Fréttatíminn - 13.01.2017, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 13.01.2017, Blaðsíða 26
26 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017 Falleg orð en fátt um efndir Tugþúsundir Íslendinga glíma við heyrnarskerðingu í einhverjum mæli. Þrátt fyrir að vera grund- vallar hagsmunamál fyrir um einn af hverjum sex Íslendingum gengur seint að koma frumvarpi um textun sjónvarpsefnis í gegn- um Alþingi. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum segjast hlynntir því að þjónusta sé aukin og ýmsir tala um grundvallarmál. Samt hefur frumvarp um textun verið lagt fram þrisvar án þess að vera svo mikið sem rætt. Einkafyr- irtæki virðast áhugalaus um að bæta þjónustu við áhorfendur nema skattgreiðendur borgi þeim sérstaklega. Ingimar Karl Helgason ritstjorn@frettatiminn.is Eitt umfram allt annað vakti athygli mína í aðdraganda tvennra kosn- inga nú í haust: Myndskeið sem runnu inn í fréttastrauminn hjá mér á Facebook fyrir alþingiskosn- ingarnar og forsetakosningar í Bandaríkjunum. Er eitthvað merki- legt við það? Jú, myndskeiðin voru yfirleitt textuð. Það skipti ekki máli hvort boðskapurinn var frá Bern- ie Sanders eða Bjarna Ben. Hann komst betur til skila. Texti fyrir alla Enginn vafi er á því að textun er til mikilla bóta. Við getum haft í huga að heyrnarskertir hér á landi skipta ekki aðeins þúsundum, heldur tug- um þúsunda. Gróflega má ætla að upp undir 60 þúsund Íslendingar séu með heyrnarskerðingu á ein- hverju stigi. Þetta fer vaxandi með aldrinum en er alls ekki bundið við gamalmenni. Það er líka svo að textun er líka gagnleg fyrir þau okk- ar sem eru með fulla heyrn, jafnt sem þau sem ekki eiga íslensku að móðurmáli. Stórar efnisveitur, eins og Netfl- ix, hafa líka gert gangskör að því að láta texta efni á því tungumáli sem það er flutt. Við höfum líka dæmi um textun, líkt og 888 í Textavarp- inu. En betur má ef duga skal. Þrisvar hefur sama frumvarpið um textun sjónvarpsefnis verið flutt á Alþingi. Lagt er til að þessi málsgrein verði sett inn í lög um fjölmiðla: „Myndefni sem fjölmiðlaveitur miðla skal ávallt fylgja texti á ís- lensku sem endurspeglar texta hljóðrásar myndefnisins eins ná- kvæmlega og kostur er.“ Frumvarpið hefur aldrei verið rætt á Alþingi, þótt flutningsmenn séu úr mörgum f lokkum, bæði stjórn og stjórnarandstöðu. Það er neikvætt. En á móti kemur hið já- kvæða að það hefur samt náð að skríða inn í nefnd og ýmsir aðilar utan úr samfélaginu hafa sent um það umsagnir. Hverjir eru með? Fljótt á litið gæti maður haldið að svona mál yrði talið sjálfsagt fram- fara- og réttindamál og yrði fljót- afgreitt í samræmi við það. Það er því miður ekki svo einfalt. Enda þótt Heyrnarhjálp, Öryrkja- bandalagið, Félag heyrnarlausra, Ís- lensk málnefnd og Mannréttinda- skrifstofa Íslands séu á einu máli um að frumvarpið eigi að sam- þykkja, þá er ljóst að eitthvað stend- ur í veginum. En hvað? Stutta svarið er kostnaður. Póst- og fjarskiptastofnun vill að frumvarpið verði endurskoðað. Rekstrarforsendur minni fjölmiðla – Hringbraut, ÍNN, N4 og Omega koma upp í hugann – geti brostið og líklega muni draga mjög úr fram- boði á afþreyingar- og fræðsluefni: „[F]yrirhuguð breyting, án frekari afmörkunar, muni fela í sér talsvert íþyngjandi skyldur á fjölmiðlaveitur og jafnvel útiloka aðgang almenn- ings að víðtæku framboði af sjón- varpsefni.“ Þá vaknar spurning: Er stór hluti almennings ekki einmitt útilokað- ur frá hinu víðtæka framboði af ótextuðu innlendu sjónvarpsefni? Tugir þúsunda landsmanna búa við skerta heyrn að einhverju marki, ef til vill einn sjötti hluti íbúa. Og þar sem heyrnin á það til að dofna með aldrinum og þjóðin er almennt að eldast, má reikna með því að heldur fari fjölgandi í hópnum. Beinharðar tölur En höldum áfram. Fjölmiðlanefnd nefnir umfang og kostnað fjölmiðla við textunina í sinni umsögn, tæki og mannskap. 