Fréttatíminn - 13.01.2017, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 13.01.2017, Blaðsíða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017 Þótt engin ástæða sé til að ef-ast fyrirfram um getu nýrr-ar ríkisstjórnar verður að segjast að hún leggur ekki af stað með mikinn byr í seglum. Engin ríkisstjórn í lýðveldissögunni hefur verið mynduð með jafn lítið kjörfylgi að baki sér. Samanlagt fylgi flokkanna þriggja var aðeins 47 prósent. Meirihluti kjósenda kaus aðra flokka. Stuðningur við ríkisstjórnina er auk þess veikur meðal fylgismanna flokkanna. Það á við um Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð, kannski síður Við- reisn. Það er því ekki hægt að ætla að þessi 47 prósent kjósenda standi heils hugar að baki stjórninni. Og ólíklega vegur stuðningur kjósenda annarra flokka þetta upp. Skoðanakönnunarfyrirtækin hafa enn ekki mælt stuðning al- mennings við þessa ríkisstjórn. Á árum áður byrjuðu ríkisstjórnir yfirleitt með meiri stuðning en sem nam atkvæðamagni flokkanna sem að þeim stóðu. Fólk var tilbúið að styðja ríkisstjórnir í trausti þess að þeim myndi farnast vel, vaxa með verkum sínum. Þessi hefur ekki verið raunin hin síðari ár. Síðustu ríkisstjórnir hafa byrj- að með stuðning um helmings þjóðarinnar og sá stuðningur hefur fljótlega lekið niður í um þriðjungs fylgi. Þegar þangað er komið hefur ráðherrunum reynst erfitt að koma málum sínum í gegnum þingið. Þótt ríkisstjórnir hafi haft þing- meirihluta dugir það illa til þegar enginn byr er í seglum þeirra. Góð mál auka ekki fylgi þeirra og erfið mál verða óleysanleg. Aðeins um 14 prósent lands- manna segjast treysta Alþingi. Það er afleit staða og nánast ómögulegt fyrir þá sem þar starfa að vinna mál sín í sátt við þjóðina. Það er erfitt að vinna upp traust þegar það hef- ur tapast. Til að setja þessa stöðu í samhengi má minna á að Richard Nixon naut enn yfir 20 prósenta trausts bandarískra kjósenda þegar hann sagði af sér. Hann mat það svo að hann væri svo rúinn trausti að hann kæmi engu í verk. Það er því ekki að furða þótt al- þingismönnum gangi illa að finna samhljóm með þjóðinni og skapa hér samstöðu. Þar dugir ekki að bæta anda innanhúss. Það liggur á alþingismönnum að byggja upp á ný samtal við þjóðina. Veik ríkisstjórn með lítið fylgi sem leggur af stað í slíku andrúmi þarf ekki bara að vanda sig fyrstu mánuðina heldur þarf hún að hafa lukkuna með sér. Næstu misseri munu einkennast af kjaradeilum á Íslandi. Þær stéttir sem fengu skýrastan samanburð við lífskjör á hinum Norðurlöndun- um eftir Hrun hafa þegar háð harð- ar kjaradeilur. Undir þeim kraumar krafan um að launakjör og önnur lífskjör hér verði sambærileg við það sem launafólk á Norðurlöndun- um býr. Til þess að svo megi verða þarf að hækka hér laun, bæta skatt- kerfið, efla heilbrigðiskerfið, lækka vexti, styrka húsnæðiskerfið og margt fleira. Þessar kröfur munu breiðast út til allra stétta. Það er óumflýjan- legt. Það hefði því verið eðlilegt ef ný ríkisstjórn hefði verið mynduð um þessi verkefni; hvernig bæta má hér lífskjör almenns launafólks og móta samfélagið að hagsmunum þess og þörfum. Þetta er ekki að sjá af stjórnar- sáttmálanum nýja. Þar eru ekki lagðar til lagfæringar á skattkerfinu aðrar en þær að lækka trygginga- gjald. Auknar tekjur ríkissjóðs vegna arðgreiðslna úr bönkun- um og annarra einskiptistekna munu því að stærstu leyti fara til þess að forða helstu kerfunum frá Hruni. Slíkar tekjur ættu að renna til sérstakra verkefna. En á meðan tekjuhlið ríkissjóðs er ekki lagfærð fara þær til þess að fresta þeim lag- færingum, sem á endanum munu snúast að því að hækka skatta á fyr- irtæki og fjármagn. Það er oft sagt að Íslendingar séu merkilega sammála um hvers kon- ar samfélag þeir vilja byggja upp. Það er samfélag þar sem fólk býr við frelsi og öryggi; samfélag sem er líkt því sem aðrar þjóðir í nágrenni okkar búa við. Vandi Íslendinga er að þeir koma sér ekki saman um hvaða leið ber að fara til að komast að þessu marki. Það er þjóðarsátt um uppbyggingu velferðarkerfisins en alls engin sátt um hvernig ber að fjármagna þá uppbyggingu. Það má vera að endalaust verði deilt um fjármögnun ríkisins. En á það reynir ekki fyrr en fólk ræð- ir þau mál. Bleiki fílinn í síðustu kosningabaráttu voru skattar. Allir flokkar ræddu fjálglega aukin út- gjöld en enginn flokkur lagði fram heilsteypta áætlun um lagfæringar á skattkerfinu eftir þau skemmdar- verk sem unnin voru á því á tímabili nýfrjálshyggjunnar. Og því miður er fátt sem bendir til að núverandi ríkisstjórn muni taka það verkefni að sér. Til þess er hún of tengd þessu fallandi hug- myndakerfi, of veik í andanum og með of lítinn byr í seglin til að ráða við erfið mál. Gunnar Smári VEIK STJÓRN MEÐ LÍTINN BYR LEGGUR Í ÓLGUSJÓ lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir 16.999 kr. MIAMI f rá T í m a b i l : a p r í l - m a í 2 0 1 7 16.999 kr. SAN FRANCISCO f rá T í m a b i l : f e b rú a r - m a rs 2 0 1 7 16.999 kr. LOS ANGELES f rá T í m a b i l : f e b rú a r - m a rs 2 0 1 7 5.999 kr. BRISTOL f rá T í m a b i l : j a n ú a r - m a rs 2 0 1 7 5.999 kr. EDINBORG f rá T í m a b i l : j a n ú a r - m a rs 2 0 1 7 8.499 kr. FRANKFURT f rá T í m a b i l : j a n ú a r - m a rs 2 0 1 7 Við fljúgum! *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró. XX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.