Fréttatíminn - 20.01.2017, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 20.01.2017, Blaðsíða 22
22 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 20. janúar 2017 Mexíkóska byltingin (1910) Einræðisherranum Porfirio Díaz er steypt af stóli. Hann var hliðholl- ur Bandaríkjunum og opinn fyrir fjárfestingum þaðan. Francisco (Pancho) Villa og Emiliano Zapata leiða byltingaröflin í norður- og suðurhluta Mexíkó. Í norðri fara bardagar fram svo nærri landa- mærunum að bandarískir borgar- ar geta fylgst með. Rósturnar reka hátt í milljón Mexíkóa á flótta aust- ur yfir landamærin. Villa fer í víking (1916) Byltingarleiðtoginn Pancho Villa sendir hóp hundrað manna sem ráðast á bæinn Columbus í Nýju Mexíkó. Þeir ráðast á banda- rískt riddaraherfylki, drepa átján Bandaríkjamenn, brenna miðbæ- inn og stela hestum, ösnum og hergögnum. Wodrow Wilson for- seti lætur gera út leiðangur til að ná Villa sunnan landamæranna, en það ber ekki árangur. Fyrir for- setakosningar í Mexíkó árið 1923, þar sem Villa ætlar sér í fram- Stríðið gegn eiturlyfjum Síðasta áratuginn eða svo hefur aðaláhersla mexíkóskra yfir- valda í stríðinu gegn eiturlyfjum verið að draga úr ofbeldisglæp- um sem tengjast eiturlyfjasmygli. Það hefur gengið upp og ofan, en morðtíðni hefur sveiflast nokk- uð. Glæpagengjum landsins hefur vaxið mjög fiskur um hrygg eftir að kólumbísku Cali og Medellín glæpasamtökin drógust saman á tíunda áratugnum. Landamæra- borgir eins og Ciudad Juárez eru taldar meðal hættulegustu borga í heimi. Sem dæmi má nefna að 13 þúsund manns voru myrtir í borginni árið 2011 en þar búa 1300 þúsund íbúar. Árið 2007 var talið að 90 pró- sent alls kókaíns sem kemur á markaðinn í Bandaríkjunum komi frá Mexíkó. Mikla athygli vakti í fyrra þegar Joaquin „El Chapo“ Guzman, höfuðpaur Sinaloa geng- isins, var handtekinn og færður í bandarískt fangelsi. Engu að síð- ur má líkja baráttunni við glímu við marghöfða snák, þegar eitt höfuðið er höggvið af spretta hin upp til að berjast um yfirráð, með tilheyrandi ofbeldi og blóðsútell- ingum. Mannfallið á undanförnum árum hefur verið gríðarlegt. Fórnarlömb stríðsins skipta tugum þúsunda á síðasta áratug. Eiturlyfjabaróninn El Chapo í haldi mexíkóskra lögreglumanna í fyrra. Hann hafði þá þegar verið hand- samaður tvisvar áður. Ráðgert er að flytja hann í bandarískt fangelsi síðar á árinu. Pancho Villa og menn hans. boð, er hann hins vegar ráðinn af dögum af pólitískum andstæðingi sínum. Stjórnarskrá (1917) Ný stjórnarskrá samþykkt í Mexíkó sem verður fyrirmynd stjórnar- skrá bæði í Weimar lýðveldinu árið 1919 og í Rússlandi 1918. Lífseigt stjórnmálaafl (1929) Byltingarflokkurinn PRI (Partido Revolucionario Institucional) stofnaður en hann stýrir landinu næstu 70 árin. Innflytjendur og kreppa (1921-1933) Bandaríkjamenn fara að stemma stigu við flæði flóttamanna, bæði að sunnan og frá Austur-Evrópu, en vegna hagsmuna landbúnað- arins er litið fram hjá mexíkósku vinnuafli. Árið 1930 eru sam- kvæmt manntali 600 þúsund mexíkóskir innflytjendur í Banda- ríkjunum, aðeins 5 prósent vinnu- aflsins sem kemur að utan. Í kreppunni miklu á fjórða ára- tugnum fer allt á flot og Banda- ríkjamenn upplifa sig í samkeppni við Mexíkóa um störf sem ekki eru á hverju strái. Fjölmörgum Mexík- óum er gert að snúa til baka til heimalandsins eða ákveða að fara af fúsum vilja. Samhliða New Deal stefnu sinni tekur Franklin Roosevelt forseti upp stefnu um „góðan granna.