Fréttatíminn - 20.01.2017, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 20.01.2017, Blaðsíða 36
36 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 20. janúar 2017 Blankasti janúar sögunnar endaði með happdrættisvinningi Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Þetta var blankasti jan-úar frá upphafi mæl-inga,“ segi Auður Alfífa Ketilsdóttir sem birti skemmtilega mynd og gleðifregnir á Instagram. „Ég átti ekki krónu þar til í síðustu viku að ég vann óvænt 30 þúsund krónur í Happdrætti Háskólans. Það var frábært, en allur peningurinn fór í að vera manneskja; kaupa nauðsynjar í Bónus og endurnýja ökuskírteinið. Í gær hringdi svo kona frá Krabbameinsfélaginu því ég hafði farið í blóðprufu og tekið þátt í einhverri rannsókn í desember. Konan þurfti að rifja það upp fyrir mér að fyrir vikið hafi ég fengið að vera með í happ- drætti. Hún hringdi til að tilkynna mér að ég hefði unnið 100 þúsund krónur!“ Auður Alfífa ákvað að úr því hún hefði óvænt eignast peninga þá skyldi hún frekar kaupa sér allt sem hana langaði í, en að borga reikninga. Djásnið sem sést á myndinni keypti hún á einum degi. „Ég vinn sem leiðsögumaður og mig vantaði jöklaskó, svo þeir urðu fyrst fyrir valinu. Ég keypti mér árskort í Bíó Paradís, því ég átti einu sinni svoleiðis og það var besta fjárfesting sem ég hef gert. Svo gat ég réttlætt að kaupa mér SMEG hraðsuðuketil því sá sem ég átti var mjög ljótur. Þessi er bleikur og nú vil ég hafa allt bleikt. Blómið passaði inn í litaþemað hjá mér og svo ætlaði ég að kaupa mér kampavínsglös en þau voru uppseld. Að lokum skráði ég mig á dansnámkeið hjá Brynju Péturs, eitthvert hip hop streetdansrugl.“ Auður Alfífa Ketilsdóttir var að reyna að þrauka fjárhagslega erfiðan janúarmánuð, þegar hún vann í happdrætti sem hún gleymdi að hún hefði tekið þátt í. Hún keypti sér allt sem hana langaði í fyrir peningana. Þegar Auður Alfífa vann hundrað þúsund krónur í happdrætti fékk hún sér jöklaskó, árskort í Bíó Paradís, nýjan hraðsuðuketil, bleikt blóm og skráði sig á dansnámskeið hjá Brynju Péturs. volundarhus.is · Sími 864-2400 GARÐHÚS 14,5 m² www.volundarhus.is Vel valið fyrir húsið þitt RÝMINGARSALA 20% aukaafsláttur af öllum GARÐHÚSUM á meðan byrgðir endast V H /1 6- 05 GARÐHÚS 4,7m² 44 mm bjálki / Tvöföld nótun GARÐHÚS 4,4m² GARÐHÚS 9,9 m² án gólfs GARÐHÚS 9,7m² 50% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustu- stöðvar Flytjanda. GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is · Allt á að seljast · Fyrstur kemur fyrstur fær · Ekki missa af þessu Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu okkar volundarhus.is og í síma 864-2400.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.