365 miðlar eru eini fjölmiðillinn sem hefur veitt umsögn um málið og þar koma fyrir beinharðar tölur. 150 milljónir króna kostar að texta erlent sjónvarpsefni. 20-25 milljón- ir til viðbótar myndi kosta að texta íslenskt efni að auki. Þetta eru peningar, því er ekki að neita, en það má líta í aðra átt. Tekj- ur fyrirtækisins í fyrra voru yfir 11 milljarðar króna. Útgjöldin næst- um á pari. Viðbótarkostnaður við að texta íslenskt efni nemur þá um 0,2 prósentum af útgjöldum fyrir- tækisins. En félagið ver nokkru af um- sögn sinni í að ræða um útgjöld. Til dæmis er talað um kostnað við sýna beint frá knattspyrnu og ofan á þann kostnað bætist við kostnað- ur við íslenska þuli. Sá kostnaður sé umtalsverður. Maður fær á tilf- inninguna að fyrirtækinu þyki sá kostnaður íþyngjandi. En hvern- ig er hægt að líta á einmitt þann kostnað sem eitthvað annað en söluvöru eða fjárfestingu? Hvað hafa 365 miðlar að selja ef ekki ís- lenska þuli? Það getur hver sem er keypt sér útsendingu af leikjunum í gegnum Sky eða aðrar þjónustur. Það sem 365 miðlar hafa að bjóða umfram það eru einmitt íslensku þulirnir. Hvað væri enski boltinn á Íslandi án Gumma Ben? Hann væri ekki neitt. Án þulanna hefði 365 ekkert að selja. Förum nánar í þessa hugsun. Fé eða frumkvæði En því ekki að líta í aðra átt. Það blasir við að ekki er saman að jafna fjárráðum risastofnana eins og Netflix og stærstu stjórn- málaflokka vestanhafs og heldur smærri aðilum hérlendis. Eins er munur á stórum íslenskum fjöl- miðlafyrirtækjum með millljarða veltu og hundruð starfsmanna og litlum sjónvarpsstöðvum með 10- 20 starfsmenn. Samt sem áður virðist málið stundum snúast um vilja fremur en kostnað. Íslenskir stjórnmálaflokkar gátu vandræða- lítið textað myndskeið sín í kosn- ingabaráttunni. Hvers vegna gerðu þeir það? Til þess að ná betur til fólks. Fjölga atkvæðum. Gætu ís- lensk fjölmiðlafyrirtæki gert hið sama til að fjölga áhorfendum? Yrði það ekki einmitt fyrirtækj- um sem rekin eru á markaðslegum forsendum til framdráttar að taka frumkvæði í þessum efnum? Er það ekki beinlínis skylda þeirra? Hvers vegna skyldi einkarekið fyrir- Háskólinn: Meiri athygli með texta „Við ákváðum að texta myndböndin til að þau næðu til sem flestra í samfélaginu. Jafnrétti er ein af grunnstoð- um nýrrar stefnu Háskólans og við leitumst við að vinna samkvæmt henni í sem víðustum skilningi, einnig í vinnslu á kynningarefni Háskóla Íslands,“ segir Jón Örn Guðbjarts- son, markaðs- og samskiptastjóri Háskóla Íslands. Háskólarnir stóðu fyrir herferð til að vekja athygli á bágri fjárhagsstöðu háskólastigsins nú í haust með því að senda út stutt myndskeið á netinu. Athygli vakti að þau voru textuð. Jón Örn bendir á að margir sjái myndböndin í snjalltækjum og þá fylgi hljóðið ógjarnan með. „Þannig nýtist efnið öllum betur þar sem hægt er að fá innihaldið án þess að hlusta eða keyra upp hljóðið í samfélagsmiðlum, til dæmis.“ Hann segir að áhorf á myndskeiðin hafi farið fram úr björtustu vonum, en ekki sé til samanburður við sambærilegt ótextað efni. „Okkar tilfinning er hins vegar sú að lengur sé horft og með meiri athygli ef efnið er textað. Við munum framvegis texta okkar myndbönd.“ Jón Örn bætir því við að það hafi verið tiltölulega lítil fyrirhöfn að bæta textanum við myndskeiðin og því hafi ekki fylgt viðbótarkostnaður í fram- leiðslunni. Ragnhildur Helgadóttir, prófessor í lögum við HR, ræðir um fjárhagsvanda háskólanna. Stórar efnisveitur, eins og Netflix, hafa líka gert gangskör að því að láta texta efni á því tungumáli sem það er flutt. Við höf- um líka dæmi um textun, líkt og 888 í Textavarpinu. En betur má ef duga skal. Útsala -30-50% afsláttur my style Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Netverslun á tiskuhus.is Stærðir 38-52 Flott ný sportlína frá ZHENZI verð frá kr. 3.990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.