“ Þar segjast Bandarík- in ætla að halda að sér höndum í aðkomu sinni að málefnum landa í latnesku Ameríku. Það dugir skammt. Bracero áætlunin (1942) Eftir að Bandaríkin dragast inn í seinni heimsstyrjöldina eftir Pearl Harbour árásina gera löndin með sér samning um vinnuafl, en mikill skortur er á því í Banda- ríkjunum vegna stríðsins. Laun, aðbúnaður og læknisaðstoð fyrir mexíkóska verkamenn eru meðal samningsatriða en gagnrýnendur halda því fram að arðrán Banda- ríkjanna á mexíkóskum verka- lýð sé þannig lögleitt. Kerfinu er viðhaldið allt fram til ársins 1964. Wetback aðgerðin (1954) Eisenhower forseti setur á fót Wetback aðgerðina í samvinnu við yfirvöld í Mexíkó. Hún snýst um að flytja ólöglega innflytjendur frá Bandaríkjunum og suður fyrir landamærin. Landamæraverðir safna saman mexíkóskum innflytj- endum sem síðan eru sendir úr landi, djúpt inn í Mexíkó. Aðgerðirnar eru gríðarlega um- fangsmiklar. Um milljón handtök- ur eru gerðar og Mexíkóar flytja suður á bóginn í hundraða þús- unda tali. Brot eru einnig framin á nokkur hundruð bandarískum borgurum sem fluttir eru ólöglega suður á bóginn. Ólympíuleikar og fjöldamorð (1968) Ólympíuleikarnir eru haldnir í Mexíkóborg í skugga fjöldamorða sem öryggissveitir fremja í mið- borginni á Tlatelolco torgi. Þar er aukinni misskiptingu auðs í landinu mótmælt en atburðirnir tengjast líka pólitískri valdabar- áttu í landinu. Tölur um fallna eru enn á reiki en af mörgum talið líklegt að bandaríska leyniþjónust- an hafi vitað af aðgerðunum fyrir fram. Stríð gegn eiturlyfjum (1969) Nixon forseti lýsir því yfir að stríð gegn eiturlyfjum sé hafið. Stefnt er að 100 prósent leit á einstakling- um og bifreiðum við landamær- in, en fljótlega er dregið úr þeirri kröfu. Segja má að stríðið standi enn. NAFTA samningar (1994) Með aukinni milliríkjaverslun á níunda áratugnum tekur Mexíkó upp opnara viðskiptaumhverfi. Dregið er úr regluverki og iðnað- ur í ríkiseigu einkavæddur. Með NAFTA tolla- og viðskipta samn- ingnum taka ríkin tvö upp ýmis konar samstarf á sviði herþjálfun- ar, viðskipta og eftirlits á landa- mærunum. Fljótlega rísa upp skæruliðar í Mexíkó sem berjast gegn alþjóðavæðingunni og telja þjóð sína tapa á öllu saman. Samhliða sker Clinton stjórnin upp herör gegn glæpum á landa- mærunum og undir lok kjörtíma síns semur forsetinn bandaríski um sameiginlegar aðgerðir þjóð- anna í þeim efnum. Hryðjuverk (2001) Í kjölfar hryðjuverkanna 11. sept- ember er landamæraeftirlit hert mjög á fyrsta áratug aldarinn- ar. Eftirlitið þýðir einkum að mexíkóskir verkamenn, sem eru ólöglega í Bandaríkjunum, draga úr reglulegum ferðum til heima- landsins og halda frekar til norðan landamæranna af ótta við eft- irlitið. Eiturlyfjabaráttan hert (2006-2010) Calderon, forseti Mexíkó, legg- ur aukna áherslu á baráttuna við glæpasamtök um allt landið og stofnar nýja alríkislögreglu, með takmörkuðum árangri. Morð- tíðni sem tengd er glæpum á landamærasvæðum nær nýjum hæðum í kjölfarið. Hillary Clinton, utanríkisráð- herra Obama, kemur á nýju sam- starfsverkefni þjóðanna sem hefur ekki bara að markmiði að auka löggæslu heldur bæta félags- og efnahagslegar aðstæður fólks á landamærasvæðunum. Donald Trump (2017) Eftir að hafa meðal annars lofað nýjum vegg í kosningabaráttu sinni, til að aðskilja ríkin tvö á landamærunum, tekur Donald Trump við embætti forseta Banda- ríkjanna. Nú þegar eru ýmsar girðingar og veggir til staðar, en Trump ætlar að láta byggja ramm- gerðan vegg og senda reikninginn til yfirvalda í Mexíkóborg. Forseti Mexíkó, Enrique Peña Nieto, telur hugmyndina fjarstæðukennda. APOTEK KITCHEN+BAR Austurstræti 16 apotek.is GERÐU VEL VIÐ BÓNDANN! FORRÉTTIR BLEIKJA Á SALTBLOKK FRÁ HIMALAYA Hægelduð bleikja, yuzu mayo, truŒu mayo, stökkt quinoa, epli NAUTARIF 24ra tíma hægelduð nautarif, reyktur Ísbúi, gulrætur, karsi AÐALRÉTTUR KOLAGRILLUÐ NAUTALUND Jarðskokka og hvítsúkkulaði-purée, steiktar næpur með sveskjum og heslihnetum, bjór-hollandaise EFTIRRÉTTUR BÓNDASÆLA Súkkulaði-marengsbotn, möndlumulningur, mangóhlaup og mjólkursúkkulaði-pralínmousse 4ra rétta bóndadagsseðill 8.500 kr. Borðapantanir í síma 551 0011 Aðeins framreitt fyrir allt borðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.