Fréttatíminn - 13.01.2017, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 13.01.2017, Blaðsíða 46
46 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017 Vann bug á kvíða með jóga Tónlistarmaðurinn og jógakennarinn Benedikt Freyr kennir kvíðastjórnun með jóga Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is Þú ert ekki allt í einu orðinn heilagur þótt þú stundir jóga, þetta er meira að sumir fara í ræktina og aðrir fara í jóga, ég geri hvort tveggja,“ segir tónlistarmaðurinn og jógakennarinn Benedikt Freyr Jónsson sem tekst á við kvíða sinn með töfrum jógaæfinga. „Börn fæðast inn í heiminn með fullkomna öndun og eru áhyggjulaus. Í kring um sex ára aldurinn byrjum við að breyta önduninni því við erum að byrja að takast á við samfélag- ið. Við förum út af náttúrulegu önduninni okkar og byrjum að þróa með okkur vana sem við tökum upp á. Ég tek oft eftir því að til dæmis krakkar sem eiga erfitt uppdráttar í skóla eru oftast með aðeins grynnri öndun eða byrja ósjálfrátt að anda öfugt. Ég fattaði sjálf- ur þegar ég var 25 ára að ég andaði öfugt. Þessi öndun er rosalega stresstengd,“ segir Benedikt. Að sögn Benedikts eru margir þættir tengdir jóga sem eru frábærir til að losa um stress og streitu. „Það eru rosa- lega margir þættir sem hjálpa þér að losna við kvíða í jóga. Jóga hjálpar þér að tengjast öll- um orkustöðvunum þínum og um leið að komast nær sjálfum þér. Þetta er hreyfing fyrir þig og svo er verið að gera æfingar sem styrkja ákveðin svæði í lík- amanum, ákveðnar orkustöðv- ar. Í þessi tilviki erum við að vinna mikið með miðjusvæðið sem er kölluð þriðja orkustöð- in. Það getur vantað mikið upp á þriðju orkustöðina ef maður er að eiga við kvíða. Með jóga lærir maður að vera hlutlaus og tilgangurinn með því að verða hlutlaus er sá að vera alltaf í núinu því ef maður er í núinu þá nær maður að anda rétt og slaka á.“ „Ég hef sjálfur verið að stríða við kvíða og hann kem- ur og fer,“ segir Benedikt en hann er þekktur plötusnúð- ur á skemmtistöðum bæjar- ins og getur því fylgt mikill frammistöðukvíði. „Ég hef sótt mikið í það að vera í aðstæðum sem valda kvíða, ég spila mikið sem plötusnúður og kem fram sem tónlistarmaður fyrir fram- an fullt af fólki. Fyrst pössuðu þessi líf ekkert saman en ég drekk ekki og er þarafleiðandi ekki að vinna á næturnar í ein- hverju ástandi sem hentar ekki lífsstílnum.“ Benedikt byrjaði í jóga fyr- ir sex árum í Jógasetrinu og breytti sú ákvörðun lífi hans. „Ég var eini karlmaðurinn með 24 konum í tímanum og mér fannst skrítið fyrir mig að vera þarna þegar ég var að byrja. En eftir tímann helltist yfir mig vellíðunartilfinning og öndun- in kom allt í einu rétt inn. Þetta var rosaleg losun. Mér datt aldrei í hug að ég vildi kenna en þegar ég var kominn lengra með vinnunni mína þá fannst mér eins og ég þyrfti að gefa áfram það sem ég hafði öðlast.