Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 30.12.2016, Qupperneq 40

Fréttatíminn - 30.12.2016, Qupperneq 40
40 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. desember 2016 HINN KLASSÍSKI TOM COLLINS Tom Collins kokteillinn var fyrst bland­ aður 1876 og er því kominn til ára sinna en það breytir ekki því, nema síður sé, að um fantafínan kok­ teil er að ræða sem hentar vel á gamlárskvöld. 4 cl gin 2 cl sítrónusafi, helst nýkreistur 1 tsk. flórsykur sódavatn Allt sett saman í hristara nema sóda­ vatnið og hrist vel saman með klaka. Sett í viskíglas ásamt klakanum og fyllt upp með sódavatni. Skreytt með sítrónusneið og jafnvel einu kokteil­ kirsuberi. BRENNIVÍNSKOKTEILL MEÐ BLÁBERJUM Kári Sigurðsson barþjónn á þessa huggulegu uppskrift að bleikum ára­ mótadrykk. 45 ml Brennivín (Einnig hægt að nota gin eða vodka) 30 ml sykursýróp 30 ml sítrónusafi 6-7 bláber kramin með Uppskrift að sírópinu er 1:1, 1 kg hvítur sykur móti 1 lítra af vatni, náð upp að suðu í potti og svo slökkt undir. Kári mælir með því að hrista drykkinn upp með kokteil­ hristara en þeir sem eiga von á stórum hópi gesta geta hent öllu saman í blandara og hellt svo í glös þegar hentar. Þeir sem vilja gefa drykknum aukna vídd geta bætt við appelsínubitter eða öðrum bitterum. APEROL SPRITZ Aperol Spritz er vinsæll sumar­ drykkur á Ítalíu og víðar í Evrópu en hentar einnig vel sem fordrykkur eða léttur kokteill. 3 hlutar Prosecco eða annað freyðivín 2 hlutar Aperol 1 hluti sódavatn sneið af appelsínu Fyllið belgmikið glas af ísmolum, hátt hvítvínsglas hentar mjög vel. Byrjið á að hella víninu, þar næst Aperol og fyllið upp með sódavatni. Skreytt með hálfri appelsínusneið. Langflestir reyna að fagna með einhverjum hætti þegar nýtt ár geng-ur í garð, kveðja gamla árið með stæl og bjóða nýtt velkomið með von í brjósti. Vandamálið við áramótin er hins vegar oft það að fólk gerir of mikl- ar væntingar til hátíðahaldanna. Spennan er svo mikil og allt þarf að vera fullkomið. Hárgreiðslan, fötin, maturinn, partíið, leikirnir og flug- eldarnir. Svo verða auðvitað allir að geta hlegið að Áramótaskaupinu. Fyrsta skrefið að hinu fullkomna áramótapartíi er hins vegar að stilla væntingum í hóf og vera af- slappaður. Fylgdu svo eftirfarandi ráðum og þá ætti enginn að verða fyrir vonbrigðum. -Bjóddu nokkrum góðum vin- um heim til þín í þægilega og af- slappaða stemningu. Ekki bjóða of mörgum, því þá er hætt við að spennustigið aukist. -Það getur verið gaman að skreyta aðeins með líflegum og glitrandi skreytingum og bjóða upp á áramótahatta sem gestir geta sett upp. Jafnvel lúðra og con- fettisprengjur til bjóða nýtt ár vel- komið með pompi og prakt. -Skipulegðu einfalda og leiki sem allir geta tekið þátt í, en gættu þess þó að partíið fari ekki að snúast um leikina. Það getur verið yfirþyrm- andi. Gott er að hafa hugfast að það fíla ekki allir samkvæmisleiki. Öðruvísi áramótadrykkir Af hverju ekki að bjóða gestunum upp á eitthvað öðruvísi og óvænt? Uppskrift að fullkomnu áramótapartíi Frumlegar veitingar eru óþarfar. Berðu fram eitthvað sem þú kannt að útbúa eða einfaldlega helltu snakki í skálar. Stilltu væntingunum í hóf, ekki bjóða of mörgum og hafðu einfaldar veitingar. Það er til dæmis sniðugt fara í leik sem snýst um áramótaheit. Útbúðu mismunandi spjöld þar sem gestir þurfa aðeins að bæta inn smá texta. Dæmi: „Slæmur ávani sem ég vil láta af á nýju ári ________“ og „Á nýju ári langar mig að læra_______“ Safnaðu spjöldun- um saman þegar gestirnir hafa fyllt inn í eyðurnar, lestu svo upp af spjöldunum og leyfðu fólki að giska hver á hvaða áramótaheit. Hægt er að hafa smávægileg verð- laun fyrir þá þann sem giskar rétt, eða útfæra leikinn sem drykkjuleik fyrir þá sem það kjósa. -Ekki fara fram úr þér í veitingunum, eða reyna að prófa eitthvað nýtt rétt fyrir partíið. Fólk vill bara hafa eitthvað að narta í og það er enginn að fara að gera kröfur um að þú töfrir fram flókn- ar veitingar. Að hafa snakk í skál- um ætti alveg að duga, en þeir sem vilja ganga aðeins lengra geta boðið upp á nachos og guacamole, hina svokölluðu eðlu (rjómaost, salsasósu og ost), kex, osta, niður- skorið grænmeti og ídýfu eða jafn- vel fondú. Hvað drykki varðar er gott að biðja einfaldlega gesti að koma með það sem þeir vilja drekka. Þú getur svo boðið upp á freyðivín, bæði áfengt og óáfengt, til að skála á miðnætti. -Flestir vilja horfa á Ára- mótaskaupið sem hefst klukk- an 22.30 og því er mikilvægt að hafa sjónvarp til taks og sæti fyrir alla. Þegar því er lokið og búið að sprengja upp flugelda þá er tilval- ið að skella á skemmtilegum laga- lista og dansa aðeins inn í nýtt ár í góðra vina hópi. Það er alveg óþarfi að reyna að fara niður í bæ til að skemmta sér, enda erfitt að fá leigu- bíla og allir skemmtistaðir yfirfullir.

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.