Fréttatíminn - 13.01.2017, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 13.01.2017, Blaðsíða 38
38 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017 Konurnar í Gilead eru skyldaðar til þess að ganga í nokkurs konar ein- kennisbúningum sem að minna einna helst á nunnuklæði frá mið- öldum, litamerktar eftir röðun innan stigveldisins. Þrátt fyrir að þetta hljómi eins og mjög fjarstæðukenndur veruleiki fyrir flestar konur á Vest- urlöndum í dag þá er þetta samt sem áður óhugnanlega líkt því sem gerst hefur til dæmis í Afganistan undir stjórn Talí- bana. Langvar- andi stríðsátök og hernaðarlegrar íhlutanir vest- rænna heimsvelda allt frá nýlendu- tímum 19. aldar allt fram til dags- ins í dag undir- bjuggu jarðveg- inn fyrir valdatíð Talíbana. Það fyrsta sem flest- um kemur í hug í dag þegar minnst er á Afganistan er kona í búrku. Innrás Banda- ríkjanna í Afganistan var að mörgu leyti réttlætt á þeirri forsendu að nú þyrftu hin frjáls- lyndu Vestur- lönd að frelsa konurnar úr búrkunum. Í sláandi lýsingu í bókinni upplifir Offred sig sem sýningargrip þegar hún verður á vegi hópi ferðamanna sem ljósmynda hana í bak og fyrir, hún má vitaskuld ekki tala við þá og hún skynjar það hvernig hún er hlutgerð sem forvitnileg og exó- tísk vera. Þetta kallast óneitanlega á við blætið sem til hefur orðið í heiminum (sérstaklega á Vestur- löndum) gagnvart fatnaði og þá að- allega búrkunum og hijabinu – höf- uðslæðunum – sem múslimskar konur ganga með, sumar tilneydd- ar en aðrar að eigin vali – en allir virðast hafa skoðun á því hvernig múslimskar konur eigi eða eigi ekki að klæða sig. Eflaust, eins og margar konur sem ólust upp í Mið- -Austurlöndum fyrir sirka 1980, man Offred lífið eins og það var áður en klerkarnir tóku völdin. Konur hafa ekki alltaf verið í búrk- um og svarið við spurningunni um það hver hafi klætt konurnar í þær er alls ekki svo einfalt. Umhverfisváin og þríleikurinn Þrátt fyrir að Handmaid’s Tale sé enn þekktasta verk Atwood hef- ur hún skrifað fjölmargar bæk- ur og hefur hlotið mörg verð- laun fyrir. Maddaddam þríleikur hennar, (Oryx and Crake (2003), The Year of the Flood (2009) og Maddaddam (2013), hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og eru einnig sjónvarpsþættir byggðir á þeim í leikstjórn Dar- ren Aronofsky í framleiðslu. Maddaddam þrí- leikurinn gerist, líkt og Handmaid’s Tale, í dystópísk- um heimi þar sem hamslaus neyslu- og gróða- hyggja í skugga loftslagsbreytinga og siðlausrar til- raunastarfsemi með genamengi manna og dýra leiðir til nokkurs konar (manngerðs) heimsendis sem fáir lifa af. Í heimi Maddaddam, áður en mannkynið nær útrýmir sjálfu sér, er lífi þegnanna stjórn- að af CorpSeCorps, stórfyrirtæki sem sér um allt eftirlit og öryggismál. Ríkis- valdið hefur flust al- farið yfir á risavaxnar fyrirtækja- samsteypur og öll spilin eru lögð í hendur genatækninnar sem fer vitaskuld úr böndunum. Skyndi- bitinn heitir „Secret Burger“ vegna þess að enginn má eða vill vita nákvæmlega hvers konar kjöt fer í hann, hugvísindi og listir eru einskis virði í samfélaginu þar sem sjálfsmorð í beinni útsendingu á netinu eru skemmtiefni og að- alpersónurnar spila EXTINCTA- THON, flókinn leik á netinu sem gengur út á að geta nefnt allar lifandi og útdauðar dýrategund- ir. Efalaust hafa margir lesendur bóka hennar rekið sig á ýmislegt í samtímanum sem virðist vera eins og beint upp úr ímyndunarafli Atwood. Heimurinn sem gæti orðið Margaret Atwood varpar því fram í bókum sínum ansi myrkri framtíðarsýn á heiminn sem gæti orðið ef við höldum áfram á sömu braut og við erum á í dag. Hvort sem það er hvert við stefnum í umhverfismálum eða hvað gerist þegar hættuleg öfl sem grassera undir yfirborðinu, eins og rasismi og kvennhatur, ná yfirhöndinni. Handmaid’s Tale lifir því enn góðu lífi árið 2017 og á mikið erindi við samtímann. Það er gleðiefni að sagnabrunnur Atwood nái enn meiri útbreiðslu með sjónvarps- þáttum byggðum á bæði Hand- maid’s Tale og Maddaddam þrí- leiknum. Ein frægasta tilvitnunin úr Handmaid’s Tale er „Nolite te bastardes carborundorum“. Of- fred finnur þessa dularfullu setn- ingu á latínu rista inni í skáp í her- berginu þar sem hún sefur. Þrátt fyrir að hún skilji ekki setninguna fyrr en síðar veitir hún henni von