“ Benedikt Freyr Jónsson er jógakennari ig tónlistarmaðuar ásamt því að vera fjögurra barna faðir. Föstudagurinn þrettándi rammkristinn og nýr af nálinni Þó bæði talan þrettán og föstudagur hafi verið talin boða óheppni um nokkurn tíma er það ekki fyrr en síðla á nítjándu öld sem þessu tvennu er blandað saman. Föstudagurinn þrettándi er í dag og munu hjátrúarfullir væntanlega hafa varann á. Fæst- ir gera sér þó grein fyrir því að trú á þennan meinta óhappadag er rammkristin og frekar nýleg. Almennt er talið að rekja megi uppruna hjátrúarinnar til síð- ustu kvöldmáltíðarinnar. Bæði föstudagur og talan þrett- án hafa verið talin boða óheppni í kristni frá miðöldum. Líklegast er að föstudagur hafi verið talin boða óheppni vegna krossfestingar Jesú sem bar upp á þann dag. Í Kantara- borgarsögum Geoffrey Chaucer frá 14. öld er til að mynda varað við því að fólk ferðist á föstudegi. Talan þrettán boðar óheppni af svipuð- um ástæðum og föstudagur innan kristni en hún er tengd við svik- arann Júdas. Hann var þrettándi maðurinn sem sat við borðið þegar Jesús snæddi í síðasta skiptið. Ólíkt föstudegi eru ekki mörg dæmi í bókmenntum um að talan þrettán hafi boðað óheppni fyrir nítjándu öld. Eitt dæmi er þó frá 16. öld en talnaspekingurinn Petrus Bungus taldi töluna boða óheppni meðal annars vegna þess að kurr kom upp á meðal gyðinga þrettán sinnum í Mósebók. Því hefur jafn- framt verið varpað fram að þrettán boði óheppni þar sem það sé kven- leg tala þar sem konur hafa yfirleitt þrettán tíðahringi á ári. Þó bæði talan og dagurinn hafi verið talin boða óheppni um nokkurn tíma er það ekki fyrr en síðla á nítjándu öld sem þessu tvennu er blandað saman. Raunar kemst hjátrúin ekki á flug fyrr en við upphaf tuttugustu aldar og er talið að metsölubókin Föstudagur- inn þrettándi eftir Thomas W. Law- son, frá árinu 1907, hafi þar skipt sköpum. | hjf Ég fattaði sjálfur þegar ég var 25 ára að ég andaði öfugt. Opinn hljóðnemi og lifandi karókíband Djöflarnir starta nýjung í íslenskri karókímenningu. Það er alls ekki oft sem hægt er að syngja sín uppáhaldslög við lifandi tónlist en hljómsveitin Djöflarnir mun bæta úr því á Kexinu í kvöld. „Persónulega hlakka ég mest til að sjá einhvern taka Let it Go og I Will Survive, ef það tekur þau engin þá verð ég bara að gera það sjálf,“ segir Sandra Barelli, karókíkynnir með meiru sem lofar miklu stuði í kvöld. „Svo er fullt af góðum ís- lensku lögum á listanum og það er auðvitað nýjung í karókí hér á landi. Það eru 120 lög á listanum og hann mun ganga um salinn og svo tek ég við pöntunum. Djöflana skipa listamennirnir sem sjá um tónlistina í Djöflaeyj- unni í Þjóðleikhúsinu og verð- ur þetta fyrsta tilraun þeirra á karókísviði en þeir stefna ótrauðir á frekari frama í þeim efnum með uppákomum í hverskyns partíum. Gamanið hefst klukkan 20 í kvöld. | hh Í kvöld ætla nokkrir af okkar færustu tónlistarmönnum að þjónusta karókísöngvara landsins með lifandi undirspili á Kexinu. Djöflana skipa tónlistarmennirnir Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari, Örn Eldjárn gítarleikari, Hjörtur Ingvi Jóhannsson hljómborðsleikari, Aron Steinn Ásbjarnarson saxafónleikari og Þorvaldur Þór Þorvaldsson trommuleikari. BRIDS SKÓLINN BYRJENDUR (stig 1) 23. janúar 8 mánudagar frá 20-23 ÚRSPILIÐ (stig 3) 25. janúar 8 miðvikudagar frá 20-23 • STIG 1 Á byrjendanámskeiði er farið vel yfir leikreglur spilsins og undirstöður hins vinsæla Standard-sagnkerfis. Ekkert mál að mæta ein/einn. • STIG 3 Spilamennskan er í forgrunni á þessu námskeiði, áætlanagerð sagnhafa í trompi og grandi. Mikið spilað og ekki nauðsynlegt að koma með makker. • Staður: Síðumúli 37 í Reykjavík • Sjá nánar á . . . bridge.is • Upplýsingar og innritun í síma . . . 898-5427 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.