Fréttatíminn - 20.01.2017, Page 36

Fréttatíminn - 20.01.2017, Page 36
36 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 20. janúar 2017 Blankasti janúar sögunnar endaði með happdrættisvinningi Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Þetta var blankasti jan-úar frá upphafi mæl-inga,“ segi Auður Alfífa Ketilsdóttir sem birti skemmtilega mynd og gleðifregnir á Instagram. „Ég átti ekki krónu þar til í síðustu viku að ég vann óvænt 30 þúsund krónur í Happdrætti Háskólans. Það var frábært, en allur peningurinn fór í að vera manneskja; kaupa nauðsynjar í Bónus og endurnýja ökuskírteinið. Í gær hringdi svo kona frá Krabbameinsfélaginu því ég hafði farið í blóðprufu og tekið þátt í einhverri rannsókn í desember. Konan þurfti að rifja það upp fyrir mér að fyrir vikið hafi ég fengið að vera með í happ- drætti. Hún hringdi til að tilkynna mér að ég hefði unnið 100 þúsund krónur!“ Auður Alfífa ákvað að úr því hún hefði óvænt eignast peninga þá skyldi hún frekar kaupa sér allt sem hana langaði í, en að borga reikninga. Djásnið sem sést á myndinni keypti hún á einum degi. „Ég vinn sem leiðsögumaður og mig vantaði jöklaskó, svo þeir urðu fyrst fyrir valinu. Ég keypti mér árskort í Bíó Paradís, því ég átti einu sinni svoleiðis og það var besta fjárfesting sem ég hef gert. Svo gat ég réttlætt að kaupa mér SMEG hraðsuðuketil því sá sem ég átti var mjög ljótur. Þessi er bleikur og nú vil ég hafa allt bleikt. Blómið passaði inn í litaþemað hjá mér og svo ætlaði ég að kaupa mér kampavínsglös en þau voru uppseld. Að lokum skráði ég mig á dansnámkeið hjá Brynju Péturs, eitthvert hip hop streetdansrugl.“ Auður Alfífa Ketilsdóttir var að reyna að þrauka fjárhagslega erfiðan janúarmánuð, þegar hún vann í happdrætti sem hún gleymdi að hún hefði tekið þátt í. Hún keypti sér allt sem hana langaði í fyrir peningana. Þegar Auður Alfífa vann hundrað þúsund krónur í happdrætti fékk hún sér jöklaskó, árskort í Bíó Paradís, nýjan hraðsuðuketil, bleikt blóm og skráði sig á dansnámskeið hjá Brynju Péturs. volundarhus.is · Sími 864-2400 GARÐHÚS 14,5 m² www.volundarhus.is Vel valið fyrir húsið þitt RÝMINGARSALA 20% aukaafsláttur af öllum GARÐHÚSUM á meðan byrgðir endast V H /1 6- 05 GARÐHÚS 4,7m² 44 mm bjálki / Tvöföld nótun GARÐHÚS 4,4m² GARÐHÚS 9,9 m² án gólfs GARÐHÚS 9,7m² 50% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustu- stöðvar Flytjanda. GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is · Allt á að seljast · Fyrstur kemur fyrstur fær · Ekki missa af þessu Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu okkar volundarhus.is og í síma 864-2400.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.