sögunni á lofti og læra af reynslunni
og honum er náð. Hvort ég ræði við
mannanafnanefnd um að bæta Kin-
te við nafnið mitt verður svo bara
að koma í ljós.“
Allt að verða vitlaust?
20 mg, 14 og 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki
Omeprazol Actavis
– Við brjóstsviða og súru bakflæði
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
/
A
ct
av
is
5
1
1
1
3
0 Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur virka efnið ómeprazól sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast „prótónpumpuhemlar“ og verka með því að draga
úr sýruframleiðslu magans. Omeprazol Actavis er ætlað til notkunar hjá fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og
nábít). Frábendingar: Ofnæmi fyrir ómeprazóli eða öðru innihaldsefni lyfsins. Ofnæmi fyrir lyfjum sem innihalda aðra prótónpumpuhemla. Ef þú tekur lyf
sem inniheldur nelfinavír (við HIV sýkingu). Varúð: Ekki taka Omeprazol Actavis lengur en í 14 daga án samráðs við lækni. Ef einkennin minnka ekki, eða
ef einkennin versna, skaltu ræða við lækninn. Omeprazol Actavis getur dulið einkenni annarra sjúkdóma. Því skaltu ræða strax við lækninn ef eitthvað af
eftirfarandi kemur fyrir þig áður en þú tekur eða meðan þú tekur Omeprazol Actavis: Ef þú léttist að ástæðulausu og átt í erfðleikum með að kyngja, færð
magaverk eða meltingartruflanir, kastar upp mat eða blóði, hefur svartar hægðir (blóðlitaðar hægðir), ert með alvarlegan eða langvarandi niðurgang
(ómeprazól hefur verið tengt við lítillega aukningu á smitandi niðurgangi), hefur verið með magasár eða gengist undir skurðaðgerð á meltingarfærum, ert
á samfelldri meðferð við einkennum meltingartruflana eða brjóstsviða í 4 vikur eða lengur, þjáist stöðugt af meltingartruflunum eða brjóstsviða í 4 vikur
eða lengur, ert með gulu eða alvarlegan lifrarsjúkdóm, ert eldri en 55 ára með ný eða nýlega breytt einkenni. Sjúklingar skulu ekki nota ómeprazól í
fyrirbyggjandi tilgangi. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga og brjóstagjöf: Segðu lækninum frá því ef þú ert barnshafandi eða ert að reyna
að verða barnshafandi áður en þú tekur Omeprazol Actavis. Læknirinn mun ákveða hvort óhætt sé fyrir þig að nota Omeprazol Actavis ef þú ert
barnshafandi eða með barn á brjósti. Skömmtun: Sýruþolnu hylkin má taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi maga. Mælt er með
að hylkin séu tekin inn að morgni dags. Venjulegur skammtur er eitt 20 mg hylki eða tvö 10 mg hylki einu sinni á sólarhring í 14 daga. Hafðu samband við
lækninn ef einkennin hafa ekki horfið á þessum tíma. Nauðsynlegt getur verið að taka hylkin í 2–3 daga samfellt áður en einkennin réna. Hylkin á að gleypa
með glasi af vökva. Ekki má tyggja eða mylja hylkin. Aukaverkanir: Hafðu samband við lækni strax ef eftirfarandi einkenni koma fram: Öndun verður skyndi-
lega hvæsandi, þroti í vörum, tungu og hálsi eða líkama, útbrot, yfirlið eða kyngingarörðugleikar (alvarleg ofnæmisviðbrögð). Roði í húð með blöðrum og
húðflögnun. Einnig getur verið um að ræða verulega blöðrumyndun og blæðingar í vörum, augum, munni, nefi og kynfærum. Þetta getur verið „Stevens-
Johnsons heilkenni“ eða „eitrunardrep í húðþekju“. Gul húð, dökkt þvag og þreyta sem geta verið einkenni lifrarsjúkdóms. Algengar aukaverkanir: Höfuð-
verkur. Áhrif á maga eða þarma (niðurgangur, magaverkur, hægðatregða, vindgangur). Ógleði eða uppköst. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf.
Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Nóvember 2015.