Fréttatíminn - 13.01.2017, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 13.01.2017, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 0 0 16,9 20,9 13,0 12,6 28,7 22,9 34,9 27,7 53,9 31,5 64,9 25,0 94,2 67,9 27,8 26,2 19,2 12,0 14,0 14,0 13,6 13,5 13,812,1 10,0 10,310,39,0 42,5 21,7 750 milljarðar færðir til fyrirtækja og fjármagnseigenda Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Langveigamesta pólitíska breyting á Íslandi undan-farin ár var breyting skatt-kerfisins um og eftir síð-ustu aldamót. Þá var á skömmum tíma skattur á fyrirtæki lækkaður úr um og yfir 40 prósent niður í 18 prósent og síðan niður í 15 prósent og skattar á fjármagnstekj- ur færðir niður í 10 prósent. Þetta er miklum mun meiri lækkun skatta á fyrirtæki og fjármagn en þekktust í okkar heimshluta. Íslendingar lækk- uðu skatta á fyrirtæki og fjármagn fyrr og meira en aðrar þjóðir. Þessi skattalækkun hafði umtals- verð áhrif á tekjuöflun ríkissjóðs. Frá aldamótum og til 2015 voru innheimtir skattar af fyrirtækjum og fjármagni nærri 750 milljörðum króna lægri á núvirði en verið hefði ef skatthlutföll hér hefðu verið sam- bærileg og á hinum Norðurlöndun- um. Aldamótaárið var mismunurinn tæplega 17 milljarðar króna á núvirði en hann fór hæst í rúmlega 119 millj- arða króna á núvirði skömmu áður en spilaborgin hrundi. Skattar hækkuðu, lítið Eftir Hrun hækkaði vinstri stjórn- in bæði tekjuskatt fyrirtækja og fjármagnstekjuskatt, með bless- un Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hafði þó lagt hart að ríkisstjórnum að lækka skatta fremur en hækka. Ástæða þess að skattahækkunin rann í gegn hjá gjaldeyrissjóðnum var sú hversu óeðlilega lágir þessir skattar voru á Íslandi. Hækkun skattprósentunnar sam- hliða minni hagnaði og mun minni fjármagnstekjum dró úr þessum mismun íslenskrar skattheimtu og því sem almennt þekktist í okk- ar heimshluta. Eftir sem áður inn- heimti ríkissjóður um það bil 25 milljörðum króna minna að núvirði af fyrirtækjum og fjármagni árlega. Frá Hruni og fram til 2015 inn- heimti ríkissjóður um 220 milljörð- um króna minna af fyrirtækjum og fjármagni en gert hefði verið ef skattastefnan væri hér svipuð og á hinum Norðurlöndunum. Það er meira en tveir nýir Landspítalar og myndi ná að fjármagna flest það sem flokkarnir lofuðu fyrir kosningar en sem ólíklegt er að verði efnt þar sem engin sátt er um það á Alþingi að breyta þessari skattastefnu. Nýfrjálshyggjan sigrar Breytingar á íslenska skattkerf- inu eru eitt skýrasta dæmið um áhrif nýfrjálshyggjunnar á Vest- urlöndum. Þessi hugmyndastefna hafði vissulega áhrif víða til lækk- unar skatta á fjármagnseigendur og fyrirtæki en óvíða meiri en hér. Um aldamótin var fjármagnstekju- skattur hér orðinn lægri en nokkurs staðar í nágrannalöndum okkar og frá og með 2002 var tekjuskattur á fyrirtæki lægri á Íslandi en annars staðar í okkar heimshluta ef Írland er undanskilið, en írsk stjórnvöld undirbuðu skatta til að laða til sín stórfyrirtæki. Þótt nýfrjálshyggjan hafi verið ríkjandi hugmyndastefna á Vestur- löndum frá því á níunda áratugn- um var það ekki fyrr en undir lok aldarinnar síðustu og einkum eft- Íslensk stjórnvöld gengu lengst allra stjórnvalda í okkar heimshluta í að fella niður skatta á fyrirtæki og fjármagn. Nýfrjálshyggjan risti hér dýpst og hafði mest áhrif. Ef hér hefði verið rekið sambærilegt skattkerfi og í okkar næstu nágrannalöndum hefði ríkið innheimt 750 milljörðum króna meira í tekjuskatt fyrirtækja og skatt af fjármagnstekjum frá aldamótum og fram til 2015, upphæð sem er á við byggingarkostnað átta nýja Landspítala. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðismanna, Viðreisnar og Bjartr- ar framtíðar er ekkert minnst á breytingar á skattkerfinu umfram lækkun tryggingagjalds. Ríkisstjórnin stefnir því að því að viðhalda sérkennum íslenska skattkerfisins sem einkennist af lágum sköttum á fjármagn og fyrirtæki. Mynd | Hari Fyrirtæki Fjármagn Vanálagður tekjuskattur 750 milljarða króna skattafsláttur Eftir að stjórnvöld keyrðu niður skatta á fyrirtæki og fjármagn um og eftir síðustu aldamót varð ríkissjóður Íslands af um 750 milljarða króna skatttekjum, að meðaltali 68 milljörðum króna árlega á fyrstu fimmtán árum aldarinnar. Mest var tapið á árunum eftir Hrun þegar hagnaður fyrirtækja var hár á sama tíma og tekjuskattsprósentan var lægst og enn frekar þegar fjármagnstekjur voru gríðarlega háar en skattprósentan í fjármagnstekjuskatti lægri en nokkur staðar á byggðu bóli. En þótt skattar á fyrirtæki og fjármagn hafi verið hækkaðir 2010 þá munar enn umtalsverðum fjárhæðum hvað ríkissjóður innheimtir af sköttum af hagnaði fyrirtækja og fjármagnstekjum en hvað hann myndi innheimta ef hér væri skattkerfi líkt og í nágrannalöndunum. Frá Hruni vantar um 220 milljarða króna á núvirði í ríkissjóð ef miðað er við meðaltals skattheimtu Norðurlanda af fyrirtækjum og fjárfestingum. Það eru rúmir tveir nýir Landspítalar, nokkur Icesave og næstum þrjár skuldaniðurfellingar húsnæðis- lána. Fyrirtæki og fjármagnseigendur eru þau fyrirbrigði á Íslandi sem njóta hæstra styrkja, sé miðað við þá skattheimtu sem lögð er á sömu fyrirbrigði í okkar nágrannalöndum. Vanálagður tekjuskattur fyrirtækja og fjármagnstekju- skattur á Íslandi miðað við meðalálagningu Norðurland- anna, samkvæmt upplýsingum OECD um skattprósentur og upplýsingum ríkisskattstjóra um skattstofn. Milljarðar króna á verðlagi dagsins í dag. www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is Ferðafélag Íslands á 90 ára afmæli 2017 og við hefjum afmælisárið sunnudaginn 15. janúar með göngu um Öskju- hlíðina og Nauthólsvík undir styrkri forystu Péturs H. Ármanns- sonar, arkitekts og landsins helsta sérfræðings um byggingasögu höfuðborgarsvæðisins. Pétur hefur um margra ára skeið leitt sérstakar borgargöngur á vegum Ferðafélags Íslands. Í þessari göngu verður hugað að uppbyggingu og skipulagi Öskjuhlíðarinnar og merkileg saga svæðisins rifjuð upp. Gangan hefst kl. 10.30 frá Perlunni í Öskjuhlíð. Gengin er 4-5 km hringur. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. við upphaf afmælisárs FÍ Borgarganga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.