Fréttatíminn - 13.01.2017, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 13.01.2017, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017 Ísland gekk lengst allra landa í okkar heimshluta í að lækka skatta á fjármagnstekjur. Skatturinn var lækkaður fyrr og meira en í öðrum löndum. Áhrif nýfrjálshyggjunnar urðu hér því meiri. En öfugt við kenningu þessarar hugmyndastefnu dró ekki úr skattaundanskotum eða fjárflótta út úr kerfinu. Þvert á móti fluttu íslenskir fjármagnseigendur fé sitt í meira mæli til aflandssvæða en auðfólk annarra landa. Saga Íslands á árunum fyrir Hrun er í raun afsönnun á helstu kenningum nýfrjálshyggjunnar. Kenningin var sú að lægri skattar myndu auka skattheimtu, efla efna- hagslífið, draga úr skattaundanskotum og girða fyrir fjárflótta. Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld hafi gengið lengra í að lækka skatta á fjármagn varð fjárflótti ís- lensks auðfólks slíkur á árunum fyrir Hrun að þegar það reið yfir helmingaðist verðgildi íslensku krónunn- ar með þeim afleiðingum að kaupmáttur almennings stórskaðaðist. Þegar upplýsingar úr Panamaskjölun- um lágu fyrir kom í ljós að íslenskir auðmenn voru miklum mun líklegri en auðfólk annarra landa til að fela fé sitt í skattaskjólum og að skattaundanskot var víðtækara vandamál á Íslandi en annars staðar í okk- ar heimshluta. Fyrirmynd nýfrjálshyggjunnar Þróun skatta á fjármagnstekjur dregur vel fram hversu mikil áhrif hugmyndir nýfrjálshyggjunnar höfðu á Ís- landi. Þótt þessi stefna hafi dregið úr skattheimtu á fyrirtæki og fjármagn víða um var hvergi jafn hart gengið fram og á Íslandi. Fjármagnstekjuskatturinn var höggvinn niður í 10 prósent seint á síðustu öld og var haldið þar fram yfir Hrun. Þetta var miklum mun lægri skattprósenta en innheimt var annars staðar. Ís- lensk stjórnvöld fóru því óhikað eftir kennisetningum nýfrjálshyggjunnar, lækkuðu skattinn fyrr og meira en nokkur önnur stjórnvöld. Í upphafi aldarinnar var meðalskattprósenta aðildar- ríkja OECD tæp 36 prósent. Þegar Hrunið reið yfir 2008 hafði þetta meðaltal lækkað niður í 28 prósent. Í upp- hafi aldarinnar var skattprósentan í OECD ríkjunum því vel rúmlega þrisvar sinnum hærri en á Íslandi og við Hrunið tæplega þrisvar sinnum hærri. Ísland skar sig því algjörlega frá öðrum löndum OECD. Íslensk stjórnvöld vildu gera landið að fyrirmyndarríki ný- frjálshyggjunnar. Heill spítali á einu ári Fjármagnstekjur voru gríðarháar hér á árunum fyrir Hrun, mikið til út af uppblásnum og tilhæfulausum hagnaði bólufyrirtækja. Skattstofn fjármagnstekju- skatts einstaklinga fór hæst í 423 milljarða króna á núvirði árið 2007. Mismunurinn á fjármagnstekju- skatti á Íslandi og meðaltals Norðurlandanna það árið hefði fært um 94 milljörðum meira í ríkissjóð. Skatta- afsláttur íslenskra stjórnvalda, ef svo mætti kalla mis- muninn skattheimtu hér og í helstu nágrannalöndum, nam samkvæmt því á einu ári eins og einum nýjum Landspítala. Það má því fullyrða að engin frávik frá stefnu ríkis- valdsins í okkar heimshluta hafi haft jafn afdrifaríkar afleiðingar og lækkun skatta á fjármagn og fyrirtæki. Eitt er hversu mikið af bóluhagkerfinu sneiddi fram hjá skattheimtu. Hitt er að minnkandi skattheimta af fyrirtækjum og fjármagni jók bæði ójafnvægi í samfé- laginu, gróf undan tekjuöflun ríkisins og skaðaði þar með velferðarkerfið. Það er ómögulegt til lengdar fyrir Íslendinga að halda hér uppi velferðarkerfi, líku því sem tíðkast í okkar heimshluta, en ætla eftir sem áður að innheimta til þess mun lægri tekjur af fyrirtækjum og fjármagni. Ef skattheimta af fyrirtækjum og fjármagni er lægra en annars staðar verður annað hvort að innheimta hærri skatt af einstaklingum eða draga úr þjónustu velferðarkerfisins. | gse Skattprósenta fjármagnstekjuskatts í löndum norðvestur Evrópu frá 2000 til 2016 samkvæmt upplýsingum OECD. 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 2000 2016 Eftir að íslensk stjórnvöld lækkuðu fjár- magnstekjuskatt undir lok síðustu aldar var þessi skattur lægri á Íslandi en á nokkru byggðu bóli, þar sem skatturinn var á annað borð innheimtur. Um aldamótin var fjármagnstekju- skattur á Íslandi 10 prósent á sama tíma og hann var 36 prósent að meðaltali í aðildar- ríkjum OECD og 32 prósent að meðaltali á Norðurlöndum. Og þótt áhrif nýfrjálshyggjunnar hafi dregið skattprósentu fjármagnstekjuskatts niður í öðrum löndum þegar leið að Hruni þá var það enn svo 2008 að ekkert land innheimti lægri skatt af fjármagnstekjum en Ísland. Þá var meðaltal Norðurlanda enn vel yfir 30 prósent- um, 32,8 prósent, en meðaltal OECD-ríkjanna