Fréttatíminn - 13.01.2017, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 13.01.2017, Blaðsíða 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017 Haukur Már Helgason ritstjorn@frettatiminn.is Frétt Breitbart er deilt 15.000 sinnum á Face-book, Wochenblick útgáf-unni 800 sinnum, þar til Thorsten nokkrum Hoff- mann, kjörnum fulltrúa frá Dort- mund á sambandsþinginu í Berlín, rennur blóðið til skyldunnar og sendir frá sér fréttatilkynningu um „loftárásina“ á kirkjuna. Leiðréttingin 5. janúar sá loks lögreglan í Dort- mund sig tilneydda að birta leið- réttingu, ásamt Ruhr Nachrichten, þýskum fréttamiðli sem Breitbart vísaði til sem heimildar: Á torginu komu vissulega saman um þúsund manns, og fögnuðu áramótum. Lög- regla bað fólk að skjóta ekki flugeld- um innan úr þvögunni og fjarlægði þá sem ekki hlýddu. Flugeldur lenti þó í neti sem var strengt um still- ansa við kirkjuna, sem er ekki sú elsta í Þýskalandi. Úr varð, að sögn lögreglu, lítill og viðráðanlegur eld- ur – ekki í kirkjunni heldur netinu – sem lauk eftir nokkurra mínútna viðureign slökkviliðs. Ekkert gefur til kynna að flugeldinum hafi verið beint að kirkjunni að yfirlögðu ráði. Erill þessa nótt var að sögn lögreglu á bilinu hefðbundinn til rólegur: Munu Bandaríkin skipta sér af kosningum í Þýskalandi? þjófnaðir, skemmdarverk og lík- amsárásir voru færri en árið áður. Leiðréttingin hefur auðvitað ekki fengið viðlíka útbreiðslu og frá- sögn Breitbart, enda ekki viðlíka spennandi. Ef frá er talinn aldur kirkjunnar sem um ræðir má jafn- vel halda því fram að munurinn á frásögnunum tveimur felist í stíl- brögðum frekar en innihaldi. Hitt hægrið Breitbart var jaðarmiðilll í banda- rískri fréttamiðlun þar til á síðasta ári, þegar náin tengsl miðilsins og lesenda hans við hreyfinguna að baki Donald Trump urðu lýðum ljós: Steve Bannon hét ritstjóri Breit- bart, þar til Trump réði hann til að taka við starfi kosningastjóra síns í ágúst síðastliðnum. Eftir að úrslit kosninganna urðu ljós tilkynnti Trump að Bannon yrði hægri hönd sín í Hvíta húsinu og aðalráðgjafi við stefnumótun. Bannon hefur lýst Breitbart News sem „vettvangi alt-right hreyfingar- innar“. Hugtakið alt-right, stytting á alternative right eða hitt hægr- ið, er komið frá Richard Spencer, manni sem skömmu eftir kosningar birtist upptaka af þar sem hann, á samkomu þessa hluta bandaríska hægrisins, hyllti Donald Trump úr pontu, með orðunum „Hail Trump“ og handauppréttingu að nasistasið. Hreyfingin grundvallast á opin- Nýverið flutti bandaríski vefurinn Breitbart News frétt frá Þýskalandi; að múgur þúsund karlmanna hefði komið saman á torgi í þýsku borginni Dortmund á nýársnótt, ráðist á lögreglu og kyrjað Allahu Akhbar á meðan þeir lögðu eld að elstu kirkju Þýskalands. Austurríski fréttavefurinn Wochenblick hafði fréttina eftir Breitbart og fyrr en varði furðuðu nokkrir íbúar Dortmund sig á því, á samfélagsmiðlum, að þurfa að lesa austurrískan fjölmiðil til að heyra sannleikann um borgina sína. Austurrískur vefmiðill, Wochenblick, tók upp fréttina sem var ansi fjarri raunverulegum atburðum í Dort- mund. Leiðréttingar hafa vakið mun minni athygli. Í bakgrunni eru árs gamlir atburðir í Köln og fréttaflutn- ingur um þá. Ýktur fréttaflutningur af æstum múgi í Dortmund á nýársnótt vakti nokkra athygli á bandaríska áróðursmiðlinum Breitbart News. Skömmu eftir forsetakosningar birtust myndir í bandarískum fjölmiðlum þar sem kosningu Donalds Trumps var fagnað að nasistasið: „Hail Trump!