Fréttatíminn - 20.01.2017, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 20.01.2017, Blaðsíða 26
26 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 20. janúar 2017 Samuel Abrams segir góðan árangur finnskra skóla mega rekja til aðferða þeirra við að innleiða þekkt við- skiptamódel í ríkisrekna skóla: Hækka laun kennara Líkt og Henry Ford sagði þá kostar minna að borga meira. Það þarf að hækka laun kennara, til að ná há- marksárangri, laða að hæfileikafólk og halda í það. Minnka stýringu utan frá Skólum á ekki að vera stjórnað utan frá, heldur á að setja meira vald í hendur kennara og skólastjórn- enda. Að mati Abrams þurfa allar góðar stofnanir að virkja sinn eigin mannauð. Leggja niður próf Sumir hafa sagt að það eigi að borga fyrir árangur, en Abrams telur það ekki vænlegt til árangurs. Hann bendir á rök föður japanska bíla- iðnaðarins W. Edward Deming, því til stuðnings; að mæla kaup út frá árangri virkar ekki því það býr til ótta og dregur úr samstöðu, fyrirtækið endar alltaf á því að tapa. Það sama á við um próf, þau draga úr árangri og hafa engin áhrif á getu nemenda. Þrátt fyrir að koma úr frekar líkum þjóðfélögum, sem bæði hafa jafnrétti og velferð í fyrirrúmi, standa finnskir nemendur sig mun betur en sænskir í PISA-prófunum. Um helmingur grunnskóla í Svíþjóð er einkarekinn en í Finnlandi eru skólar ríkisreknir. Henry Ford. sig best Norðurlandanna í lestri, stærðfræði og vísindum (eðl- is- og efnafræði). Abrams seg- ir margt spila hér inn í. Í Finn- landi, að ýmsu leyti ólíkt hinum Norðurlöndunum, fái kennarar góð laun, góða menntun og þjálf- un, gott starfsumhverfi og njóti almennt mikillar virðingar í sam- félaginu. Í Finnlandi er því aldrei skortur á kennurum, ólíkt hinum Norðurlöndunum þar sem vant- ar kennara, sérstaklega í vísinda- greinum. Fækkun nemenda í bekkjum, bætt starfsumhverfi, menntun og launahækkanir eru meðal aðgerða sem Finnar hafa lagt áherslu á en Abrams segir galdurinn ekki bara liggja þar. Á meðan Svíar ákváðu að fara þá leið að einkavæða skól- ana fóru Finnar aðra leið. Þeir hafa haldið í ríkisreknu skólana en á sama tíma innleitt mjög hag- kvæm viðskiptamódel í stefnu skól- anna. Þetta er það sem Abrams kallar finnsku þversögnina; gott gengi finnskra skóla má rekja til þess hversu vel þeim er stjórnað, af innanhúsfólki sem er gjörkunn- ugt eðli starfsins, og þannig hef- ur þekkt módel úr viðskiptaheim- inum verið í heiðri haft í stefnu þeirra. Skólar eru ekki reknir af einkaaðilum með hámarksgróða í huga, heldur af ríkinu með há- marksárangur skólanna, og þar með nemendanna, í huga. Það sem Ford tókst við færibandið hef- ur Finnum tekist í skólunum, að hámarka árangur með góðu og vel menntuðu starfsfólki, hærri laun- um og styttri vinnudegi. Þessi fyr- irmynd úr viðskiptaheiminum sem Finnar hafa stuðst við, felst í því að auka skilvirkni skólastarfsins með því að draga úr miðstýringu og leggja áherslu á að nýta starfs- fólk skólanna í botn. Þeir leggja áherslu á að stýra skólunum inn- an frá, af fólki sem hefur margra ára reynslu af skólastarfi, en sækja ekki sérfræðiþekkingu til verktaka- eða stjórnunarfyrirtækja, líkt og algengt er í Bandaríkjunum. Engin próf umbreyta skólastarfi En sú ákvörðun sem hefur haft hvað mest áhrif á árangur skól- anna, að mati Abrams, var að taka próf algjörlega af dagskrá. Í stað þess að láta alla nemendur taka lokapróf