hafði lækkað niður í 28 prósent. Þá var fjár- magnstekjuskattur á Íslandi 10 prósent. Í dag er fjármagnsskattur aðeins lægri í Grikklandi og Lettlandi, sem ekki innheimtu sérstakan fjár- magnstekjuskatt áður, og Tékklandi, Ungverja- landi og Póllandi. Þessi skattur hvergi lægri en á Íslandi í okkar næsta nágrenni. Lægsti fjármagnstekjuskattur í heimi Gríðarlegur skattaafsláttur til fjármagnseigenda Í tíð Halldórs Ásgrímssonar virkaði Framsóknarflokk- urinn ekki sem mótvægi við nýfrjálshyggjuhugmyndir Sjálfstæðismanna. Þvert á móti. Í stuttri forsætisráð- herratíð Halldórs skipaði hann nefnd undir forystu Sigurðar Einarssonar, stjórn- arformanns Kaupþings, sem leggja átti fram tillögur um hvernig mætti ganga enn lengra í að létta álögum af fyrirtækjum og fjármagni. Markmiðið var að breyta Íslandi í skattaparadís fyrr hina auðugu og ríku. Það var í valdatíð Davíðs Oddssonar sem mestar umbyltingar urðu á skatt- kerfinu í átt að hugmynd- um nýfrjálshyggjunnar. Fyr- irtækjaskattur var færður niður í það allra lægsta í okkar heimshluta og fjármagnstekjuskattur var lækkaður niður fyrir það sem þekktist í heiminum. Engin þjóð innheimti jafn lítinn skatt af fjármagni og Íslendingar. Þegar bólan blés út fóru þess- ar fjárhæðir allt upp í 119 milljarða króna á núvirði. Að sjálfsögðu var engin innistæða fyrir hagnaði banka og annarra fyrirtækja né arðgreiðsl- um til eigenda. Eftir sem áður drógu eigendurnir þessa fjármuni til sín. Og góður hluti þeirra var fluttur í skattaskjól. Afsönnun kenninganna Öfugt við það sem haldið hafði verið fram héldust í hendur miklar skatta- lækkanir og vaxandi skattaundan- skot. Á Íslandi gerðist það að því lægri sem skatturinn var því taum- lausari varð fjármagnsflutningur- inn til aflandseyja. Og þar með skattaundanskotin. Kenningin um að lægri skattar myndu draga úr skattsvikum féll á Íslandi. Vegna smæðar hagkerfisins magn- aðist skaðinn af þessari skattastefnu við fjármagnsflutninginn út úr kerf- inu. Þegar bólan sprakk hafði ís- lenskt auðfólk flutt gríðarlegar fjár- hæðir út úr krónuhagkerfinu. Það jók mjög á vandann og ýtti enn frekar undir fall krónunnar. Geng- isfallið leiddi til kjaraskerðingar al- mennings, skaða sem meta má á mörg hundruð milljarða króna. Saga Íslands á þessari öld er því klár afsönnun þeirra kenninga ný- frjálshyggjunnar sem lágu til grund- vallar lækkun á sköttum á fyrirtæki og fjármagn. Þær leiddu ekki til minni skattaundanskota, þær leiddu ekki til aukinni tekna og þær leiddu ekki til þess að fjármunir héldust frekar innan kerfisins. Bleiki fílinn Þrátt fyrir hvaða áhrif breytingarn- ar á skattkerfinu höfðu á rekstur ríkissjóðs á Íslandi og samfélagið allt, hefur stjórnmálaumræðan frá Hruni að litlu leyti snúist um að færa kerfið til fyrra horfs og nær því sem tíðkast í nágrannalöndunum. Jafn- vel þótt kosningabaráttan hafi að miklu leyti snúist um eflingu heil- brigðiskerfisins og uppbyggingu inn- viða veigruðu flokkarnir sér við að ræða tekjuöflunarkerfið. Þeir flokkar sem vildu hækka veiðileyfagjöld létu sem það, og aðrar kerfisbreytingar, kynnu að skila inn nægum tekjum til að standa undir væntingum lands- manna um uppbyggingu velferðar- kerfisins. Ekki var rætt um þann viðvarandi skattaafslátt sem íslensk fyrirtæki og fjármagnseigendur njóta í samanburði við önnur lönd. Helst mátt skilja á stjórnmálafólk- inu að Íslendingum myndi takast að halda uppi norrænu velferðarkerfi fyrir almenning en nýfrjálshyggju skattkerfi fyrir fyrirtæki og efnafólk. Í stjórnarmyndunarviðræðunum virtist enginn flokkur, nema Vinstri græn, vera undirbúin undir við- ræður um tekjur. Niðurstaðan varð stjórn um óbreytt skattkerfi. Þegar á reyndi völdu stjórnmálaflokkarnir frekar að standa vörð um hagsmuni fyrirtækja- og fjármagnseigenda en almennings. Miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára) Ferðatímabil: 21.- 29.júní 2017 Hálft fæði innifalið   Salou Palas Pineda **** 114.500 kr.Frá: Miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára) Ferðatímabil: 6.-13. maí 2017   Tenerife Gran Oasis **** 77.500 kr.Frá: Miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára) Ferðatímbil: 10.-18. júlí 2017 Hálft fæði innifalið Salou Dorada Palace **** 115.500 kr.Frá: Sól og sumar hjá Gaman Ferðum GAMAN Í SÓLINNI! Innifalið í verði er flug, skattar, gisting í 7 nætur, 20 kg taska og 10 kg handfarangur - sjá nánar á gaman.is Miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára) Ferðatímabil: 20.-27. maí 2017 Hálft fæði innifalið Tenerife Fanabe **** 93.900 kr.Frá:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.