Fréttatíminn - 13.01.2017, Blaðsíða 1

Fréttatíminn - 13.01.2017, Blaðsíða 1
Sé miðað við skattkerfi nágranna- landa okkar hefur ríkissjóður tapað um 750 milljörðum króna tekjum á núvirði vegna lækkunar skatta á fyrirtæki og fjármagn. Íslensk stjórnvöld lækkuðu þessa skatta langt umfram það sem gert var í okkar heimshluta og voru á góðri leið með að breyta Íslandi í aflandseyju. Tekjutapið gróf undan velferðarkerfinu. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatíminn.is Fyrir síðustu aldamót lækkaði rík- isstjórn Davíðs Oddssonar fjár- magnstekjuskatt langt niður fyrir það sem tíðkaðist í okkar heims- hluta. Tekjuskattur fyrirtækja var einnig lækkaður en ekki eins mik- ið. Ekki fyrr en stuttu eftir aldamót þegar hann var lækkaður, fyrst nið- ur í 18 prósent og síðan í 15 prósent. Þetta voru veigamiklar um- breytingar skattkerfisins. Íslenska kerfið var orðið allt annars konar en skattkerfi landanna í kringum okkur. Skattar á launafólk héldust álíka háir og í nágrannalöndunum en skattar á fyrirtæki og fjármagn voru miklum mun lægri. Mismunurinn er gríðarlegur. Sé miðað við meðaltal Norðurland- anna innheimtu Íslendingar frá árinu 2000 til 2015 um 260 millj- örðum króna minna á núvirði í tekjuskatt fyrirtækjanna en frænd- ur vorir á hinum Norðurlöndunum hefðu gert og yfir 500 milljörðum krónum minna í fjármagnstekju- skatt. Þetta eru þær upphæðir sem íslensk stjórnvöld innheimtu ekki af fyrirtækjum og fjármagnseigend- um en sem sjálfsagt þykir að skatt- leggja á Norðurlöndunum. Og ástæðan er ekki sú að Norð- urlöndin skeri sig frá öðrum ríkj- um vegna skatthörku. Ástæðan er sú að skattkerfið íslenska er mótað að hagsmunum fyrirtækja- og fjár- magnseigenda. Þessi veikleiki skattkerfisins og væntingar almennings um vel- ferðarkerfi að norrænni fyrirmynd er óleyst skekkja í íslensku samfé- lagi. Annað fæst ekki án hins; öfl- ugt velferðarkerfi og skattkerfi í líkingu við það sem velferðarríkin halda úti. frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 3. tölublað 8. árgangur Föstudagur 13.01.2017 Stelpunar í Hjartasteini Urðu bestu vinkonur í alvöru 42 24 38 26 44 KRINGLUNNI ISTORE.ISSérverslun með Apple vörur Betri þjónusta Við kappkostum að veita viðskiptavinum okkar skjóta og góða þjónustu. Ef tæki keypt hjá okkur bilar lánum við samskonar tæki á meðan viðgerð stendur. Við gerum betur í þjónustu Mynd | Hari Nýfrjálshyggjan í skattkerfinu Fréttaskýring 8 Skattkerfi nýfrjálshyggjunnar kostaði 750 milljarða króna Hugsaðu út fyrir nestisboxið 14 Játningar gistihúsa- eiganda „Ég fæ enn gæsahúð þegar ég heyri hljóðið í ferðatöskuhjólum á gangstétt.“ Berglind Björk Halldórsdóttir þjáist af ferðamannaóþoli Engar dýraafurðir Margir taka þátt í veganúar í byrjun ársins. Sláandi hversdagsleiki Til sýnis í Gerðarsafni Veganúar fylgir Fréttatímanum Lególand í Hafnarfirði Kubbuðu í heilan mánuð Allir vilja gera betur við heyrnarskerta En enginn vill borga fyrir það Heilsublað Fjarðarkaups fylgir Fréttatímanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.