Fréttatíminn - 20.01.2017, Blaðsíða 2
Lilja Alfreðsdóttir
telur ekki rétt að
stilla dæminu upp
á þennan hátt.
Heiður Anna
Helgadóttir ákvað að
tilkynna eftirförina
til lögreglu eftir að
hafa fylgst slegin með
hvarfi Birnu Brjáns-
dóttur.
Helgi Gunnlaugs-
son er prófessor í
félagsfræði.
2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 20. janúar 2017
www.apotekid.is
AFSLÁTTUR
Hjarta-Aspirín á 20% afslætti út janúar.
Verð áður: 899 kr.Verð nú: 720 kr.
20%
Lægra verð
í Apótekinu
Viðbrögð almennings
bera einkenni siðfárs
Rigndi inn skilaboðum
um líkfund
„Seint á þriðjudagskvöld barst
ábending um að Birna hefði
fundist í Hvaleyrarvatni. Í
kjölfarið rigndi inn skilaboð-
um. Tvö þeirra voru m.a. frá
björgunarsveitamönnum og nú
var líkið í sprungu við vatnið.
Fljótlega var það skipverji sem
lá í votri gröf og mínútu síðar
vantaði tvo áhafnarmeðlimi og
fjórar stúlkur voru
í gíslingu í skip-
inu. Þetta lýsir
ágætlega hvað
fjölmiðlamenn
eru að fást
við í þessu
sorglega
máli,“ segir
Kristjón
Kormákur
Guðjóns-
son, annar ritstjóra DV.
Hann segir fjölmiðla hafa
staðið sig vel í að flytja fréttir,
oft í samstarfi við lögreglu. „Og
þannig hefur slúður almenn-
ings, sem hefur orðið uppvís
að því að deila sín á milli við-
bjóðslegum kjaftasögum, verið
leiðrétt,“ segir hann og bætir
við: „Það er absúrd að verða
vitni að því að sjá það sama fólk
hnýta í fjölmiðla.“
Kristjón segir almenning
eðlilega mjög upptekinn af
þessu sorglega máli og bíði eftir
nýjum fréttum.
„Fólk sefur ekki og sendir
skilaboð á nóttunni. Vonandi
upplýsist þetta sorglega mál
sem fyrst og þá er ég sérstak-
lega með ættingja Birnu í huga,
það er líka mikilvægt fyrir alla
aðra því eftir því sem tím-
inn líður og með hverri nýrri
frétt virðist andlegri heilsu Ís-
lendinga hraka,“ segir Kristjón.
Sakamál Helgi Gunnlaugsson,
prófessor í félagsfræði hjá
Háskóla Íslands, segir viðbrögð
almennings við hvarfi Birnu
Brjánsdóttur bera einkenni
siðfárs. Tugir einstaklinga fóru að
Hvaleyravatni í vikunni þar sem
sá orðrómur fór af stað að Birna
hefði fundist þar látin. Sem dæmi
um gróusögurnar þá hefur því
verið haldið fram að tíu stúlk-
um hafi verði haldið föngnum á
skipinu. Engar fréttir hafa borist
af slíku.
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
„Þú sérð að þetta er auðvitað dular-
fullt mál. Mannshvarf í svona fá-
mennu samfélagi, þar sem einn af
okkur, stúlka sem gæti verði syst-
ir okkar eða dóttir, hverfur á fjöl-
farnasta stað landsins,“ segir Helgi
Gunnlaugsson um sterk viðbrögð Ís-
lendinga sem hafa allt í senn hjálp-
að mikið við rannsókn málsins, en
einnig þvælst fyrir. Þannig fór sá
kvittur af stað um miðnætti aðfara-
nótt miðvikudags, um að líkams-
leifar Birnu hefðu fundist við Hval-
eyrarvatn.
Tugir einstaklinga fóru á svæð-
ið og úr varð að lögreglan kom
einnig. Í skilaboðum sem gengu á
milli manna kom fram að ekki að-
eins væri Birnu að finna í gjótu við
Hvaleyrarvatn, heldur átti skipverji
á Polar Nanoq að vera í vatninu lát-
inn. Þá fylgdi það skilaboðunum að
upplýsingarnar væru komnar frá
ónafngreindum björgunarsveitar-
manni. Skemmst er frá því að segja
að ekkert af þessu stenst skoðun.
