Fréttatíminn - 20.01.2017, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 20.01.2017, Blaðsíða 6
Íþróttir „Þótt ofþjálfun hafi verið rannsökuð hjá íþróttafólki vantar sambærilegar rannsóknir þegar kemur að almenningi: Hvað er heilbrigð líkamsrækt og hvar byrja öfgarnar?“ spyr Guðlaug Þorsteinsdóttir sem veitir for- stöðu átröskunarteymi á geðdeild LSH. Guðlaug segir marga skjól- stæðinga sína eiga bakgrunn í afreksíþróttum en áhættan þar er þreföld. „Þetta eru hæfileikaríkir og metnaðargjarnir krakkar sem missa tökin og fara að ofgera sér.“ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Venjulegt fólk getur líka byrjað að ofgera sér þegar líkaminn fær ekki næga hvíld milli æfinga og líkaminn ekki nauðsynlega nær- ingu. „Þá er fólk líka að innbyrða allskyns efni, bæði lögleg og eins ólögleg til að hraða brennslu og byggja sig fljótar upp.Og meiðsl geta einnig sett strik í reikninginn, fólk hreinlega slítur sér út,“ segir Guðlaug. Petra Lind sálfræðingur kynnir nýja rannsókn sína á líkamsímynd fólks úr ólíkum íþróttagreinum, þar sem hefur orðið til ákveðin menning í kringum ákveðnar íþróttagreinar, eins og dans, fim- leika og hlaup, sem einkennist af stöðugri sjálfsgagnrýni á líkamann og þráhyggju í mataræði. „Það sem kannski var mest sláandi við þessar niðurstöður er að einkenni átraskana eru að ryðja sér til rúms innan fleiri íþróttagreina og þær ná nú bæði til karla og kvenna. Þannig eru einkenni neikvæðrar líkamsímyndar og átröskunar eig- inlega komnar inn á öll svið íþrótt- anna, jafnvel boltaíþrótta.“ Vantar að rannsaka hinn öfgakennda Íslending Hvað er heilbrigð líkamsrækt og hvar byrja öfgarnar? 6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 20. janúar 2017 Guðlaug Þorsteins- dóttir geðlæknir segir að það vanti rannsóknir á líkams- rækt hins öfgakennda Íslendings. Petra Lind sálfræðing- ur hefur rannsakað líkamsímynd fólks úr ólíkum íþróttagrein- um. Skattamál Íslenska skattkerfið sker sig frá skattkerfum ríkjanna í okkar heimshluta að því leyti að þótt skattbyrði launatekna sé hér með því hæsta sem þekkist er skattbyrði fyrirtækja og fjár- magns lægri en nokkurs staðar í okkar heimshluta. Það er helst að finna sambærileg dæmi í þeim löndum Austur-Evrópu sem geng- ið hafa lengst í nýfrjálshyggjuátt. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Þótt vinstri stjórn Jóhönnu Sig- urðardóttur og Steingríms J. Sig- fússonar hafi hækkað skatta á fyrir- tæki og fjármagn fljótlega eftir Hrun er skatthlutfallið á Íslandi enn mjög lágt í alþjóðlegum samanburði. Fyr- ir hækkanir vinstri stjórnarinnar var tekjuskattur á fyrirtæki 15 pró- sent og fjármagnstekjuskattur 10%. Samanlagður skattur á fjármagnið frá fyrirtækinu til eigenda síns eft- ir að fyrirtækið hafði greitt arð var því 23,5 prósent. Það er sambæri- legt hlutfall og er í Lettlandi í dag og lægra en í Slóvakíu og Eistlandi, þar sem enginn fjármagnsskattur er innheimtur. Austur-evrópskt kerfi Með hækkun fyrirtækjaskatts upp í 20 prósent og fjármagnstekjuskatts upp í 20 prósent hækkaði saman- lagt hlutfallið á Íslandi upp í 36 prósent. Við það fóru Íslendingar úr þriðja neðsta sætinu af 35 ríkj- um Efnahags- og framfarastofn- unarinnar, OECD, upp um fjögur sæti. Í dag er þetta hlutfall hærra en í áðurnefndum löndum, Lettlandi, Slóvakíu og Eistlandi, en einnig hærra en í Póllandi, Ungverjalandi og Tékklandi. Það er hins vegar ekki lægra í nokkru landi í nágrenni við okk- ur. Sviss kemst næst því með 37,8 prósent, Austurríki með 41,9 pró- sent og Holland með 43,8 prósent. Á hinum endanum er Kanada með 66 prósent, Frakkland með 64,4 prósent og Lúxemborg með 57,5 prósent. Á Norðurlöndunum er þetta hlutfall lægst í Svíþjóð, 45,4 pró- sent, rétt tæplega 10 prósentustig- um hærra en á Íslandi. Það