leggja skólarnir kannanir fyrir lítinn hluta nemenda. Þetta þýðir að starfsfólk skólanna hef- ur tíma til að sinna öðru en próf- um, sem aftur veldur því að álag á starfsfólk, og foreldra, er minna. Og nemendur geta einbeitt sér að því að læra í stað þess að undirbúa prófatörn. Kannanir eru í hönd- um aðila utan skólans og raska því mikilvægasta starfi skólans sem minnst, sjálfri kennslunni. Með því að sleppa því að meta árang- ur nemenda með prófum hverfur hættan á því að kennslan snúist um það eitt að meta árangur, og hætt- an á því að fög sem ekki er prófað í detti úr skólastarfinu hverfur. Fög sem eiga oft undir högg að sækja en sem Finnar telja alveg jafn mik- ilvæg og önnur; myndlist, tónlist, handverk og leikur, hafa ennþá mikið vægi í finnskum skólum og eru án efa enn einn hlekkurinn í langri keðju af góðum árangri Finna í PISA prófunum. Skólastarf- ið hverfist ekki um góðar einkunn- ir, líkt og í einkareknu umhverfi þar sem allt snýst um að vera efstur á lista eða sýna árangur, sam- kvæmt umdeilanlegum einföldum mælikvörðum. Ísland neðst á lista Í fyrirlestri sínum í HÍ benti Abrams að lokum á að laun kennara og árangur í PISA könnunum helst í hendur; því betur sem kennur- um er borgað því betri árangur sýna nemendur í PISA könnun- um. Bandaríkin og Noregur borga kennurum 68% og 71% af meðal- launum annara háskólamennt- aðra og eru nemendur þaðan und- ir PISA meðallagi (tölur frá 2012). Finnland og Kanada borga kennur- um hins vegar jafn mikið og meira en meðallaun háskólamenntaðra og er árangur nemenda þar langt yfir meðallagi. Ísland er neðst á þessum lista þar sem kennarar fá greitt um 50% af meðaltali launa háskólamenntaðra, árið 2015, og árangur íslenskra nemenda í PISA könnunum er langt undir með- allagi. Að hækka laun í dag þýð- ir þó ekki endilega að einkunnir hækki á morgun því skólar eru, líkt og áður var bent á, ekki matvara heldur flókið fyrirbæri sem tekur tíma að hlúa vel að. Í Finnlandi og Kanada hafa kennarar feng- ið laun yfir meðaltali annarra há- skólamenntaðra í langan tíma sem þýðir að kennarastéttin laðar til sín gott starfsfólk. En sama hvern- ig á dæmið er litið er eitt þó alveg skýrt í huga Abrams. Það borgar sig alltaf að borga kennurum vel og það borgar sig alltaf að sleppa prófum. En það borgar sig aldrei að einkavæða skóla. hollur kostur á 5 mín. Gríms fiskibollur ÚTSALA 20.–31. JANÚAR 10–50% afsláttur OPIÐ VIRKA DAGA KL. 10–18 • LAUGARDAGA KL. 11–16 • FAXAFENI 10 Sólarferðir frá kr. 49.850 m/afslætti Allt að 25.000 kr. afsláttur á mann Sumarið 2017 er komið B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ði r á sk ilj a sé r r ét t t il le ið ré tt in ga á s lík u. A th . a ð ve rð g et ur b re ys t á n fy rir va ra . 280cm 98cm 20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní Túnika kr. 3000 Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í ittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega 20% afsláttur af öllum vör m til 17. júní Túnika kr. 3000 Bl húsin F xafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 2-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í ittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp ýj r vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp ýj r vörur dagleg most.c_tiska o t.tisku ataverslun JAKKI ÁÐUR KR. 12.900 NÚNA KR. 6450
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.