Þá gengu önnur skilaboð manna
í skipinu gegn sínum vilja og undir
miklum áhrifum lyfja. Ekkert hef-
ur komið fram sem staðfestir þetta.
„Það eru allir að leita að næstu
fréttum af málinu, það er gríðarleg
spenna í samfélaginu, og þá getur
það gerst að skrýtnar upplýsingar
geta farið á mikið flug, þrátt fyrir
að standast enga skoðun,“ útskýrir
Helgi. Hann segir að þegar svona
mál koma upp, geti aðstæður ver-
ið spennuhlaðnar. Almenningur
beinir reiði sinni oft í vitlausar átt-
ir. Þannig hafi almenningur reiðst
lögreglu og ekki síst fjölmiðlum sem
hafa verið sakaðir um að hafa ógnað
rannsóknarhagsmunum þrátt fyrir
að ekkert liggi fyrir um slíkt. Eins
beinist reiðin að utanaðkomandi
ógn, svo sem útlendum sjómönnum
í þessu tilfelli, og úr verður svokall-
að siðfár þar sem almenningi þykir
sér ógnað þrátt fyrir að um algjöra
frávikshegðun sé að ræða.
„Fámennið gerir það að verkum
að við upplifum þetta eins og einn
maður. Siðfár er meira afgerandi í
smærri og einsleitari samfélögum,
en slíkt kemur einnig upp í stærri
samfélögum,“ segir Helgi og bætir
við að almenningur líti svo á að eig-
ið öryggi sé ekki tryggt vegna máls-
ins, það skýri viðbrögðin meðal
annars.
Kristjón
Kormákur
Guðjónsson er
ritstjóri DV.
Hér má meðal annars finna skilaboð
sem gengu manna á milli. Ekkert er til í
þessari frásögn.
Frá komu Polar Nanoq í gærkvöldi. Mynd | Hari
Upplýsingarnar voru oft sagðar fengn-
ar frá blaðamönnum eða björgunar-
sveitarmönnum.
á milli þar sem því var haldið fram
– og nú átti heimildarmaðurinn að
vera ónafngreindur blaðamaður DV
– að tíu stúlkur hefðu verið um borð
Lögregla Heiður Anna Helgadóttir
var á heimleið á miðvikudags-
kvöldið fyrir rúmri viku þegar hún
tók eftir því að sér var veitt eftirför.
Hún hafði verið á veitingastað við
Austurvöll en ákvað að ganga heim
klukkan hálf eitt, upp Hverfisgötu í
átt að Hlíðunum.
„Þegar ég var að ganga gegnt 10/11,
með heyrnartólin í eyrunum, tók ég
eftir því að það keyrði bíll við hliðina
á mér, á gönguhraða. Ég þóttist ekki
sjá hann og gekk bara hraðar áfram,
en þá keyrði hann áfram og lagði svo í
stæði aðeins lengra fyrir framan mig
og beið þar,“ segir Heiður sem var
þarna farin að finna fyrir hræðslu en
ákvað samt að hrista óttann af sér og
ganga áfram. Þegar hún kom að bíln-
um skrúfaði bílstjórinn rúðuna far-
þegamegin niður. „Hann talaði ensku
og spurði hvort ég vildi ekki koma í
bíltúr, því þetta væri síðasta kvöldið
hans á Íslandi. Ég neitaði og sagðist
bara vera á leiðinni heim en þá vildi
hann keyra mig heim. Þegar ég neit-
aði aftur varð hann frekar pirraður
svo ég gekk af stað og dreif mig yfir
Snorrabrautina í átt að Hlemmi. Svo
sá ég að hann beygði til hægri og fór
aftur niður Laugaveginn.“
Heiður ákvað að tilkynna eftirför-
ina til lögreglu. „Þetta er því miður
eitthvað sem margar konur lenda í,
ég hefði auðvitað átt að taka niður
bílnúmerið en ég fattaði það bara eft-
ir á. Kannski vildi hann bara fara í
bíltúr en kannski ekki, þetta var alla-
vega mjög óþægilegt.“| hh
Veitt eftirför
og boðið
upp í bíl
Þrír mánuðir
fyrir manndráp
af gáleysi
Dómsmál Hæstiréttur Íslands
staðfesti dóm Héraðsdóms Suður-
lands yfir kínverskum ferðamanni
sem varð manni að bana í umferð-
arslysi. Var hann dæmdur í þriggja
mánaða fangelsi fyrir manndráp
af gáleysi, en refsing fellur niður
innan tveggja ára haldi hann
skilorð.