er síðan 46,6 prósent í Noregi, 47,2 prósent í Finnlandi og 54,8 prósent í Dan- mörku. Meðaltal Norðurlandanna er 48,5 prósent og meðaltal velferðarríkj- anna í okkar heimshluta, Norður- landanna, Bretlandseyja, Niður- landa, Þýskalands og Frakklands; er 51,0 prósent. Íslendingar inn- heimta því ekki nema rúmlega tvo þriðju af þeim sköttum af fyrirtækj- um og fjármagni sem gert er í ná- grannalöndunum. Vantar 35 milljarða Þetta hlutfall segir ekki til um tekjutap ríkissjóðs vegna lágra skatta á fyrirtæki og fjármagn í samanburði við næstu lönd. Þar ræður líka samsetning skattsins, hversu hár tekjuskattur fyrirtækja er og hversu hár fjármagnstekju- skatturinn er. Þegar það er skoðað kemur í ljós að Íslendingar myndu innheimta hæsta skattinn af fyrir- tækjum og fjármagni ef þeir tækju upp skattkerfi Frakka. Miðað við áætlaða skattstofna tekjuskatts fyr- irtækja og fjármagnstekjuskatts í fyrra myndu Íslendingar innheimta um 80 milljörðum króna meira en þeir gera í dag. Frakkland er ýkt dæmi. En ef við tökum meðaltalsfrávik íslenskra skattheimtu og velferðarríkjanna næst okkur, Norðurlanda, Bret- landseyja, Niðurlanda, Þýska- lands og Frakklands, innheimta Ís- lendingar um 35 milljörðum króna minna í skatt af fyrirtækjum og fjár- magni en okkar næstu nágrannar. Lækkun skatta á fyrirtæki og fjármagn í velferðarríkjunum, þró- un sem var drifin áfram af skatta- samkeppni og fjárflótta til aflands- svæða, er helsta ástæða hrörnunar velferðarkerfanna og þeirra samfé- Kanada Frakkland Ástralía Mexíkó Lúxemborg Írland Bandaríkin Suður-Kórea Danmörk Chile Belgía Nýja Sjáland Bretland Portúgal Ísrael Þýskaland Tyrkland Finnland Noregur Ítalía Svíþjóð Japan Holland Spánn Austurríki Sviss Slóvenía Grikkland Ísland Pólland Tékkland Ungverjaland Lettland Slóvakía Eistland 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% Skattbyrði fyrirtækja og fjármagns Heimild: OECD Íslenska ríkið innheimtir mun lægri skatta af fyrirtækjum og fjármagni en okkar helstu nágrannalönd, Ísland er líkara lönd- um Austur-Evrópu en næstu nágrönnum okkar að þessu leyti. Súlurnar sýna sam- anlagða skattbyrði hagnaðar fyrirtækja og fjármagnstekna af arði í löndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Eins og sjá má er skattbyrði næstum tvöfalt hærri í Kanada en á Íslandi og víðast í okkar heims- hluta er hún miklum mun hærri. Ekkert er um skattahækkanir á fyrirtæki eða fjármagn í stjórnarsátt- mála ríkis- stjórnar Bjarna Benedikts- sonar, þess aðeins getið að tryggingagjald á launatekjur verði lækkað og settir á grænir skattar til að ýta undir umhverfis- væna hegðan neytenda og fyrirtækja. Mikil eftirgjöf skatta til fyrirtækja og fjármagns lagslegu rósta sem hún hefur skap- að. Í okkar heimshluta gekk ekkert ríki jafn langt í þessum skattalækk- unum og Ísland. Þrátt fyrir nokkra leiðréttingu í tíð vinstri stjórnarinn- ar skera Íslendingar sig enn úr öðr- um þjóðum í okkar nágrenni fyrir mikla eftirgjöf skatta til fyrirtækja og fjármagns. Mjúk og falleg „satin striped“ Policotton sængurföt. Sængurver 140x200 cm Koddaver 50x70 cm Fullt verð: 6.490 kr. DORMA HOME sængurföt Aðeins 4.868 kr. Svart eða brúnt PU-leður. Stærð: 80x90 H: 105 cm. Fullt verð: 39.900 kr. POLO hægindastóll ÚTSALA DORMA NÚ Á FJÓRUM STÖÐUM Nýttu tækifærið ÚTSALAN í fullu fjöri ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 12–16 (Smáratorgi) www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði 25% AFSLÁTTUR Aðeins 19.950 kr. 50% AFSLÁTTUR NATURE’S REST heilsurúm m/classic botni Verðdæmi 120 x 200 cm Fullt verð: 79.900 kr. 25% AFSLÁTTUR af 120x 200 cm á meðan birgðir endast. Svart PU leður á botni. Aðeins 59.920 kr. OPIÐ Á SUNNUDÖGUM Í DORMA SMÁRATORGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.