Fréttatíminn - 13.01.2017, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 13.01.2017, Blaðsíða 30
30 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017 Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Ég kom átján ára til Íslands frá Kól- umbíu,“ segir Nelly Patricia Roa- Arcierie sem kom hingað til lands árið 2006 til að vinna sem au-pair fyrir íslenska fjölskyldu. „Frænka mín sem hefur búið hér í nokkur ár fann vinnuna fyrir mig því mig hafði lengi langað að komast eitt- hvert í burtu. Mig langaði til að prófa að fara til útlanda, bæði til að sjá eitthvað nýtt en líka til að kom- ast í skóla. Ég er ekki úr fátækri fjölskyldu en mamma hafði samt ekki efni á því að borga fyrir mig háskólanám og í Kólumbíu er mjög erfitt að fá skólastyrki.“ „Ég var búin að vera hér í sex mánuði þegar ég kynntist mann- inum mínum. Vinkona mín var boðin í matarboð til hans og bauð mér með sér því einhver sem átti að koma í boðið hætti við á síðustu stundu. Við féllum strax fyrir hvort öðru og ári síðar fórum við að búa saman. Tveimur árum síðar giftum við okkur og svo stuttu síðar áttum við fyrsta barnið okkar,“ segir Nelly sem á tvö börn í dag, Freyju Sól og Jósef Mána. „Ég hef alltaf elskað börn og byrjaði ung að passa. Þegar ég var í gagnfræðaskóla vann ég við að sækja börn í skólann, fara með þau heim og gera með þeim heimavinnuna. Eftir að hafa unnið hér sem au-pair fékk ég vinnu sem dagmamma og vann við það í fimm ár en í dag vinn ég á leik- skóla og finnst það frábær vinna. Mig dreymir samt enn um að fara í háskóla og læra því mig langar til að verða kennari. Ég get það samt ekki núna, það er of mikið að vera í námi og vinnu með börnin, en ég geri það kannski þegar börnin eru orðin aðeins eldri.“ „Ég sakna fjölskyldunnar rosalega mikið, sérstaklega mömmu minnar. Mamma á níu systkini og allir búa í sama hverfinu svo ég er vön því að vera alltaf með mikið af fólki í kringum mig. En sem betur fer er hluti fjölskyldunnar hér. Við erum svo heppin að afi okkar er frá Ítalíu svo það er ekkert mál fyrir okkur að ferðast um Evrópu eða flytja til Íslands. María Helena frænka flutti hingað fyrst, fyrir 26 árum, og svo kom systir hennar og svo vinkona hennar, og svo mamma hennar og pabbi, svo kom frú Sofie og eftir að ég flutti hingað hafa svo komið tvær frænkur til viðbótar. Það bætist hægt og rólega í hópinn. Þegar við Stefán byrjuðum að búa bjuggum við í Árbænum en mér fannst ég svo einangruð þar því frænkur mínar búa allar niður í bæ. Svo núna erum við flutt í bæinn og það er miklu betra. Það er rosalega gaman þegar við hittumst, og mikil læti.“ „Við erum svo heppin að afi okkar er frá Ítal- íu svo það er ekkert mál fyrir okkur að ferðast um Evrópu eða flytja til Íslands.“ Nelly Patricia Roa-Arcierie: Vildi komast í burtu Innflytjandinn Nelly saknar fjölskyldunnar í Kólumbíu mikið þó hana hafi unga dreymt um að komast í burtu. Nokkrar kólumbískar frænkur í miðbæ Reykjavíkur gera lífið þó léttara. Mynd | Hari volundarhus.is · Sími 864-2400 GARÐHÚS 14,5 m² www.volundarhus.is Vel valið fyrir húsið þitt RÝMINGARSALA 20% aukaafsláttur af öllum GARÐHÚSUM á meðan byrgðir endast V H /1 6- 05 GARÐHÚS 4,7m² 44 mm bjálki / Tvöföld nótun GARÐHÚS 4,4m² GARÐHÚS 9,9 m² án gólfs GARÐHÚS 9,7m² 50% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustu- stöðvar Flytjanda. GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is · Allt á að seljast · Fyrstur kemur fyrstur fær · Ekki missa af þessu Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu okkar volundarhus.is og í síma 864-2400.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.