“ skárri kynþáttahyggju, þjóðern- ishyggju, kvenfyrirlitningu og að- greiningu karlmanna eftir skipulagi apahópa; frá alfaköllum niður í þá sem þeir kalla kokkála, alla þá sem veita baráttumálum vinstr- isins stuðning sinn, jöfnuði, um- hverfisvernd, móttöku flóttafólks og kvenréttinda. Fólksf lutninga til Vesturlanda tala þeir um sem „þjóðarmorð hvítra“. Kalla sínum réttu nöfnum Hvort kalla beri hreyfinguna því nafni sem hún kýs sér sjálf, alt-right, eða hvort raunsannara og meira lýsandi væri að kalla þá til dæmis fasista, er nógu umdeilt til að rit- stjórn fréttamiðilsins The Guardi- an tilkynnti í lok nóvember að hún myndi ekki banna notkun orðsins alt-right í miðlinum að sinni, enda telji fólk sig til hreyfingarinnar á ólíkum forsendum: Sumir séu aðallega hvítir yfirburðasinnar, aðrir fyrst og fremst gyðingahat- arar, eða jafnvel andstæðingar hnattvæðingar. En þetta er fasísk hreyfing – það er svona sem bandarískur fasismi lítur út. Eins og fasískar hreyf- ingar 20. aldar sprettur þessi fram í lýðræðisríki, sækir byr í ósætti al- mennings við stöðu efnahagsmála, pólitískt valdleysi og særða sjálfs- mynd, en beinir ósættinu í farveg andúðar gegn minnihlutahópum, yfirlýstrar andstöðu við jöfnuð, mannréttindi, fjölmenningu og femínisma og haturs á vinstrinu. Vettvangur hreyfingarinnar í fjöl- miðlum, Breitbart News , byggir fréttamat sitt og framsetningu á sömu grunngildum. Afskipti af kosningum Vefmiðillinn var stofnaður árið 2007. Hann er í dag í 34. sæti af mest lesnu vefum Bandaríkjanna en, samkvæmt einni mælingu að minnsta kosti, útbreiddasti pólitíski vefurinn á samfélagsmiðlum. Árið 2013 opnaði miðillinn sérútgáfu í London, 2015 í Jerúsalem. Breski miðillinn óx, eins og Bannon hafði gert ráð fyrir, í hlutfalli við vaxandi fylgi Brexit-hreyfingarinnar, sem hann studdi. Þegar nýr ritstjóri bandarísku út- gáfunnar, Alexander Marlow, tók við störfum síðasta sumar tilkynnti hann um frekari fyrirhugaða útgáfu í Evrópu. Strax eftir kosningarnar útfærði hann þau plön nánar og sagðist vilja opna skrifstofur í París og Berlín. Tilgangur hinna væntan- legu útibúa er, samkvæmt honum, að styðja ystu hægriöflin í kom- andi kosningum: Front National í Frakklandi, AfD í Þýskalandi. „Breitbart kemur til Þýskalands,“ tísti flokksskrifstofa AfD í Heidel- berg: „Frábært! Það verður jarð- skjálfti í storknuðu fjölmiðlalands- lagi okkar“ – svo fylgdu broskallar og hjörtu. Nýársnótt í Köln Eftir að staðarfjölmiðillinn Ruhr Nachrichten birti leiðréttingu sína um nýársnóttina í Dortmund, að þar hefði ekkert átt sér stað í líkingu við það sem Breitbart hélt fram og aðrir miðlar bergmáluðu, var blaða- maðurinn að baki leiðréttingunni sakaður um að milda atburðarás kvöldsins, og honum fyrir vik- ið ógnað með myndsendingum á Twitter, af gálgum og afhöggnum hausum. Sími 554 6800 www.vidd.is Njarðarnes 9 Akureyri Bæjarlind 4 Kópavogi FILA Active1 mygluhreinsir. Hreinsar svartmyglu skjótt og örugglega. Hreinsar kísil af flísum og blöndunartækjum. Þau verða eins og ný! Einn virkasti fúguhreinsirinn. Tekur fitu og önnur erfið óhreinindi af fúgum og flísum. FILA Cleaner FILA Active1 FILA ViaBagno FILA Fuganet Rétta hreinsiefnið í regluleg þrif fyrir flísar, náttúrustein, dúka og parket. ® Nánari upplýsingar hjá starfsmönnum Víddar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.