Fréttatíminn - 20.01.2017, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 20.01.2017, Blaðsíða 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 20. janúar 2017 Í smábænum Aurland í Noregi hefur landslagsarkítektinn Snædís Laufey Bjarnadóttir hreiðrað um sig í 19 fermetra verkamannaskúr. Snædís deilir garði, grilli og sláttuvél með granna sínum í öðru smáhýsi. Bryndís Silja Pálmadóttir ritstjorn@frettatiminn.is Bærinn Aurland í Noregi er svo sannarlega ekki stór. Þar er að finna kirkju, ráðhús, bakarí og búð ásamt nokkrum húsum. Sum hús eru þó heldur smærri en önnur en þar er að finna tvö hús, sem hvort um sig er minna en 20 fermetrar. Smáhýsin hafa vakið athygli norska ríkissjón- varpsins en annað þeirra er í eigu Íslendingsins Snædísar Laufeyjar Bjarnadóttur. Snædís er landslagsarkítekt og hannaði húsið sitt sjálf. Í því býr hún ásamt dóttur sinni, Sólrúnu. Þær mæðgur eiga góðan granna í arkítekt- inum Gøran Johanson sem deilir með þeim eplagarði, sláttuvél og útigrilli. Snædís kveðst hafa flutt margoft á ævinni og þannig lært að forgangs- raða hverju skal henda og hvað skal geyma. „Enn fremur hef ég sorterað hlutina mína. Ef ég fer í búð og sé hlut sem mig langar í, þá hugsa ég bara nei, ég hef ekki pláss.“ Í hillunum í svefnherbergi Snædís- ar geymir hún bækur og föt Sólrún- ar. Til þess að skapa leikpláss fyrir dótturina er hægt að festa rúmið upp við vegginn. Undir rúminu er að finna skíði og sérsmíðaðan dótakassa fyrir Sólrúnu. „Fyrir mér er mikilvægast að Sól- rún hafi rými til þess að ærslast, þá getur hún fengið vini sína í heim- sókn.“ Ódýrara er að byggja smáhýsi þar sem þau þurfa minna efni og ódýrara er að flytja efnið. Húsin þurfa minni orku til upphitunar og þar sem þau er minni að stærð er pláss fyrir færri hluti. Vegna stærðar smáhýsanna er einnig auðveldara að þétta byggð. Smáhýsi Snædísar er gert úr vinnu- skúr og kostaði um 2,3 milljónir króna að breyta honum. Eftir eitt ár af ergelsi og frjórri hugsun umbreyttist skúrinn í smáhýsi. Húsið er hreyf- anlegt og getur það skapað marga möguleika. Hreyfanleg smáhýsi á góðu verði Snædís og Gøran eiga hvort sitt smáhýsið í Vestur-Noregi en deila garði og grilli. Snædýs býr í hvíta húsinu til vinstri. Myndir | NRK Sogn og Fjordane Heimili Snædísar og Gørans eru notaleg þótt þau séu smá. Hér má sjá svipmyndir úr báðum húsunum, þar er hver fermetri vel nýttur. NÝR BÆKLINGUR STÚTFULLURAF SPENNANDI TÖLVUBÚNAÐI 4BLS PS4 STÝRIPIN NI FYLGIR Ný og endurhönnuð slim útgáfa af einni vinsælustu leikjatölvu í heimi. Spotify, Netflix, Youtube ofl. öpp, 500GB harður diskur, HDR tækni, styður PS VR ofl. ofl. 39.990 PS4SLIM VERÐ ÁÐUR46.990 ENGIRTOLLAR Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is PS4SL IM 1TB 49.99 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.