í ánauðinni, fyrirheit um einhvers- konar samstöðu á milli þjáningar- systra en líka andstöðu og baráttu við ríkjandi öfl. Setningin þýðir „Ekki leyfa óþokkunum að brjóta þig niður“ – slagorð sem enn nýtist femínistum sem og öllu umhverf- is- og mannréttindabaráttufólki 21. aldarinnar sem nú þarf að takast á við fjögur ár af Donald Trump á forsetastóli Bandaríkjanna. Í apríl gefur streymisveitan Hulu út sjónvarpsþætti byggða á skáldsögunni The Handmaid’s Tale eða Sögu þernunnar, eftir kanadíska rithöfundinn Margaret Atwood. Bókin kom fyrst út árið 1985 og er dystópísk vísindaskáldsaga sem þar sem konur eru eign ríkisins. Sögusviðið er ekki svo fjarlæg framtíð í Bandaríkjunum þar sem kristnir bókstafstrúarmenn, sem kalla sig Syni Jakobs, hafa komist til valda og stofnað klerkaveldið Gilead í kjölfar umhverfisslysa og hryðjuverka sem þeir kenna íslömskum öfgahópum um en bera sjálfir ábyrgð á. Marta Sigríður Pétursdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Margaret Atwood ætti að vera mörgum lesendum kunn enda er hún með þekktari sam- tímahöfundum og eru helstu einkenni höfundarverks henn- ar beinskeyttur femínismi og óhugnanleg hæfni til þess að lýsa heiminum sem gæti orðið, enda kýs hún sjálf að kalla þessa tegund bókmenntaverka nokkurs konar getgátu skáldskap (e. speculati- ve fiction). The Handmaid’s Tale olli töluverðu fjaðrafoki þegar hún kom fyrst út en festist fljót- lega í sessi sem sígilt femínískt bókmenntaverk og var innlegg í umræðu þess tíma, en kristilegir sjónvarpspredikarar drottnuðu yfir sjónvarpsskjánum og sam- félagsumræðunni þá. í bókinni er að finna beinar vísanir í fræga sjónvarpspredikara þess tíma. Það var svo gerð kvikmyndaaðlögun eftir bókinni árið 1990 með Na- töshu Richardsson í aðalhlutverki og kom Harold Pinter að hand- ritsgerðinni sem þótti mjög flókið verkefni vegna þess að sagan er að mestu leyti sögð í fyrstu persónu. Umræða um Handmaid’s Tale hefur sprottið upp aftur núna bæði út af nýju sjónvarpsþáttun- um og í kjölfar umdeilds framboðs og svo sigurs Donalds Trump í kosningabaráttunni um forseta- embættið vestra. Það þarf vart að taka það fram að Donald Trump hefur með framgangi sínum tekist að normalísera hatursfulla orð- ræðu gagnvart konum og fólki af öðrum þjóðernum og kynþáttum en hvítum bandarískum auk þess sem hann afneitar hnattrænni hlýnun. Leikkonan Elizabeth Moss, þekkt fyrir hlutverk sitt sem Peggy í Mad Men, sem fer með aðalhlutverkið í nýju þátt- unum segir í viðtali við Vulture á netinu að sig hafi ekki órað fyrir því þegar undirbúningur hófst fyrir þáttagerðina að þeir ættu eftir að eiga svona mikið erindi við samtímann. Frá Gilead til Afganistan Ástandið er eins í Gilead og víða annars staðar í dystópískum fram- tíðarsýnum að frjósemi er gríðar- lega sjaldgæf (af völdum mengun- ar) þannig að þær konur sem enn eru frjóar verða að samfélagseign, líkamar þeirra að útungunarvél- um og þeim sem ekki framleiða er hent á haugana – í vændi eða vinnuþrælkun. Orð og notkun tungumálsins er jafnframt forboð- in í Gilead, enda er þöggun eitt mikilvægasta vopn þeirra sem vilja beygja aðra undir sig. Söguhetjan í Handmaid’s Tale heitir þannig Of- fred - Of Fred, hún tilheyrir Fred. Sagan um þernuna snýr aftur Elisabeth Moss fer með aðalhlut- verkið í þáttunum sem byggja á The Handmaid’s Tale. Moss er þekktust fyrir hlutverk sín í MadMen, Top of the Lake og Girl, Interr- upted. Setningin „Ekki leyfa óþokkun-um að brjóta þig niður“ úr The Handmaid’s Tale er slagorð sem enn nýtist femínistum sem og öllu umhverfis- og mannréttinda-baráttufólki 21. aldarinnar sem nú þarf að takast á við fjögur ár af Donald Trump á forsetastóli Bandaríkjanna. Margaret Atwood varpar því fram í bókum sínum ansi myrkri framtíðar- sýn á heiminn sem gæti orðið ef við höldum áfram á sömu braut og við erum á í dag. Hvort sem það er hvert við stefnum í umhverfismálum eða hvað gerist þegar hættuleg öfl sem grassera undir yfirborðinu, eins og ras- ismi og kvennhatur, ná yfirhöndinni. Mynd | Getty Images. „Ekki leyfa óþokkunum að brjóta þig niður.“ sushisocial.is HOT MAGURO RÚLLA Ljúffengar rækjur, gómsætur túnfiskur, mjúkt avókadó, spicy jalapeno mayo og kimchee ... fáránlega góð! Djúsí Sushi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.