Hinn látni var einnig ferðamaður.
Kínverjinn er sakfelldur fyrir að
hafa ekið bifreið inn á einbreiða
brú á Suðurlandsvegi yfir Hólá í
Öræfasveit á móti annarri
bifreið, sem var
langt komin
yfir brúna úr gagnstæðri átt, með
þeim afleiðingum að árekstur varð
á brúnni.
Við meðferð málsins fyrir héraðs-
dómi játaði Kínverji þessa háttsemi.
Eftir gögnum málsins voru vegmerk-
ingar og aðrar aðstæður við slysstað-
inn með þeim hætti að Kínverjanum
gat ekki dulist að aksturslag hans
myndi óumflýjanlega leiða til hættu
á árekstri ef önnur bifreið væri
þegar komin inn á brúna úr gagn-
stæðri átt, svo sem hér var raunin.
Kínverjinn er einnig sviptur öku-
réttindum í tíu mánuði. | vg
Bæði ökumað-
urinn og hinn
látni voru
ferðamenn.
Efnahagsmál Ríkari helmingur
íslenskra heimila fékk um 86 pró-
sent af skuldaleiðréttingu síðustu
ríkisstjórnar í sinn hlut, en sá
helmingur sem lægri tekjurnar
hafði fékk einungis 14 prósent.
Þingmenn Framsóknarflokksins
segja að það þjóni takmörkuðum
tilgangi að stilla dæminu upp á
þennan hátt.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
um skuldaniðurfærsluna sem hefur
verið birt á vef Alþingis. Alls var út-
hlutað 72 milljörðum. Útfærslan var
unnin í fjármálaráðuneytinu undir
stjórn Tryggva Þórs Herbertsson-
ar, fyrrverandi forstjóra Askar Capi-
tal. Eygló Harðardóttir, fyrrver-
andi félagsmálaráðherra, segir að
árið 2013 hafi verið kosið um leið-
réttinguna og þetta hafi verið helsta
kosningamál flokksins enda hafi
orðið forsendubrestur. Hún segir
að reynt hafi verið að gera þetta eft-
ir bestu vitund, meðal annars með
því að setja þak á greiðslur. Það hafi
verið vitað fyrirfram að það þyrfti
að fara í margvíslegar aðgerðir
á húsnæðismarkaði, skuldaleið-
réttingin sjálf hafi alltaf verið lík-
legri til að skila sér til þeirra sem
höfðu nægar tekjur til að geta tekið
lán. Sama gagnrýni hafi verið uppi í
110 prósent leiðinni, þeir sem höfðu
skuldsett mig mest og farið óvarlega
fengu niðurfellingu. Hinir ekki.
Lilja Alfreðsdóttir, vara-
formaður Framsóknar-
flokksins, segist ekki telja
rétt að stilla þessu upp
á þennan hátt. Það segi
reyndar í skýrslunni
sjálfri að það þjóni
takmörkuðum til-
gangi að skoða
dreifingu þessarar
aðgerðar gagnvart
hópum sem ekki
hafi orðið fyrir
áföllum af völd-
um verðtryggðra
lána. Hún segir að
ekki sé heldur tekið tillit til
þess að aðstæður kunni að
hafa breyst frá árinu 2008
til 2009. Leiðréttingin hafi
verið almenn efnahags-
aðgerð sem miðaði við að
leiðrétta forsendubrest
eftir efnahagshrunið og
skuldastaða íslenskra
heimila hafi batnað veru-
lega og sé ein sú besta á
Norðurlöndunum.
Skuldaleiðréttingin til hinna efnameiri
Eygló Harðardóttir segir
að það hafi verið kosið
um leiðréttinguna.